Fjölskyldufaðir á flótta

Sindri Þór Stefánsson hefur verið á flótta síðan á þriðjudag.
Sindri Þór Stefánsson hefur verið á flótta síðan á þriðjudag.

„Hann verður að gefa sig fram. Annars stendur það sem hefur verið ákveðið nú þegar,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um strokufangann Sindra Þór Stefánsson sem strauk úr fangelsinu á Sogni aðfaranótt þriðjudags. Hann komst með flugi til Svíþjóðar morguninn eftir, áður en nokkur hafði gert sér grein fyrir því að hann var horfinn úr herbergi sínu. Talið er að hann hafi komist út um glugga.

Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Sindra og vegabréf hans hefur verið ógilt. Framvísi hann því einhver staðar kemur hann fram á válista. Ólafur Helgi segir lögreglu ekki ætla að hvika frá þessu og getur Sindri því ekki gert sér neinar vonir um að sleppa við handtöku erlendis hafi lögregla hendur í hári hans þar. Það besta sem hann geti gert í stöðunni sé því að gefa sig fram á næstu lögreglustöð, hvar sem hann er staddur.

Sindri hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi síðan 2. fe­brú­ar síðastliðinn vegna gruns um aðild að stór­felld­um þjófnaði á tölvu­búnaði úr gagna­veri. Alls var um 600 tölv­um stolið og talið er að verðmæti þeirra nemi um 200 millj­ón­um króna. Er um að ræða stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar.

Vill ekki vera handtekinn í öðru landi

Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að hann vildi síst af öllu verða handtekinn í öðru landi þar sem framsalsferlið væri mjög þungt og tæki langan tíma. Sagði hann aðila vera „að vinna saman“ og átti þar við lögreglu og Sindra, með hann sem milligöngumann. Ólafur Helgi segir það hins vegar ekki rétt. Enginn samvinna sé í gangi. Slíkt hefði verið hægt alveg þangað til yfirlýsingin kom, en það sé ekki í boði lengur.

Ef Sindri ákveður að gefa sig fram þá fer að sögn Ólafs Helga af stað ákveðið ferli sem miðar að því að koma honum til Íslands. Hann segir hins vegar of snemmt að velta því fyrir sér.

Í yfirlýsingu sem Sindri sendi Fréttablaðinu segist hann ekki hafa búist við að alþjóðleg handtökuskipun yrði gefin út á hendur honum og hann stimplaður strokufangi, enda taldi hann sig frjálsan ferða sinna.

Hann hafi verið leidd­ur fyr­ir dóm­ara síðastliðinn þriðju­dag, dag­inn sem gæsluvarðhaldsúr­sk­urður­inn féll úr gildi, en dóm­ari hafi tekið sér sól­ar­hringsfrest til að ákveða hvort varðhaldið yrði framlengt. Sindri seg­ist í kjöl­farið hafa verið upp­lýst­ur um að í raun væri hann frjáls ferða sinna, en að hann yrði hand­tek­inn ef hann yf­ir­gæfi fang­elsið án skýr­inga.

Bar fyrir sig geðrænan vanda í varðhaldi

Í sömu yfirlýsingu segist Sindri geta verið á flótta eins lengi og hann vilji en hann hafi ekki áhuga á því. Hann vilji takast á við málið á Íslandi og ætli sér því að koma heim fljótlega.

Það má líka spyrja sig að því hve mikið úthald maður eins og Sindri hefur til að vera í felum og á flótta, en hann er fjölskyldumaður; kvæntur og á þrjú ung börn. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Sindra kemur hins vegar fram að hann hafi nýlega selt búslóð sína og verið að flytja úr landi þegar hann var handtekinn. Taldi lögregla að hann myndi reyna að komast úr landi eða reyna að koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar yrði honum ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi.

Í greinargerð með kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald kemur einnig fram að Sindri hafi ekki verið samvinnuþýður við rannsókn málsins og hafi rannsóknin af þeim sökum tekið lengri tíma en ella. Þá taldi lögregla einsýnt að hann myndi ná takmarki brotsins, hagnast á því og halda áfram brotum sætti hann ekki varðhaldi.

Líkur eru á því að Sindri hafi reynt að spila á kerfið með margvíslegum hætti, meðal annars á fangelsismálayfirvöld, en samkvæmt heimildum mbl.is bar hann fyrir geðrænan vanda á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. Mögulegt er að það hafi ráðið úrslitum þegar ákvörðun var tekin um að hann skyldi vistaður í opnu fangelsi á Sogni. Sindri sat fyrstu tvo mánuðina í gæsluvarðhaldi í fang­els­inu á Hólms­heiði en var flutt­ur á Sogn tíu dögum áður en hann strauk. Hann sætti sí­brota­gæslu vegna fyrri brota, sem tengj­ast meðal ann­ars kanna­bis­rækt­un.

Leigubílstjórinn gaf sig loks fram

Ólafur Helgi segir yfirlýsingu Sindra ekki hafa nein áhrif á aðgerðir lögreglu vegna flótta hans. Lögregla haldi áfram að leita hans með aðstoð erlendra lögregluyfirvalda, en grunur leikur á því að hann sé staddur á Spáni. Þó liggja þó ekki fyrir óyggjandi sannanir þess eðlis.

Korta­færsl­ur Sindra geta varpað nán­ara ljósi á það hvar hann er niður­kom­inn, en dóms­úrsk­urð þarf til þess að viðskipta­bank­ar veiti slík­ar upp­lýs­ing­ar. Ólafur Helgi segir það vera í skoðun hvort óskað verði eftir slíkum dómsúrskurði.

Leigubílstjóri sem keyrði Sindra út á flugvöll á þriðjudagsmorgun gaf sig loks fram í dag, en lögregla hafði leitað hans. Hann gaf skýrslu en er ekki grunaður um neitt saknæmt. Vitnisburður hans varpaði hins vegar ekki frekara ljósi á það hvar Sindri er niðurkominn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skútuþjófurinn í farbann

22:08 Héraðsdómur Vestfjarða hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um að maðurinn sem sigldi seglskútu í heimildarleysi úr höfn á Ísafirði aðfararnótt sunnudags sæti farbanni. Meira »

Íslenskir nemar elstir og tekjuhæstir

21:03 Íslenskir háskólanemar eru þeir elstu í Evrópu, eiga fleiri börn og eru með hærri tekjur en háskólanemar í öðrum Evrópulöndum, en kostnaður íslenskra háskólanema vegna fæðis og húsnæðis er um tvöfalt hærri en meðaltalið er í Evrópu. Meira »

Sveitarstjórn mótmælir seinagangi

20:58 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir seinagangi vegna gistináttaskatts í ályktun sem var samþykkt á dögunum.  Meira »

Kröfugerð VR samþykkt

20:32 Kröfugerð VR fyrir komandi kjaraviðræður var samþykkt á fundi trúnaðarráðs í kvöld. Í kröfugerðinni kemur fram að markmið kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmana. Meira »

Vilja láta rjúpuna njóta vafans

20:24 „Það er ljóst að við ofmetum rjúpnastofninn og það er skylda Náttúrufræðistofnunnar að hvetja til varfærni í tengslum við nytjar,“ segir fuglafræðingar hjá Náttúrufræðistofnun. Stofnunin hafi því ákveðið að miða rjúpnaveiðiráðgjöf sína við Vesturland í stað Norðausturlands eins og hefð sé fyrir. Meira »

Minnir á Bakkabræður

20:18 Veiðigjöld á útgerðir eru ósanngjörn og gríðarlegur munur er á veiðigjöldum eftir fisktegundum, segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Meira »

Hagsýni er kvenfélagskonum í blóð borin

20:05 „Kvenfélög hafa nú sem endranær mikilvægu hlutverki að gegna. Í ýmsum líknar- og velferðarmálum úti um allt land hefur mjög munað um framlag kvenfélaganna, enda er starfsemi félaganna öflug mjög víða, og áherslumál að styðja góð málefni í nærsamfélaginu. Á árabilinu 2007 til 2017 var þetta samanlagt stuðningur upp á einn milljarð króna,“ segir Guðrún Þórðardóttir, formaður Kvenfélagasambands Íslands. Meira »

„Ég var ekki aðalhönnuður verksins“

19:30 Arkitekt hjá Arkibúllunni segir reikninga fyrirtækisins vegna braggans við Nauthólsveg ekki óvenjuháa og að tímarnir séu ekki óvenjulega margir í ljósi þess hve verkefnið dróst á langinn. Meira »

Kvartað yfir aðstæðum í skólamötuneyti

19:11 Umboðsmaður barna sendi síðasta vor bréf til Hafnarfjarðarbæjar eftir að embættinu hafði borist ábending vegna aðstæðna í skólamötuneyti í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Meira »

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

18:57 Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Meira »

Músarrindill, glókollur og rjúpa

18:43 Fuglalífið í Hrísey hefur sjaldan verið blómlegra en nú. Þegar sumrin eru góð og áfallalaus verður viðkoma fuglanna góð og lífið dafnar. Alls verpa um 40 tegundir fugla í eynni og mér finnst alltaf ævintýrið eitt að fylgjast með lífi þeirra,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, fuglaáhugamaður á Akureyri. Hann á sínar rætur í Hrísey og hefur síðan í æsku fylgst vel með fuglalífinu þar. Meira »

„Innri endurskoðun hlífir engum“

18:41 „Það var gott að það var farið fram á að innri endurskoðun tæki út þessar framkvæmdir og viðhald við Írabakka,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, um úttekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Öðruvísi staðið að framkvæmdum núna

17:55 „Ég fagna því að það hafi verið ráðist í þessa úttekt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn um út­tekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Nauðganir öflugt vopn í stríði

17:55 Kynferðislegt ofbeldi á ekkert sammerkt með kynlífi heldur er það glæpur og er notað sem valdatæki segir Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins. Nauðganir eru öflugt vopn á átakasvæðum og rödd Íslands skiptir máli þegar kemur að mannréttindum segir hann. Meira »

Hljóp á brott frá lögreglunni

17:52 Ökumaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði stöðvað í Grafarvogi vegna gruns um ölvunarakstur hljóp úr bíl sínum á brott frá lögreglunni um fimmleytið í dag. Meira »

Fiskeldi í Reyðarfirði fyrir dóm

17:50 Mál málsóknarfélagsins Náttúruverndar 2 á hendur Matvælastofnun og Löxum fiskeldi ehf. verður flutt fyrir Héraðsdómi Reykjaness 15. nóvember. Meira »

Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

17:24 Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær.   Meira »

Sigurvissir Svisslendingar

17:20 Þeir voru sigurvissir stuðningsmenn svissneska landsliðsins sem voru í miðbænum í dag og biðu eftir landsleiknum við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld. Minnugir stórsigursins í síðasta leik spá þeir sínum mönnum öruggum sigri. Meira »

EES-samningurinn ekki til endurskoðunar

17:01 Ekki kemur til greina að endurskoða EES-samning Íslands vegna úrskurða EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar þess efnis að ólögmætt sé að takmarka innflutning á fersku kjöti. „Það hvarflar ekki einu sinni að mér,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Meira »
Tjarnarmyri íbúð
Íbúð með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergi. Húsgögnum, fullbúið eldhús, svalir,...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Peysur
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Peysur Sími 588 8050. - vertu vinur...