Tuttugu ljósmæður sagt upp

Ljósmæður og stuðningsfólk á Austurvelli.
Ljósmæður og stuðningsfólk á Austurvelli. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Tuttugu ljósmæður höfðu sagt upp störfum sínum á Landspítalanum undir kvöld í fyrradag, samkvæmt upplýsingum spítalans. Þann dag hafði ein uppsögn bæst við, eftir árangurslausan fund samninganefnda ljósmæðra og ríkisins.

Ljósmæðurnar sem sagt hafa upp störfum eru í um 13 stöðugildum, flestar á kvenna- og barnasviði spítalans. Á Landspítalanum eru um 150 ljósmæður í um það bil 100 stöðugildum. Ekki er vitað til þess að ljósmæður hjá öðrum stofnunum hafi sagt störfum sínum lausum.

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaramálaráðs Ljósmæðrafélags Íslands, sagðist í gær ekki hafa yfirlit yfir hversu margar ljósmæður hefðu sagt upp störfum. Vissi hún þó til þess að einhverjar væru með uppsagnarbréf tilbúin í tölvunni og áformuðu að senda þau ef ekkert nýtt gerðist í kjaradeilunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert