Stroktíðni úr opnum fangelsum hækkaði um 50%

Fáir fangar hafa flúið úr fangelsum á Íslandi og þess …
Fáir fangar hafa flúið úr fangelsum á Íslandi og þess vegna hækkaði flótti Sindra Þórs Stefánssonar tíðnina verulega. mbl.is/Hari

Þegar Sindri Þór Stefánsson flúði út um glugga á Sogni fjölgaði íslenskum strokuföngum úr opnum fangelsum um 50% fyrir tímabilið 2007 þar til í dag. Má því segja að strok séu óalgeng hér á landi.

Samkvæmt tölfræði frá Fangelsismálastofnun kemur fram að á árunum 2007 þar til í dag hafa þrír fangar strokið úr opnum fangelsum hér á landi, en á sama tímabili struku fjórir úr lokuðum fangelsum. Þar sem fangafjöldi hér á landi er talsvert minni er ekki óeðlilegt að tíðni sé minni á Íslandi. 

Talsvert meira er um strok úr lokuðum fangelsum á hverja 100 þúsund fangadaga á Íslandi árin 2007-2016 heldur en á Norðurlöndunum. Á sama tíma er talsvert minna um að strokið sé úr opnum fangelsum. Við skoðun gagna Fangelsismálastofnunar kemur í ljós að strok á hverja 100 þúsund fangadaga úr lokuðum fangelsum er 10 á Íslandi á meðan það er 1 í Svíþjóð, 4 í Noregi, 6 í Finnlandi og 7 í Danmörku.

Þess bera að geta að enginn hefur strokið úr lokuðu fangelsi á Íslandi frá árinu 2012. Þá voru gerðar öryggisúrbætur á Litla-Hrauni sem kostuðu vel á annað hundrað milljónir króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert