Landsréttur staðfesti nálgunarbann

Landsréttur er með aðsetur í Kópavogi.
Landsréttur er með aðsetur í Kópavogi. mbl.is/Hanna

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sæta brottvísun af heimili konu og nálgunarbanni gagnvart henni til 3. maí næstkomandi.

Úrskurður héraðsdóms var kærður til Landsréttar 13. apríl.

Fram kom í dómi héraðsdóms að maðurinn og konan hafi verið í sambandi og hafði maðurinn dvalist á heimili hennar í Reykjavík eftir að samvistum þeirra lauk.

Beiðni um nálgunarbann var lögð fram til lögreglunnar vegna ætlaðs ofbeldis og hótana mannsins í garð konunnar í nokkrum tilvikum.

Í dóminum er meðal annars lagt bann við því að maðurinn komi á eða í námunda við heimili konunnar á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis húsið, mælt frá miðju þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert