Góð mæting á sumardaginn fyrsta

Skrúðgangan var farin frá Grímsbæ að Bústaðakirkju.
Skrúðgangan var farin frá Grímsbæ að Bústaðakirkju. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hátíðarhöld skátafélaga vegna sumardagsins fyrsta hafa farið fram víða um land í dag.

Í Bústaðahverfinu í Reykjavík stóð skátafélagið Garðbúar fyrir skrúðgöngu frá Grímsbæ að Bústaðakirkju.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagskrá hófst í Bústaðakirkju klukkan 13.30 og hálftíma síðar hófu skátarnir sölu á candyfloss í Víkinni. Auk þess gátu krakkarnir farið í leiktæki og skipulagða leiki.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Að sögn Nönnu Guðrúnar Bjarnadóttur úr skátafélaginu Garðbúum gekk viðburðurinn mjög vel fyrir sig og var mætingin góð hjá hverfisbúum. Búið var að spá rigningu en ekkert varð af henni.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við vorum mjög heppin með það. Þetta var ekta íslenskur sumardagurinn fyrsti, með smá vindi,“ segir hún.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert