Öxi lokað vegna vatnaskemmda

Horft af Öxi.
Horft af Öxi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Öxi er lokuð vegna vatnaskemmda, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni en varað er við skriðuföllum á Austurlandi og Suðausturlandi vegna vatnavaxta.

Greiðfært er um allt land á þeim vegum sem á annað borð eru opnir á þessum árstíma. Akstursbann er á nokkrum sumarvegum.

Vegna viðhaldsvinnu er gert ráð fyrir umferðartöfum í Strákagöngum í kvöld frá kl. 22:00 og fram á nótt.

„Hvalfjarðargöng verða lokuð fimm nætur í næstu viku, vegna viðhalds og þrifa. Lokað verður frá miðnætti til kl. 6 að morgni aðfaranótt mánudags 23. apríl til og með aðfaranótt föstudags 27. apríl – þ.e. yfir nóttina frá sunnudagskvöldi fram á föstudagsmorgun,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert