Kvíði er eðlileg viðbrögð

Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild Háskóla Ísland
Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild Háskóla Ísland Ljósmynd/Af vef Háskóla Íslands

„Grunnatriði til að skilja kvíða er að átta sig á að hann er náttúruleg viðbrögð. Líkaminn veit ekki að hann er ekki lengur hellisbúi. Kvíði er ósjálfráð viðbrögð sem vernda þig í hættulegum aðstæðum. Þegar þú mætir hættu þá bregst líkaminn við henni,“ segir Urður, sem flutti fyrirlestur um þetta í Háskóla Íslands fyrir skömmu. Þetta er kallað baráttuflóttaviðbrögð og flestir þekkja einhver einkenni. Magaverkur, hraðari hjartsláttur jafnvel öndurnarerfiðleikar. Það skýrist af því að kvíði á sér líffræðilegar skýringar. Sjónin breytist og kenning er um að það að svitna í lófunum sé frumviðbragð til að geta náð betra taki, til dæmis á vopni.

Kvíði getur hjálpað okkur til að takast á við erfiða hluti. Þegar hann er farinn að hamla okkur þá er hann orðinn vandamál. Þegar við erum farin að flýja það sem hræðumst þá erum við farin að tala um kvíðaröskun. „Til dæmis að panta sér tíma hjá tannlækni. Okkur finnst það óþægilegt og við frestum því og upplifum létti og þessi léttir slekkur á þessu viðbragði.“

Mikilvægt að ofvernda börnin ekki

Hún segir að kvíði sé í eðli sínu góður og jafnvel nauðsynlegur. „Þegar við erum að fara að gera eitthvað erfitt þá finnum við fyrir vægum kvíða. Þá skerpist einbeitingin og manni gengur oft betur. Það hjálpar okkur til dæmis í prófum og erfiðum aðstæðum. Við tölum um kvíðaröskun þegar kvíði er farinn að skerða lífsgæði okkar. Þú tekur ekki þátt í einverju sem þú þarft að gera, mætir ekki í skóla eða vinnu eða ert orðinn félagslega einangraður. Þá erum við komin með hömlun og þegar þangað er komið viljum við fara að skoða þetta betur.“

Hún segir líka að það sé mikilvægt að ofvernda ekki börnin og að magna ekki upp aðstæður á þann hátt að börn verði óróleg og tekur dæmi sem eflaust margir þekkja: Þegar barni er fylgt í skólann í fyrsta sinn. „Þá erum við að fara að gera eitthvað nýtt og erum stressuð fyrir hönd barnsins og þá erum við ósjálfrátt að senda þau skilaboð að þetta sé eitthvað hættulegt. Við höldum fastar í þau. Kveðjustundin er löng, með langri rútínu og mörgum kossum. Þetta getur verið fínt ef barnið er glatt og hamingjusamt. En ef ekki erum við að senda skilaboð um að þetta sé hættulegt,“ segir Urður.

Viðtalið við Urði í heild má finna hér

Ísland vaknar alla virka daga á K100 klukkan 06:45-09:00

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert