Ashkenazy hlaut fálkaorðuna

Vladimir Ashkenazy heldur á fálkaorðunni.
Vladimir Ashkenazy heldur á fálkaorðunni. Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon

Forseti Íslands sæmdi í dag Vladimir Ashkenazy, hljómsveitarstjóra og píanista, stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu.

Hann hlaut orðuna fyrir framlag sitt  til íslenskrar menningar og tónlistarlífs við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, að því er kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu.

mbl.is