Nær að bera saman Ísland og Katar

Pallborðsumræður á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar: Guðmundur Hálfdanarson, Kristín Loftsdóttir, Eiríkur Bergmann, ...
Pallborðsumræður á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar: Guðmundur Hálfdanarson, Kristín Loftsdóttir, Eiríkur Bergmann, Bergur Ebbi Benediktsson og Hulda Þórisdóttir. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson

Ísland ætti að hætta að bera sig saman við önnur ríki í Evrópu þegar rætt er um þjóðernispopúlisma. Nær væri að bera sig saman við önnur fámenn en auðug ríki eins og Katar þegar kemur að innflytjendum. Þetta er meðal þess sem kom fram í pallborðsumræðum um lýðskrum og þjóðernispopúlisma á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.

Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur og lögfræðingur, stakk upp á þessu eftir að fram kom í erindi á ráðstefnunni að samkvæmt niðurstöðum íslensku kosn­inga­rann­sókn­ar­innar töldu um 35% þeirra sem tóku þátt í rannsókninni 2007 að inn­flytj­endur væru alvar­leg ógn við þjóð­ar­ein­kenni Íslendinga en þetta hlutfall hefur lækkað mjög síðan samfara aukinni jákvæðni í garð innflytjenda samkvæmt niðurstöðum úr spurningalista rannsóknarinnar sem lögð er fyrir kjósendur í alþingiskosningum. 

Kjósendur Flokks fólksins og Dögunar árið 2016 voru líklegastir til þess aðhyllast popúlisma að því er fram kom í erindi Huldu Þórisdóttur, dósents við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar HÍ í morgun.

Ísland markaðssett sem tákn hreinleika náttúru og þjóðar

Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, segir að rasismi hér á landi snúi ekki endilega að innflytjendum heldur einnig að íslenskum börnum og ungmennum sem eru dökk á hörund. Rannsóknir sýni að þau þurfa sífellt að útskýra tilurð sína og þrátt fyrir að vera ekki útilokuð í samfélaginu þá endurspeglar þetta orðræðuna um hvíta Íslendinginn sem er afkomandi víkinga.

Þetta megi jafnvel sjá í auglýsingum og markaðssetningu á Íslandi sem ferðamannalandi. Þar sem Ísland er staðsett út frá hreinleika náttúru og þjóðar. Þar sem hvítir Íslendingar, kannski með rjóðar kinnar, borða skyr í Bláa lóninu eða úti í náttúrunni.  

Eiríkur Bergmann, prófessor við stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, segir að þjóðernispopúlismi snúist einkum um þrennt: Hann ali á ótta gagnvart utanaðkomandi ógn, innanlandselíta sé sökuð um að svíkja þjóð sína og þeir sem ala á óttanum stilli sér upp sem vörn gegn þessu.

Oft er horft aftur í tíma og lögð áhersla á að endurvekja fornar rætur, til að mynda hvítir karlar þurfi að verja hvítar konur gegn brúnum körlum sem eru annarrar trúar.

„Við og þið“

Eiríkur, Hulda og Kristín tóku þátt í málstofu sem nefndist Lýðskrum og þjóðernishyggja: Er Ísland sér á báti? Þau komu inn á það sjálfskipaða hlutverk sem popúlistar telja sig hafa: Að tala fyrir hönd venjulegs fólks „við og þið“ –„hið góða og hið illa“. Popúlistinn stillir sér upp sem vörn gegn þeim óæskilegu.

Oft tengist þetta umræðu um óöryggi innan þjóðfélaga, svo sem þegar kemur að atvinnu og lífeyrisréttindum. Fólk upplifi sem það búi við meira óöryggi en áður án þess kannski að gera það. Oft sé hægt að skella skuldinni á þá sem eru túlkaðir sem hinir. Þeir sem ógn stafi af. 

Kristín nefndi, sem dæmi um ógnina sem fólk telji sig standa frammi fyrir, umræðuna í Evrópu um flóttamannavandann svokallaða. Talað eins og vandinn sé ríkjanna sem taka á móti flóttafólkinu en ekki vandi fólksins sem neyðist til þess að flýja.

Sendum fólk úr landi í skjóli nætur

Hér á Íslandi má sjá þetta í þeirri umgjörð sem er um brottvísun hælisleitenda en héðan er fólk sent úr landi í skjóli nætur líkt og það sé glæpamenn. Nema glæpamenn eru ekki sendir úr landi í skjóli nætur hér á Íslandi heldur fólk sem er á flótta.

Hulda Þórisdóttir segir að hingað til hafi flokkar sem hægt sé að fella undir þjóðernispopúlisma átt erfitt uppdráttar á Íslandi. Þeir flokkar sem hægt er að skilgreina þannig eru afar fátíðir, sennilega einna helst Frjálslyndi flokkurinn eins og hann var skipaður í kosningunum 2007. Síðan hafi Framsóknarflokkurinn daðrað við hann í borgarstjórnarkosningunum 2014, Íslenska þjóðfylkingin árið 2016 og Flokkur fólksins það sama ár. Ekki liggja fyrir niðurstöður úr íslensku kosningarannsókninni frá 2017.

Niðurstaða rannsókna sýni að að fáir líti á innflytjendur sem alvarlega ógn við þjóðareinkenni Íslendinga og í raun séu sífellt færri sem séu á þeirri skoðun, líkt og fram kom í tölum sem Hulda kynnti á ráðstefnunni. Á sama tíma hefur útlendingum sem búsettir eru á Íslandi fjölgað og hafa aldrei verið fleiri en nú. Ekki er munur á milli kynja en aukinn afstöðumunur er á milli aldurshópa og eins menntunarstigs. Það er því eldra sem þýðið er því fleiri líta á innflytjendur sem ógn.

Erum jákvæðari í garð innflytjenda en flest önnur ríki Evrópu

Í stórri alþjóðlegri rannsókn, European Social Survey, sést að Íslendingar eru jákvæðari í garð innflytjenda en flest önnur þátttökuríki.

Eiríkur bendir á að í þessu samhengi sé fróðlegt að skoða Frjálslynda flokkinn sem mældist á haustdögum 2006 með 2% fylgi. Næsta mánuð á eftir skrifuðu helstu forystumenn flokksins fjölmargar greinar í blöð þar sem þeir vöruðu við fjölgun múslima á Íslandi. Aðeins mánuði síðar var flokkurinn mældur í þjóðarpúlsi Gallup með 11% fylgi. Flokkurinn fékk fjóra menn kjörna á þing vorið 2007.

Laundóttir Hitlers og Obama stofnaði Ríki íslams

Að sögn Eiríks er oft álitið að þeir sem tilheyra þessum hópi sé fólk á jaðrinum en þannig sé alls ekki alltaf farið því stjórnmálamenn eins og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafa sett fram ýmsar samsæriskenningar.

Til að mynda hélt Trump því fram að hópur múslima í Bandaríkjunum hafi fagnað falli Tvíburaturnanna og að Barack Obama hafi stofnað vígasamtökin Ríki íslams. Minna hefur farið fyrir því að hann hafi lagt fram sannanir fyrir ummælum sínum.

Pútín hefur verið harðorður í garð Vesturlandabúa og jafnvel haldið því fram að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sé laundóttir Adolfs Hitler. Nýjasta útspilið sé að Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, ætli sér að gera alla hvíta karla ófrjóa, segir Eiríkur.

Í pallborðsumræðum kom fram ákveðin bjartsýni í máli Bergs Ebba. Hann segist upplifa það þannig að yngra fólk sé opnara og víðsýnna en eldra fólk. Hann nefnir þar aukin ferðalög yngra fólks sem hafi ferðast til útlanda allt frá barnæsku. Eins skipti þar máli samfélagsmiðlar og netnotkun. Þjóðernispopúlismi verði alltaf til en hann breytist.

Íslamfóbía tengir saman ólíka hópa

Guðmundur Hálfdanarson, forseti hugvísindasviðs, segir að þetta megi meðal annars sjá í því að Trump ráðist ekki á innflytjendur sem slíka heldur eigin þjóð. Fólk sem búsett er í Bandaríkjunum og hefur alltaf búið þar en eigi sér rætur annars staðar.

Hægt sé að taka Belgíu sem dæmi þar sem fjölmörg þjóðarbrot búa en þar er íslamfóbía notuð til þess að tengja saman ólíka hópa gegn múslimum. Alið á óttanum – við og þið.

Að sögn Kristínar snúast fordómar gagnvart múslimum í Evrópu að ógninni við þjóðríkið og sérstöðu Evrópu. Eiríkur segir merkilegt að sjá hvernig múslimar eru gerðir að táknmynd fyrir hina ytri ógn hér á landi. Í landi þar sem afar fáir múslimar búa og það sé ekki ein gata á landinu öllu sem ber þess merki að þar búi eða starfi múslimar. Það sé í eðli sínu snúið að vera í andstöðu við eitthvað sem ekki er til. Hulda segir að þar sé Ísland ekki sér á báti því sama eigi við um Finna og Pólverja þar sem andúð á múslimum sé rík þrátt fyrir að fáir múslimar búi í ríkjunum tveimur.

Í lok pallborðsumræðanna lagði Bergur Ebbi til að Ísland hætti að bera sig saman við önnur ríki í Evrópu og Bandaríkin. Heldur ættu Íslendingar að snúa sér að öðrum ríkjum í samanburði á andúð í garð innflytjenda. 

Á Íslandi séu 15% vinnuafls útlendingar og 9% íbúa séu af fyrstu eða annarri kynslóð innflytjenda. Hér ætti að skoða þetta út frá elítuhugmyndinni um Íslendinginn og sinnuleysi hans gagnvart þessum hópi.

Bergur Ebbi segir að Íslendingar eigi hér miklu meira sameiginlegt með fámennum ríkjum og auðugum eins og Katar og fleiri olíuríkjum. Löndum eins og Íslandi, þar sem vinnuaflið er flutt inn og öllum er í raun og veru sama um það. Þannig að löndin skora ekki hátt á kvarðanum yfir hatur á innflytjendum einfaldlega vegna þess að fólki er nákvæmlega sama um farandverkamennina sem þar starfa.

mbl.is

Innlent »

Sólveig hjólar í ritstjóra Markaðarins

00:02 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hjólar í Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, í pistli sem hún birtir á Facebook nú í kvöld, en þar segir hún leiðara Harðar í Fréttablaðinu á föstudaginn lýsa „sturlaðri“ stemmningu í „herbúðum óvina vinnandi stétta.“ Meira »

Bílvelta í Öxnadal

Í gær, 21:43 Fólksbíll á leið inn Öxnadal valt eftir að hafa runnið af þjóðveginum vegna hálku rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir einstaklingar, sem voru í bílnum, voru fluttir til skoðunar á Sjúkrahúsið á Akureyri með minniháttar meiðsl. Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri. Meira »

Komin í húsaskjól eftir skógarvistina

Í gær, 20:34 Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og börn þeirra, Leo og Leona, sem flúðu til Frakklands frá Þýskalandi eft­ir að um­sókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi og áður í Þýskalandi var hafnað, eru nú komin í húsaskjól eftir að hafa hafist við í tjaldi úti skógi. Meira »

Rannsaka leka í Euro Market málinu

Í gær, 20:26 Lögreglan á Vesturlandi er nú með til rannsóknar leka á viðkvæmu trúnaðarskjali frá lögreglu sem rataði til verjanda í svokölluðu Euro Market-máli. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV, sem segir trúnaðarskjalið vera minnisblað sem mörg lögregluembætti höfðu aðgang. Meira »

Smíða síðustu bobbingana

Í gær, 19:11 „Við erum bara á síðustu metrunum og ég sé ekki annað en að tæki og tól fari í brotajárn, sem er bara hreinasta hörmung,“ segir Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Stáldeildarinnar á Akureyri. Meira »

60 þúsund á mánuði fyrir bókaskrif

Í gær, 19:00 Rithöfundur sem selur 1.500 eintök af bók sinni fær í sinn hlut tæpa eina og hálfa milljón króna í verktakalaun. Að baki getur legið tveggja ára vinna. Hvert fara þá allir peningarnir? Meira »

Hlýnun jarðar kallar á aukið samstarf

Í gær, 18:42 Alþjóðlegt vísindasamstarf er forsenda þess að unnt verði að skilja og bregðast við afleiðingum hlýnunar jarðar á umhverfi og samfélög á norðurslóðum. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er hún ávarpaði gesti á þingi Hringborði norðursins. Meira »

Æfðu björgun við krefjandi aðstæður

Í gær, 18:30 Slökkviliðsmenn frá Laugarvatni og Reykholti æfðu björgun í virkjunum Landsvirkjunar og Orku náttúrunnar á Nesjavöllum í gær. Æfingunum er ætlað að viðhalda þekkingu viðbragðsaðila þegar eitthvað kemur upp á í þessum tilteknu kringumstæðum. Meira »

Gangi út fyrir sig og aðrar konur

Í gær, 17:59 „Við erum að núna að setja kröfuna á atvinnurekendur og opinberar stofnanir um að það verði raunverulega settir í gang ferlar og verklagsferlar. Eins og hefur komið í ljós væri synd að segja að þetta sé allt saman komið í lag,“ segir Maríanna Clara Lúthersdóttir, verkefnastýra Kvennafrís 2018. Meira »

Eldur í rusli í Varmadal

Í gær, 16:28 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fór á fimmta tímanum í dag í útkall vegna elds í rusli og smádóti í Varmadal á Kjalarnesi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var í fyrstu talið að um húsbruna væri að ræða. Dregið var úr viðbúnaði eftir að annað kom í ljós. Meira »

Föðursystirin var ekki böðull

Í gær, 16:00 Þegar Burt Reynolds dó uppgötvaði undirrituð að hann var ekki Tom Selleck. Þar til þá hafði ég haldið að þeir væru einn og sami maðurinn. Um daginn hitti ég mann og þurfti að útskýra fyrir honum að Stefán Hilmarsson og Sigmundur Ernir væru ekki hálfbræður. Hann hafði líka haldið það hálfa ævina. Meira »

Aðgerðir vegna aukningar í nýgengi örorku

Í gær, 15:45 Nýgengi örorku og fyrirbyggjandi aðgerðir voru til umræðu á Þingvöllum á K100 í morgun en gestir Páls Magnússonar, þingmanns og þáttastjórnanda, voru þau Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingarsjóðs, og Þórunn Gunnarsdóttir, iðjuþjálfi frá Virk. Meira »

Vill sjá meiri samvinnu Hafró og útgerða

Í gær, 15:22 „Öðru fremur hefur það verið pólitíkin og þessi pólitíski rétttrúnaður um það að aldrei megi leita að neinu úr smiðju útvegsmanna, sem hefur verið til skaða,“ segir Binni í Vinnslustöðinni. 200 mílur tóku hann tali í vikunni vegna fyrirhugaðrar loðnuleitar, en enginn kvóti hefur verið gefinn út fyrir loðnuvertíðina eftir að ekki fannst nægt magn af loðnu í loðnuleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Jón fyrirgefur ljót skrif um sig

Í gær, 14:53 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður hefur ákveðið að fyrirgefa konunum sem létu ljót ummæli falla um hann í lokaða Facebook-hópnum „Karlar að gera merkilega hluti“. Jón Steinar skrifaði grein í Morgunblaðið á föstudaginn þar sem hann sagði frá ummælunum. Meira »

Sóttu mikið slasaðan skipverja

Í gær, 14:48 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var kölluð út til þess að sækja mikið slasaðan skipverja filippeysks flutningaskips nú fyrir hádegi. Skipið var statt um 60 sjómílur suðaustan við Vestmannaeyjar þegar þyrlu Landhelgisgæslunnar bar að á ellefta tímanum í dag. Meira »

Ekki eins og rúða í stofuglugganum

Í gær, 14:28 Brot í rúðu flugstjórnarklefa í farþegavél Icelandair sem kom upp í flugi frá Orlando til Reykjavíkur í gær var aðeins í ysta lagi rúðunnar, sem er eitt lag af mörgum. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við mbl.is. Meira »

Mál Áslaugar enn til skoðunar

Í gær, 13:13 Mál Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var sagt upp störfum sem forstöðumanni einstaklingsmarkaðar Orku náttúrunnar, er enn til skoðunar hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og hefur hún ekki fengið skýringar á því hvers vegna henni var sagt upp. Þetta skrifar Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, á Facebook í dag. Meira »

Mun ekki höfða mál gegn femínistunum

Í gær, 12:37 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður ætlar ekki að höfða mál gegn femínistunum sem höfðu um hann ljót ummæli á lokaða Facebook-svæðinu „Karlar gera merkilega hluti“. Jón Steinar var gestur Páls Magnússonar í þjóðmálaþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Ójöfn lýsing á Reykjanesbraut

Í gær, 10:26 Vegfarendur á Reykjanesbraut hafa gert athugasemdir við nýja ljósastaura sem settir hafa verið upp við veginn. Ljósið sé mjög skært við staurana en algert myrkur sé þess í milli. Svæðisstjóri hjá Vegagerðinni segir að tekin hafi verið meðvituð ákvörðun um að uppfylla ekki lýsingarstaðla. Meira »
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 ....
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 .... www.egat.is sími 8626194...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...