Mál Sigurðar sent aftur til lögreglu

Héraðssaksóknari hefur beðið lögreglu að afla frekari gagna í málinu.
Héraðssaksóknari hefur beðið lögreglu að afla frekari gagna í málinu. mbl.is/Golli

Mál Sigurðar Kristinssonar, sem situr í gæsluvarðhaldi vegna þáttar síns í umfangsmiklu fíkniefnamáli var nýlega sent aftur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til frekari gagnaöflunar. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Ekki hefur enn verið gefin út ákæra í Skáksambandsmálinu svo nefnda og hefur héraðssaksóknari nú óskað frekari gagna.

„Næstu skref er að afla þessara gagna sem verið er að óska eftir og svo er það ákærusviðsins að ákveða næstu skref,“ segir Margeir.

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Sigurði, sem setið hefur inni frá því í lok janúar, rennur út í dag. Margeir segir ekki búið að taka ákvörðun um það hvort farið verið fram á áframahaldandi varðahald, en lög kveða svo á um að lögreglu sé ekki heimilt að halda mönnum í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna lengur en tólf vikur.

Sigurður er eiginmaður Sunnu Elviru sem sætti farbanni um nokkurra vikna skeið, eftir að hafa  lamast við fall á heimili sínu á Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert