Fær borgað fyrir að ferðast um heiminn

Alexandra hefur ferðast víða með Tillotson-fjölskyldunni síðustu mánuði og trúir ...
Alexandra hefur ferðast víða með Tillotson-fjölskyldunni síðustu mánuði og trúir varla hvað hún er heppin.

„Ég skil ekki hvernig ég get verið verið svona heppin,“ segir Alexandra Kristjánsdóttir sem síðustu sex mánuði hefur ferðast um heiminn með fimm manna bandarískri fjölskyldu og sinnt starfi kennara og barnfóstru, ásamt því að taka þátt í öllum ævintýrum þeirra. Sem eru jafn fjölbreytt og skemmtileg og þau eru mörg.

Sagan af því hvernig hún fékk starfið er eiginlega alveg ótrúleg, og Alexandra segist reglulega þurfa að klípa sig til að átta sig á því að hana er ekki að dreyma, heldur er um að ræða raunverulegt líf hennar.

Það var í janúar á síðasta ári sem hjónin Derek og Kenzie Tillotson auglýstu, í líflegu myndbandi á Youtube, eftir barnfóstru (travel nanny) til að slást í för með fjölskyldunni á ferðalagi um heiminn. Þá höfðu þau selt húsið sitt í Utah í Bandaríkjunum til að geta ferðast með börnunum sínum þremur. Myndbandið vakti mikla athygli og fór í dreifingu víða sem varð til þess að umsóknirnar hrúguðust inn.

24 þúsund manns sóttu um starfið

Alexandra sá myndbandið á Facebook og vissi strax að þetta var eitthvað fyrir hana. „Þetta er auðvitað draumastarf í mínum huga. Að fá borgað fyrir að ferðast um heiminn, vinna með börnum og kenna. Algjör draumur í dós. Þannig ég ákvað um leið að sækja um. Ég var byrjuð að gera mitt eigið myndband til að senda þeim þegar ég sá að þau voru búin að fá svo marga umsækjendur að þau ákváðu að loka fyrir frekari umsóknir áður en umsóknarfresturinn rann út,“ segir Alexandra sem stödd var í Hong Kong þegar blaðamaður náði tali af henni. Þá höfðu rúmlega 24 þúsund einstaklingar sótt um starfið og þótti Tillotson-hjónunum nóg um.

Hún var eðlilega alveg miður sín og ræddi vonbrigðin við foreldra sína. Þau hafa alltaf hvatt hana til að elta drauma sína og það var einmitt það sem þau gerðu í þessu tilfelli. Ef hún virkilega vildi fá starfið þá ætti hún einfaldlega að ganga á eftir því og gera sitt besta. „Það er svo rétt hjá þeim. Ef maður reynir ekki og gerir ekki sitt allra besta, hvernig getur maður þá búist við að draumar sínir rætist? Þetta er líka spurning um að vera sáttur við sjálfan sig. Vita að maður hafi gert allt sem maður gat. Ég er ótrúlega fegin að þau sögðu þetta við mig.“

Hún vatt sér því í að útbúa nokkur myndbönd með kynningu á sjálfri sér, sem og heimasíðu með greinargóðum upplýsingum sem hún sendi þeim. „Þetta virkaði, ég náði athygli þeirra og komst í viðtöl. Sem var mjög stórt dæmi. En til að gera langa sögu stutta þá fékk ég ekki starfið þarna í janúar í fyrra.“

Tímasetningin var alveg klikkuð

Alexandra komst alla leið í lokaviðtölin en önnur stelpa fékk starfið. Sú kynntist hins vegar strák og trúlofaði sig áður en lagt var af stað í ferðina og aðskilnaðurinn varð henni mjög erfiður. Hún fór þó af stað með þeim en eftir nokkrar vikur tóku hún og fjölskyldan sameiginlega ákvörðun um að það væri öllum fyrir bestu að hún sneri aftur heim og ný barnfóstra yrði ráðin.

„Þau höfðu því samband við nokkra sem höfðu verið í lokaviðtölunum og ég var ein af þeim. Ég fór í annað viðtal og daginn áður en ég átti að byrja í Háskóla Íslands sendu þau mér skilaboð og sögðust endilega vilja fá mig með í ferðalagið. Ég grét af gleði,“ segir Alexandra og hlær þegar hún rifjar þetta upp. Skilaboðin komu mjög óvænt þegar hún var í óða önn að undirbúa sig fyrir háskólalífið á Íslandi.

„Ég var búin fá leiguíbúð og var að fara að skrifa undir leigusamning. Ef þau hefðu haft samband við mig viku síðar, þá hefði ég verið byrjuð í háskólanum og búin að skrifa undir leigusamninginn. Það hefði verið meira mál að rífa mig upp og fara. Tímasetningin var því alveg klikkuð og passaði akkúrat.“

Höfðu bara átt samskipti í gegnum Skype

Viku síðar hafði Alexandra pakkað lífi sínu niður í tösku og flaug af stað á vit ævintýranna, en hún hitti fjölskylduna í Búdapest. Þau höfðu þá eingöngu átt samskipti í gegnum Skype en aldrei hist í eigin persónu. Það kom hins vegar ekki að sök.

„Mér leist rosalega vel á þau og þeim á mig. Við smullum bara strax saman. Það er svo mikilvægt þegar fólk ferðast saman og á í svona nánum samskiptum, að fólk fíli hvort annað. Að fólk geti hlegið yfir bröndurum hvors annars og fleira í þeim dúr. Nú höfum við ferðast saman í rúmlega hálft ár og eigum rúma fimm mánuði eftir. Fyrir jól ferðuðumst við aðallega um Evrópu, en fórum líka til Marokkó og Ísrael, en eftir jól höfum við verið að ferðast um Eyjaálfu, Asíu og Suður-Afríku. Þau byrjuðu að ferðast innan Bandríkjanna og hittu fjölskylduna sína. Svo höfðu þau farið til nokkurra landa í Evrópu áður en ég hitti þau. Það voru eiginlega allt lönd sem ég hafði komið til, þannig það skipti mig engu máli,“ segir Alexandra kímin.

Áður en hún slóst í för með þeim hafði fjölskyldan meðal annars heimsótt Ísland þar sem þau hittu fyrir frænku hennar sem ferðaðist töluvert með þeim. Alexandra hitti þau hins vegar ekki á Íslandi, en þau hafa einmitt svolítið hlegið að því. „Nokkrum vikum síðar hafði Íslendingurinn slegist í för með þeim,“ segir hún hlæjandi.

Myndi gera þetta án þess að fá borgað 

Starfið og ferðalagið hefur svo sannarlega staðist væntingar Alexöndru og vel rúmlega það. „Ég myndi gera þetta án þess að fá borgað fyrir þetta. Ég er að upplifa svo margt. Það er eiginlega ekki hægt að meta það allt til fjár. Allt það sem ég er að sjá, tækifærið til að bera saman mismunandi menningarheima á stuttum tíma og upplifanir sem ég myndi annars aldrei fá tækifæri til að upplifa. Það eru svo mikil verðmæti fólgin í þessu. Þetta er líka svo yndisleg fjölskylda. Þau eru svo gjafmild og með risastór hjörtu, ég mun eiga mjög erfitt með að kveðja þau þegar þar að kemur.“

Alexandra tekur í raun þátt í öllu því sem fjölskyldan gerir, en á virkum dögum kennir hún tveimur eldri strákunum, Porter og Beckett, meðal annars lestur, skrift, ensku, stærðfræði og félagsfræði. Sú litla, Wren, fær líka að vera með, en hún leikur sér á meðan bræðurnir drekka í sig fróðleik.

Alexandra er svo alltaf í fríi um helgar og á kvöldin, fyrir utan eitt kvöld viku, en þá lítur hún eftir börnunum á meðan hjónin gera eitthvað saman tvö. Hún hefur því mikið frelsi til að gera það sem hana langar til á hverjum áfangastað. „Ég hef haft tækifæri til að hitta vini mína sem búa víða um heim og ég hef líka eignast nýja vini. Þegar ferðalög eru lífsstíll þá getur maður ekki skoðað allt, það er ekki hægt til lengri tíma, en um helgar geri ég gjarnan eitthvað sem ekki er hægt að gera með börnum.“

Ekkert ferðaplan eða fyrirfram bókað 

Yfirleitt dvelja þau um vikutíma á hverjum stað og Alexandra segir það mjög passlegt. „Maður nær ekki að upplifa allt landið en það er góður tími til að fá smá innsýn inn í menninguna og samfélagið. Á sumum stöðum er maður alveg tilbúinn að fara, en á öðrum langar mann mikið að vera lengur.“

Ekki var lagt af stað með fastmótað ferðaplan og engir gististaðir voru bókaðir fyrirfram. Næsti áfangastaður ræðst einfaldlega af því hvert þeim langar að fara hverju sinni. „Þau bóka bara það sem þeim hentar eða sýnist. Ef þau eru komin með nóg af Asíu þá er einfaldlega farið eitthvað annað. Fólk hefur einmitt furðað sig á því að við höfum hoppað fram og til baka milli heimsálfa. En við förum bara þangað sem okkur langar til, sem er yndislegt frelsi. Það er samt rosalega mikil vinna að bóka allt jafn óðum og láta allt ganga upp, en þau standa sig mjög vel í því. Við fáum líka stundum fría gistingu og sumt af því sem við gerum er kostað því þau eru með svo marga fylgjendur. Það  hefur verið geggjað gaman.“

Fjölskyldufaðirinn, Derek, útbýr myndbönd á Youtube á hverjum sunnudegi þar sem sýnt er frá öllu sem fjölskyldan gerði vikuna á undan. Þau myndbönd hafa fengið mikið áhorf og bloggsíðan þeirra, Five Take Flight, fær töluverðan lestur.

Gisti í trjáhýsi á einkaeyju

Eitt af því sem stendur upp úr hjá Alexöndru fram að þessu er dvöl á Salómons-eyjum í Kyrrahafinu. „Það var alveg mögnuð vika. Við vorum á lítilli einkaeyju. Við vorum ein á þessari eyju, í húsi sem stóð úti í sjónum, á kóralrifi. Maður hoppaði frá húsinu beint út í sjóinn og það voru allskonar fiskar og hákarlar rétt hjá. Ég gisti sjálf í trjáhúsi sem var ótrúleg upplifun. Þetta var eitthvað sem hafði aldrei hvarflað að mér að ég fengi að upplifa.“

Alexandra deilir upplifunum með fylgjendum sínum á instagram, í máli, myndum og myndböndum, sem öll eru á ensku. Hún bjó í níu ár í Bretlandi, en foreldrar hennar og yngri bróðir búa enn úti. Hún talar því ensku með mjög sterkum breskum hreim. Í Bretlandi fór hún í kennaraakademíu þar sem hún lærði grunnatriði kennslu, en það hefur nýst henni vel í starfinu.

Dreymdi um að leggjast í ferðalög 21 árs

En allt tekur einhvern tíma enda, líka draumaferðlög um heiminn. Alexandra gerir sér grein fyrir því, en hún leggur sig þó fram um að lifa í núinu og njóta.

Hún gerir ráð fyrir því að það verði mjög erfitt að fara að lifa venjulegu lífi eftir þetta ævintýri, en hún ætlar hugsanlega að fara í einhvers konar sjálfboðastarf þegar ferðalaginu lýkur, jafnvel sinna kennslu.

Hún vonast til að hennar saga verði öðrum hvatning til að láta drauma sína rætast og kenni fólki að gefast ekki upp við mótlæti. „Ég vil endilega hvetja fólk til elta draumana sína. Það er ótrúlegt hvað er hægt að gera. Mig hafði dreymt um að ferðast frá því ég var 14 ára og ég sagði alltaf að ég ætlaði að fara af stað þegar ég væri 21 árs, sem er alveg ótrúlegt því ég fékk starfið þegar ég var á þeim aldri og byrjaði að ferðast. Draumurinn minn er því að rætast. Ég er lifa drauminn minn þrátt fyrir að hafa mætt mótstöðu í fyrstu.“

Hér má sjá myndbandið með auglýsingunni:

mbl.is

Innlent »

Viðbrögðin jafn vitlaus og ummælin

22:18 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir lítinn hóp vinstri manna virðast telja sig dómara um hvað sé siðferðilega rétt og virðist þar taka undir með pistli sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins birtir á vef sínum í dag. Meira »

„Allt að því vitlaust veður“ á morgun

21:52 „Það hvessir jafnt og þétt eftir því sem líður á morgundaginn. Eftir kl. 17–18 þá verður þetta orðið helvíti slæmt undir Eyjafjöllunum og allra syðst á landinu en þetta gengur nokkuð hratt yfir þannig að um tíu annað kvöld er strax farið að draga stórlega úr þessu allra syðst,“ segir veðurfræðingur. Meira »

Snjóleysi hefur áhrif á sölu jólatrjáa

20:30 Sala á jólatrjám gengur nokkuð vel þrátt fyrir að landsmenn séu margir hverjir ekki enn komnir í jólaskap sökum snjóleysis og almennra leiðinda þegar kemur að veðri. Normannsþinur og íslensk fura í stærðinni 1,5 – 2 metrar eru vinsælustu tegundirnar. Forseti Íslands keypti sér danskt jólatré. Meira »

Gefa geitur, skólastofur og smokka

19:45 Um árabil hefur verið hægt að styrkja góð málefni um hátíðarnar með gjafabréfum. Sífellt bætist í flóruna og verkefnin sem hægt er að styrkja eru mörg. Salan er mikilvæg fjáröflun fyrir samtök og stofnanir á borð við Hjálparstarf kirkjunnar, UNICEF á Íslandi og UNWomen. Meira »

Hálkan lúmsk á Norðurlandi

18:50 „Þetta er ekki að fólk sé illa búið eða glæfraakstur sem veldur. Þetta er aðallega hversu lúmsk hálkan er,“ segir Hilmar Hilmarsson, lögreglumaður á Norðurlandi vestra, í samtali við mbl.is. Fimm umferðaróhöpp hafa átt sér stað í umdæminu um helgina og er aðallega um bílveltur að ræða. Engin alvarleg slys hafa orðið á fólki. Meira »

Eiga rétt á að velja hvar þeir búa

18:30 Það er klárt brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að þvinga einstakling til búsetu einhvers staðar, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. RÚV greindi í gær frá karlmanni með alvarlegan geðsjúkdóm sem var komið fyrir á sveitabæ á Austurlandi því ekki voru önnur úrræði í boði. Meira »

„Milljón væri stórsigur“

18:00 Söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði sem fer fram með vikulöngum róðri í verslun Under Armour í Kringlunni gengur gríðarlega vel og upphaflega markmiðinu hefur þegar verið náð. Talið er að milli ríflega sex hundrað þúsund krónur hafi safnast nú þegar og mórallinn er góður. Meira »

„Það er tundurdufl – skipið er að sökkva!“

17:02 Þrír hildarleikir á þremur árum eru umfjöllunarefni nýjustu bókar Óttars Sveinssonar. Með góðfúslegu leyfi Óttars er hér stuttlega gripið niður í einn þeirra atburða sem greint er frá. Meira »

Ekki áður í svo stórum verkefnum

16:02 Reykjavíkurborg og íslenska ríkið eru formlega búin að sækja um að fá að halda 33. verðlaunahátíð evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. Þetta staðfestir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Meira »

VG og Samfylkingin sitja á bar

15:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti í dag pistil á vefsíðu sinni þar sem velt er upp hver viðbrögð af Klausturmálinu hefðu verið ef annar flokkur en Miðflokkurinn ætti í hlut. Segist hann hafa fengið að birta pistilinn og kveðst vona að einhverjum þyki þetta jafn áhugavert og sér. Meira »

Veggjöld samþykkt eftir áramót

14:01 Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir að samgönguáætlun verði afgreidd snemma á nýju ári. Full samstaða er meðal ríkisstjórnarflokkanna um afgreiðslu samgönguáætlunar en samkomulag var gert milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um að samgönguáætlun verði í forgangi þegar þing kemur saman að nýju eftir jólafrí. Meira »

„Þarna er mikilvægum áfanga náð“

13:23 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir niðurstöðuna á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í Póllandi í gær vera mikilvægan áfanga þó að enn standi ákveðin atriði út af sem þurfi að klára á ráðstefnunni að ári. Meira »

Brýnt að allir njóti ávaxta uppsveiflu

12:31 Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikið upp úr efnahagslegum umsvifum, hagvexti og drift í atvinnulífinu þannig að leggja megi meira til þeirra sem á aðstoð þurfa að halda. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Þingvöllum. Meira »

Skaðabótaskylda vegna falls í stiga

10:45 Veitingastaður hefur verið dæmdur skaðabótaskyldur vegna slyss sem kona varð fyrir í stiga þar árið 2015. Féll konan í stiganum, en í málinu var meðal annars tekist á um hvort öryggi hefði verið nægt í stiganum, en þar voru engin handrið þegar slysið átti sér stað. Meira »

Mátti gera fjárnám vegna skattbrots

09:40 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í vikunni beiðni karlmanns um að ógilda fjárnám sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði gert. Fjárnámið var gert vegna skuldar mannsins við sýslumann í kjölfar dóms sem hann hlaut árið 2013 í skattamáli. Hafði hann verið dæmdur til að greiða 64 milljónir vegna vangoldins virðisaukaskatts. Meira »

Bjarni Benediktsson mætir á Þingvelli

08:30 Störfum Alþingis var frestað nú á föstudaginn eftir að hafa lokið afgreiðslu fjölmargra mála nú í desember, meðal annars fjárlaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætir í þjóðmálaþáttinn Þingvelli í dag. Meira »

Enn ein lægðin gengur yfir á morgun

08:22 Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu með vaxandi vindi þar sem búast má við 15-23 m/s víða um land og allt að 28 m/s um tíma syðst á landinu auk hvassari hviða. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Greiðfært en hálka víða

07:43 Víðast er vel greiðfært á landinu, en hálku og hálkubletti má finna víða. Hellisheiði er til að mynda orðin auð, en hálka er á Mosfellsheiði, Kjósarskarði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Snæfellsnesi og Bröttubrekku. Meira »

Eldur í jólaskreytingu í Borgartúni

07:12 Eldur kom upp í jólaskreytingu í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík rétt fyrir miðnætti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang, en eldurinn var minniháttar og hafði verið slökktur þegar slökkviliðið kom á staðinn. Meira »
BOKIN.IS BÆKUR TIL SÖLU BOKIN.IS TEIKNIMYNDASÖGUR -mikið úrval -BOKIN.IS ÚRVAL MYNDLISTARBÓKA á bokin.is BOKIN.IS
BOKIN.IS RÚMLEGA 14 000 BÆKUR TIL SÖLU Á BOKIN.IS EFTIR INNSKRÁNINGU Á BOKIN...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...