Byrjað að hita upp fyrri ofninn

Verksmiðjan hefur safnað upp birgðum af hráefnum sem landað er …
Verksmiðjan hefur safnað upp birgðum af hráefnum sem landað er í Húsavíkurhöfn. Við framleiðsluna er notað kvars og kolefni, meðal annars kol og trjákurl. Tréð er flutt inn frá Finnlandi og bútað niður í verksmiðjunni. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Byrjað verður að hita fyrri ofn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík í dag eða næstu daga. Ef uppkeyrslan gengur að óskum skilar ofninn fyrstu afurðunum eftir um það bil tíu daga.

„Þetta er gríðarlega stór áfangi í verkefni sem lengi hefur verið unnið að,“ segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC BakkiSilicon hf., í umfjöllun um verksmiðjuna í Morgunblaðinu í dag.

Fjöldi starfsmanna á vegum aðalverktaka kísilversins, þýska fyrirtækisins SMS Group, hefur unnið að byggingu verksmiðjunnar. Framkvæmdir hafa gengið vel að undanförnu og nú er komið að því að gangsetja fyrri ljósbogaofn þessa áfanga en ofninn ber heitið Birta. Ofn númer tvö sem tekinn verður í notkun í kjölfarið hefur fengið heitið Bogi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert