Skemmdarverk á grjótgarði

Einhver óprúttinn hefur ákveðið að valda spjöllum á grjótgarðinum við …
Einhver óprúttinn hefur ákveðið að valda spjöllum á grjótgarðinum við Miklubraut. mbl.is/​Hari

„Til þessa hefur ekki verið krotað á þessa veggi, þetta er fyrsta krotið. Við höfum ekki fengið tilkynningu um hverjir þetta voru og enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér, en við þiggjum allar ábendingar.“

Þetta segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, um veggjakrot á grjótgarðinn meðfram Miklubraut við Klambratún. Þar er nú búið að úða veggjakroti. Hann segir hreinsun á krotinu vera verk á framkvæmdastigi, og að ekki sé víst hvenær eða hvernig það verði gert en giskaði á háþrýstiþvott. Brugðist sé skjótt við kroti hjá borginni með háþrýstiþvotti, umhverfisvænum hreinsiefnum eða málað yfir krotið.

Særandi og rasísk ummæli gangi fyrir, sérstaklega á skólabyggingum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert