Vilja ekki borga skólagjöld karla

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is/Ómar

Hjúkrunarfræðinemar eru ósáttir við ákvörðun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, um að greiða skólagjöld karlkyns hjúkrunarnema.

Þetta segir Sigurður Ýmir Sigurjónsson, forseti sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, í samtali við RÚV.

Hann óttast að nemendur muni flosna upp úr hjúkrunarfræði af þessum sökum.

Tvö prósent hjúkrunarfræðinga hérlendis eru karlar.

Sigurður segir alla peninga sem FÍH eigi og noti fengna úr félagsgjöldum hjúkrunarfræðinema.

„Það er illa litið á það að félagsgjöld hjúkrunarfræðinga skuli fara í það að borga karlmenn í nám,“ segir hann í samtali við RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert