Bæta þarf mönnun

Of fáir voru til að sinna því sem þurfti þegar …
Of fáir voru til að sinna því sem þurfti þegar reykur kom upp í vélarrúmi hvalaskoðunarbátsins Hauks 2016. Öryggistillögur liggja fyrir. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Mönnun áhafna farþegabáta er eitt þeirra atriða sem rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skoðað og gert um tillögur í öryggisátt.

Í brennidepli hefur verið atvik sem varð sumarið 2016 þegar reykur kom upp í vélarrúmi hvalaskoðunarbáts frá Húsavík. Aðeins tveir voru í áhöfn og komu skipverjar því á framfæri að þeir hefðu verið of fáliðaðir í þeim hættulegu aðstæðum sem uppi voru.

„Ef allt er í stakasta lagi dugar auðvitað alveg að tveir séu um borð, en þegar eitthvað bregður út af horfir málið öðruvísi við. Á farþegaskipum á það sérstaklega við, til dæmis ef eldra fólk er um borð í skipi eða bát sem þarf að yfirgefa í skyndingu,“ segir Jón Árelíus Ingólfsson, rannsóknastjóri siglingasviðs hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert