Nær að bera saman Ísland og Katar

Pallborðsumræður á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar: Guðmundur Hálfdanarson, Kristín Loftsdóttir, Eiríkur Bergmann, ...
Pallborðsumræður á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar: Guðmundur Hálfdanarson, Kristín Loftsdóttir, Eiríkur Bergmann, Bergur Ebbi Benediktsson og Hulda Þórisdóttir. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson

Ísland ætti að hætta að bera sig saman við önnur ríki í Evrópu þegar rætt er um þjóðernispopúlisma. Nær væri að bera sig saman við önnur fámenn en auðug ríki eins og Katar þegar kemur að innflytjendum. Þetta er meðal þess sem kom fram í pallborðsumræðum um lýðskrum og þjóðernispopúlisma á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.

Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur og lögfræðingur, stakk upp á þessu eftir að fram kom í erindi á ráðstefnunni að samkvæmt niðurstöðum íslensku kosn­inga­rann­sókn­ar­innar töldu um 35% þeirra sem tóku þátt í rannsókninni 2007 að inn­flytj­endur væru alvar­leg ógn við þjóð­ar­ein­kenni Íslendinga en þetta hlutfall hefur lækkað mjög síðan samfara aukinni jákvæðni í garð innflytjenda samkvæmt niðurstöðum úr spurningalista rannsóknarinnar sem lögð er fyrir kjósendur í alþingiskosningum. 

Kjósendur Flokks fólksins og Dögunar árið 2016 voru líklegastir til þess aðhyllast popúlisma að því er fram kom í erindi Huldu Þórisdóttur, dósents við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar HÍ í morgun.

Ísland markaðssett sem tákn hreinleika náttúru og þjóðar

Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, segir að rasismi hér á landi snúi ekki endilega að innflytjendum heldur einnig að íslenskum börnum og ungmennum sem eru dökk á hörund. Rannsóknir sýni að þau þurfa sífellt að útskýra tilurð sína og þrátt fyrir að vera ekki útilokuð í samfélaginu þá endurspeglar þetta orðræðuna um hvíta Íslendinginn sem er afkomandi víkinga.

Þetta megi jafnvel sjá í auglýsingum og markaðssetningu á Íslandi sem ferðamannalandi. Þar sem Ísland er staðsett út frá hreinleika náttúru og þjóðar. Þar sem hvítir Íslendingar, kannski með rjóðar kinnar, borða skyr í Bláa lóninu eða úti í náttúrunni.  

Eiríkur Bergmann, prófessor við stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, segir að þjóðernispopúlismi snúist einkum um þrennt: Hann ali á ótta gagnvart utanaðkomandi ógn, innanlandselíta sé sökuð um að svíkja þjóð sína og þeir sem ala á óttanum stilli sér upp sem vörn gegn þessu.

Oft er horft aftur í tíma og lögð áhersla á að endurvekja fornar rætur, til að mynda hvítir karlar þurfi að verja hvítar konur gegn brúnum körlum sem eru annarrar trúar.

„Við og þið“

Eiríkur, Hulda og Kristín tóku þátt í málstofu sem nefndist Lýðskrum og þjóðernishyggja: Er Ísland sér á báti? Þau komu inn á það sjálfskipaða hlutverk sem popúlistar telja sig hafa: Að tala fyrir hönd venjulegs fólks „við og þið“ –„hið góða og hið illa“. Popúlistinn stillir sér upp sem vörn gegn þeim óæskilegu.

Oft tengist þetta umræðu um óöryggi innan þjóðfélaga, svo sem þegar kemur að atvinnu og lífeyrisréttindum. Fólk upplifi sem það búi við meira óöryggi en áður án þess kannski að gera það. Oft sé hægt að skella skuldinni á þá sem eru túlkaðir sem hinir. Þeir sem ógn stafi af. 

Kristín nefndi, sem dæmi um ógnina sem fólk telji sig standa frammi fyrir, umræðuna í Evrópu um flóttamannavandann svokallaða. Talað eins og vandinn sé ríkjanna sem taka á móti flóttafólkinu en ekki vandi fólksins sem neyðist til þess að flýja.

Sendum fólk úr landi í skjóli nætur

Hér á Íslandi má sjá þetta í þeirri umgjörð sem er um brottvísun hælisleitenda en héðan er fólk sent úr landi í skjóli nætur líkt og það sé glæpamenn. Nema glæpamenn eru ekki sendir úr landi í skjóli nætur hér á Íslandi heldur fólk sem er á flótta.

Hulda Þórisdóttir segir að hingað til hafi flokkar sem hægt sé að fella undir þjóðernispopúlisma átt erfitt uppdráttar á Íslandi. Þeir flokkar sem hægt er að skilgreina þannig eru afar fátíðir, sennilega einna helst Frjálslyndi flokkurinn eins og hann var skipaður í kosningunum 2007. Síðan hafi Framsóknarflokkurinn daðrað við hann í borgarstjórnarkosningunum 2014, Íslenska þjóðfylkingin árið 2016 og Flokkur fólksins það sama ár. Ekki liggja fyrir niðurstöður úr íslensku kosningarannsókninni frá 2017.

Niðurstaða rannsókna sýni að að fáir líti á innflytjendur sem alvarlega ógn við þjóðareinkenni Íslendinga og í raun séu sífellt færri sem séu á þeirri skoðun, líkt og fram kom í tölum sem Hulda kynnti á ráðstefnunni. Á sama tíma hefur útlendingum sem búsettir eru á Íslandi fjölgað og hafa aldrei verið fleiri en nú. Ekki er munur á milli kynja en aukinn afstöðumunur er á milli aldurshópa og eins menntunarstigs. Það er því eldra sem þýðið er því fleiri líta á innflytjendur sem ógn.

Erum jákvæðari í garð innflytjenda en flest önnur ríki Evrópu

Í stórri alþjóðlegri rannsókn, European Social Survey, sést að Íslendingar eru jákvæðari í garð innflytjenda en flest önnur þátttökuríki.

Eiríkur bendir á að í þessu samhengi sé fróðlegt að skoða Frjálslynda flokkinn sem mældist á haustdögum 2006 með 2% fylgi. Næsta mánuð á eftir skrifuðu helstu forystumenn flokksins fjölmargar greinar í blöð þar sem þeir vöruðu við fjölgun múslima á Íslandi. Aðeins mánuði síðar var flokkurinn mældur í þjóðarpúlsi Gallup með 11% fylgi. Flokkurinn fékk fjóra menn kjörna á þing vorið 2007.

Laundóttir Hitlers og Obama stofnaði Ríki íslams

Að sögn Eiríks er oft álitið að þeir sem tilheyra þessum hópi sé fólk á jaðrinum en þannig sé alls ekki alltaf farið því stjórnmálamenn eins og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafa sett fram ýmsar samsæriskenningar.

Til að mynda hélt Trump því fram að hópur múslima í Bandaríkjunum hafi fagnað falli Tvíburaturnanna og að Barack Obama hafi stofnað vígasamtökin Ríki íslams. Minna hefur farið fyrir því að hann hafi lagt fram sannanir fyrir ummælum sínum.

Pútín hefur verið harðorður í garð Vesturlandabúa og jafnvel haldið því fram að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sé laundóttir Adolfs Hitler. Nýjasta útspilið sé að Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, ætli sér að gera alla hvíta karla ófrjóa, segir Eiríkur.

Í pallborðsumræðum kom fram ákveðin bjartsýni í máli Bergs Ebba. Hann segist upplifa það þannig að yngra fólk sé opnara og víðsýnna en eldra fólk. Hann nefnir þar aukin ferðalög yngra fólks sem hafi ferðast til útlanda allt frá barnæsku. Eins skipti þar máli samfélagsmiðlar og netnotkun. Þjóðernispopúlismi verði alltaf til en hann breytist.

Íslamfóbía tengir saman ólíka hópa

Guðmundur Hálfdanarson, forseti hugvísindasviðs, segir að þetta megi meðal annars sjá í því að Trump ráðist ekki á innflytjendur sem slíka heldur eigin þjóð. Fólk sem búsett er í Bandaríkjunum og hefur alltaf búið þar en eigi sér rætur annars staðar.

Hægt sé að taka Belgíu sem dæmi þar sem fjölmörg þjóðarbrot búa en þar er íslamfóbía notuð til þess að tengja saman ólíka hópa gegn múslimum. Alið á óttanum – við og þið.

Að sögn Kristínar snúast fordómar gagnvart múslimum í Evrópu að ógninni við þjóðríkið og sérstöðu Evrópu. Eiríkur segir merkilegt að sjá hvernig múslimar eru gerðir að táknmynd fyrir hina ytri ógn hér á landi. Í landi þar sem afar fáir múslimar búa og það sé ekki ein gata á landinu öllu sem ber þess merki að þar búi eða starfi múslimar. Það sé í eðli sínu snúið að vera í andstöðu við eitthvað sem ekki er til. Hulda segir að þar sé Ísland ekki sér á báti því sama eigi við um Finna og Pólverja þar sem andúð á múslimum sé rík þrátt fyrir að fáir múslimar búi í ríkjunum tveimur.

Í lok pallborðsumræðanna lagði Bergur Ebbi til að Ísland hætti að bera sig saman við önnur ríki í Evrópu og Bandaríkin. Heldur ættu Íslendingar að snúa sér að öðrum ríkjum í samanburði á andúð í garð innflytjenda. 

Á Íslandi séu 15% vinnuafls útlendingar og 9% íbúa séu af fyrstu eða annarri kynslóð innflytjenda. Hér ætti að skoða þetta út frá elítuhugmyndinni um Íslendinginn og sinnuleysi hans gagnvart þessum hópi.

Bergur Ebbi segir að Íslendingar eigi hér miklu meira sameiginlegt með fámennum ríkjum og auðugum eins og Katar og fleiri olíuríkjum. Löndum eins og Íslandi, þar sem vinnuaflið er flutt inn og öllum er í raun og veru sama um það. Þannig að löndin skora ekki hátt á kvarðanum yfir hatur á innflytjendum einfaldlega vegna þess að fólki er nákvæmlega sama um farandverkamennina sem þar starfa.

mbl.is

Innlent »

Veður ætti ekki að hafa áhrif á kjörsókn

Í gær, 23:06 Útlit er fyrir vætusaman kjördag á öllu landinu á morgun, að minnsta kosti framan af degi. „Það er þessi mikla úrkoma á sunnan- og vestanverður landinu í fyrramálið og svo rignir áfram suðvestantil alveg fram á kvöld en styttir upp á Norðvestur- og Norðurlandi,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is Meira »

Stofnendur WOW Cyclothon þáðu björgun

Í gær, 22:45 Þátttakendur í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon munu safna áheitum fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg, annað árið í röð. Í keppninni, sem verður haldin í sjöunda sinn dagana 26. - 30. júní , hjóla einstaklingar og lið hringinn í kringum Ísland. Meira »

Um 20.000 hafa kosið utan kjörfundar

Í gær, 22:28 Um 20.300 manns hafa kosið utan kjör­fund­ar á land­inu öllu sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sýslu­mann­in­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Þá hafa 13.296 kosið hjá embætt­inu. Í dag kusu 2318 manns í utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu sem fer fram í versl­un­ar­miðstöðinni Smáralind. Meira »

„Þetta eru ansi langar pípur“

Í gær, 22:06 Tekist var hart á í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins í kvöld þar sem oddvitar framboðanna í Reykjavík ræddu um þau málefni sem helst hafa verið til umræðu í kosningabaráttunni undanfarnar vikur og mánuði í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna á morgun. Meira »

75 ára gekk einn á Hvannadalshnúk

Í gær, 21:15 „Þetta er mest tilviljanakenndi hlutur sem ég hef nokkurn tíma lent í,“ segir fjallaleiðsögumaðurinn Sigurður Ragnarsson í samtali við mbl.is, sem varð fyrir óvæntri uppákomu þegar hann rakst á hinn 75 ára Luigi Rampini á Hvannadalshnúk. Meira »

Grunnskólakennarar undirrita kjarasamning

Í gær, 20:59 Samn­inga­nefnd­ir Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Kenn­ara­sam­bands Íslands vegna Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara (FG) und­ir­rituðu nýj­an kjara­samn­ing síðdeg­is. Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands kemur fram að samningurinn gildi til 30. júní 2019. Meira »

Mokka fagnar sextíu árum

Í gær, 20:35 Mokka-Kaffi var opnað 24. maí 1958 og átti því 60 ára afmæli í gær. Hjónin Guðný Guðjónsdóttir og Guðmundur Baldursson stofnuðu staðinn en börnin þeirra sjá að stórum hluta um hann í dag. Meira »

Tífaldur pottur í Eurojackpot í næstu viku

Í gær, 20:16 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Potturinn verður því tífaldur í næstu viku. Fjórir skiptu með sér öðrum vinningi og hlýtur hver 287 milljónir króna. Tveir miðanna voru keyptir á Ítalíu, einn í Danmörku og einn í Þýskalandi. Meira »

Heldur einn í ævintýraför

Í gær, 20:05 „Ert þú ekki að fara?“ var það fyrsta sem Kristófer Arnar Einarsson, stuðningsmaður Liverpool, sagði þegar blaðamaður ræddi við hann. Kristófer er „að sjálfsögðu“ á leið til Kiev þar sem Liverpool mætir Real Madríd í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu annað kvöld. Meira »

Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum

Í gær, 20:04 „Við erum heppin núna þar sem síðast þegar það kom svona mikil úrkoma var svo mikill klaki alls staðar að það urðu flóð hér og þar í borginni,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. Gert er ráð fyrir óvenjumikilli úrkomu á Suður- og Suðvesturlandi í nótt og alla helgina. Meira »

Eitt bréf getur svipt fólk lífsviðurværinu

Í gær, 18:35 „Bráðavandi fólks í dag snýr að húsnæði,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á opnum fundi sem haldinn var á Hotel Natura í dag. Ragnar Þór og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, ræddu húsnæðisvandann og fátækt í Reykjavík. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Í gær, 18:29 Sjö flokkar verða með fulltrúa í borgarstjórn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup sem gerð var fyrir Rúv. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 28,3 prósenta fylgi og er stærsti flokkurinn í borginni. Samfylkingin fær næstmest fylgi samkvæmt könnuninni, eða 26 prósent. Meira »

Allt gert til að börnin tjái sig ekki

Í gær, 18:20 „Við þurfum að ræða hvort sakamálalögin verndi brotaþola nægilega mikið og tryggi réttindi þeirra,“ sagði yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, í erindi sínu „Skýrslutaka af barni á rannsóknarstigi“ á ráðstefnu um kynferðisbrot sem haldin var í dag. Meira »

Vilja gera Sigríði að heiðursborgara

Í gær, 18:15 Tillaga hefur verið lögð fram af Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óháðum í Skagafirði um að Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagafjarðar, verði gerð að heiðursborgara sveitarfélagsins fyrir starf sitt að safnamálum og menningarmálum undanfarna þrjá áratugi og brautryðjendastarf við uppbyggingu safnsins. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

Í gær, 18:05 Landsréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigurði Kristinssyni, fyrrverandi eiganda verktakafyrirtækisins SS húsa, frá 18. maí en hann er grunaður um að vera viðriðinn innflutning á 5 kílóum af amfetamíni til landsins. Meira »

Sumarlokanir á LSH lengri en í fyrra

Í gær, 17:58 Gera má ráð fyrir að lokanir á deildum Landspítala vegna sumarleyfa verði lengri í ár en í fyrra. Þetta kemur fram í föstudagspistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Líkamsleifarnar af Arturi

Í gær, 17:50 Staðfest hefur verið að líkamsleifar sem fundust undan ströndum Snæfellsness í febrúar séu af Arturi Jarmoszko sem saknað hafði verið frá því í mars í fyrra. Lögreglan telur ekki að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins. Meira »

Fimmtán skráningar felldar niður

Í gær, 16:37 Þjóðskrá Íslands hefur fellt niður lögheimilisskráningar 15 af þeim 18 einstaklingum sem skráðu lögheimili sitt í Árneshreppi á stuttu tímabili í vor. Tvær skráningar voru samþykktar, þar af annað málið á grundvelli endurupptökuheimildar, og í einu máli sendi einstaklingur beiðni um leiðréttingu sem var samþykkt. Meira »

Segir rök Vilhjálms ekki sannfærandi

Í gær, 16:27 „Þetta er að mínu mati alveg fjarstæðukennt,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, um áform Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, verjanda Guðmundar Andra Ástráðssonar, að vísa máli skjólstæðings síns til Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »
Eyðslulítill Yaris
Til sölu Mjög góður Yaris 2005 með glænýja kúplingu Tilboð óskast í þennan bíl ...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatns og olíuhelt áklæði, svartir o...
Armbönd
...
 
Forstöðumaður hornbrekku
Stjórnunarstörf
Laus staða í Fjallabyggð STAÐA HJÚKRU...
Organisti í háteigskirkju
Listir
Organisti í Háteigskirkju ...
Sölumaður
Sölu/markaðsstörf
...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...