Kerfisvilla aflýsti flugferðum

Flugi var aflýst unnvörpum vegna tölvuvillunnar.
Flugi var aflýst unnvörpum vegna tölvuvillunnar. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Á heimasíðu Isavia í gær kom fram að mörgum flugferðum flugfélagsins WOW Air hefði verið aflýst.

Meðal þeirra flugferða sem aflýst var á heimasíðunni voru þær sem félagið stóð fyrir til Brussel, Edinborgar, Tenerife og San Fransisco. Upplýsingarnar reyndust hins vegar ekki réttar.

„Þetta eru mistök því að þau voru að setja upp nýja síðu Isavia. Kerfin okkar og kerfin þeirra voru ekki að lesa þetta upp rétt en engum ferðum var aflýst hjá okkur í dag [í gær],“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi flugfélagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert