Fjögur gæðaverkefni hlutu styrk

Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ásamt styrkþegum við úthlutunina.
Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ásamt styrkþegum við úthlutunina. Ljósmynd/Velferðarráðuneytið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti styrki til fjögurra gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu í vikunni.

Gæðastyrkirnir hafa verið veittir frá 2001 og eru hugsaðir til þess að stuðla að umbótastarfi, nýbreytni og auknum gæðum heilbrigðisþjónustunnar.

Um styrkina bárust 45 umsóknir vegna fjölbreyttra verkefna og var úthlutunarnefnd skipuð þremur fulltrúum velferðarráðuneytisins. Þau verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni voru eftirfarandi: Flæðisvið Landspítala hlaut styrk til verkefnis um styttingu meðferðartíma á bráða- og göngudeild, veittur var styrkur til verkefnis um fjarþjónustu á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, innkirtladeild Landspítalans hlaut styrk til að skima fyrir sjónkvillum hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 1 og menntadeild Landspítalans hlaut styrk vegna gerðar fræðsluefnis fyrir sjúklinga um örugga dvöl á sjúkrahúsum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert