Teikna 250 herbergja hótel nærri Hlíðarfjalli

Fyrirhugað hótel er á þessum slóðum við Hlíðarfjall. Horft er …
Fyrirhugað hótel er á þessum slóðum við Hlíðarfjall. Horft er yfir gamla bæjarstæðið á Hlíðarenda sem áður hét Tyllingur eða Tittlingur. Ljósmynd/Lilja Laufey Davíðsdóttir/Birt með leyfi

Hugmyndir eru um 250 herbergja hótel nærri Hlíðarfjalli á Akureyri. Eigandi lóðarinnar segir málið aðeins vera á hugmyndastigi.

Á vef Akureyrarbæjar var auglýst til kynningar deiliskipulag 3. áfanga Hálanda í landi Hlíðarenda. Frestur til að skila ábendingum rann út í gær. Umrætt landsvæði er með útsýni yfir Akureyrarbæ og nærri skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli.

Skipulags-, arkitekta- og hönnunarstofan Teikn – ráðgjöf og hönnun er skráð fyrir tillögunum. Segir þar jafnframt að „skipulagið sé unnið fyrir hönd landeigenda af Teikn á lofti / Arctic Portal... undir stjórn Halldórs Jóhannssonar landslagsarkitekts og skipulagsráðgjafa.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert