Fjölskyldufaðir á flótta

Sindri Þór Stefánsson hefur verið á flótta síðan á þriðjudag.
Sindri Þór Stefánsson hefur verið á flótta síðan á þriðjudag.

„Hann verður að gefa sig fram. Annars stendur það sem hefur verið ákveðið nú þegar,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um strokufangann Sindra Þór Stefánsson sem strauk úr fangelsinu á Sogni aðfaranótt þriðjudags. Hann komst með flugi til Svíþjóðar morguninn eftir, áður en nokkur hafði gert sér grein fyrir því að hann var horfinn úr herbergi sínu. Talið er að hann hafi komist út um glugga.

Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Sindra og vegabréf hans hefur verið ógilt. Framvísi hann því einhver staðar kemur hann fram á válista. Ólafur Helgi segir lögreglu ekki ætla að hvika frá þessu og getur Sindri því ekki gert sér neinar vonir um að sleppa við handtöku erlendis hafi lögregla hendur í hári hans þar. Það besta sem hann geti gert í stöðunni sé því að gefa sig fram á næstu lögreglustöð, hvar sem hann er staddur.

Sindri hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi síðan 2. fe­brú­ar síðastliðinn vegna gruns um aðild að stór­felld­um þjófnaði á tölvu­búnaði úr gagna­veri. Alls var um 600 tölv­um stolið og talið er að verðmæti þeirra nemi um 200 millj­ón­um króna. Er um að ræða stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar.

Vill ekki vera handtekinn í öðru landi

Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að hann vildi síst af öllu verða handtekinn í öðru landi þar sem framsalsferlið væri mjög þungt og tæki langan tíma. Sagði hann aðila vera „að vinna saman“ og átti þar við lögreglu og Sindra, með hann sem milligöngumann. Ólafur Helgi segir það hins vegar ekki rétt. Enginn samvinna sé í gangi. Slíkt hefði verið hægt alveg þangað til yfirlýsingin kom, en það sé ekki í boði lengur.

Ef Sindri ákveður að gefa sig fram þá fer að sögn Ólafs Helga af stað ákveðið ferli sem miðar að því að koma honum til Íslands. Hann segir hins vegar of snemmt að velta því fyrir sér.

Í yfirlýsingu sem Sindri sendi Fréttablaðinu segist hann ekki hafa búist við að alþjóðleg handtökuskipun yrði gefin út á hendur honum og hann stimplaður strokufangi, enda taldi hann sig frjálsan ferða sinna.

Hann hafi verið leidd­ur fyr­ir dóm­ara síðastliðinn þriðju­dag, dag­inn sem gæsluvarðhaldsúr­sk­urður­inn féll úr gildi, en dóm­ari hafi tekið sér sól­ar­hringsfrest til að ákveða hvort varðhaldið yrði framlengt. Sindri seg­ist í kjöl­farið hafa verið upp­lýst­ur um að í raun væri hann frjáls ferða sinna, en að hann yrði hand­tek­inn ef hann yf­ir­gæfi fang­elsið án skýr­inga.

Bar fyrir sig geðrænan vanda í varðhaldi

Í sömu yfirlýsingu segist Sindri geta verið á flótta eins lengi og hann vilji en hann hafi ekki áhuga á því. Hann vilji takast á við málið á Íslandi og ætli sér því að koma heim fljótlega.

Það má líka spyrja sig að því hve mikið úthald maður eins og Sindri hefur til að vera í felum og á flótta, en hann er fjölskyldumaður; kvæntur og á þrjú ung börn. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Sindra kemur hins vegar fram að hann hafi nýlega selt búslóð sína og verið að flytja úr landi þegar hann var handtekinn. Taldi lögregla að hann myndi reyna að komast úr landi eða reyna að koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar yrði honum ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi.

Í greinargerð með kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald kemur einnig fram að Sindri hafi ekki verið samvinnuþýður við rannsókn málsins og hafi rannsóknin af þeim sökum tekið lengri tíma en ella. Þá taldi lögregla einsýnt að hann myndi ná takmarki brotsins, hagnast á því og halda áfram brotum sætti hann ekki varðhaldi.

Líkur eru á því að Sindri hafi reynt að spila á kerfið með margvíslegum hætti, meðal annars á fangelsismálayfirvöld, en samkvæmt heimildum mbl.is bar hann fyrir geðrænan vanda á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. Mögulegt er að það hafi ráðið úrslitum þegar ákvörðun var tekin um að hann skyldi vistaður í opnu fangelsi á Sogni. Sindri sat fyrstu tvo mánuðina í gæsluvarðhaldi í fang­els­inu á Hólms­heiði en var flutt­ur á Sogn tíu dögum áður en hann strauk. Hann sætti sí­brota­gæslu vegna fyrri brota, sem tengj­ast meðal ann­ars kanna­bis­rækt­un.

Leigubílstjórinn gaf sig loks fram

Ólafur Helgi segir yfirlýsingu Sindra ekki hafa nein áhrif á aðgerðir lögreglu vegna flótta hans. Lögregla haldi áfram að leita hans með aðstoð erlendra lögregluyfirvalda, en grunur leikur á því að hann sé staddur á Spáni. Þó liggja þó ekki fyrir óyggjandi sannanir þess eðlis.

Korta­færsl­ur Sindra geta varpað nán­ara ljósi á það hvar hann er niður­kom­inn, en dóms­úrsk­urð þarf til þess að viðskipta­bank­ar veiti slík­ar upp­lýs­ing­ar. Ólafur Helgi segir það vera í skoðun hvort óskað verði eftir slíkum dómsúrskurði.

Leigubílstjóri sem keyrði Sindra út á flugvöll á þriðjudagsmorgun gaf sig loks fram í dag, en lögregla hafði leitað hans. Hann gaf skýrslu en er ekki grunaður um neitt saknæmt. Vitnisburður hans varpaði hins vegar ekki frekara ljósi á það hvar Sindri er niðurkominn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óformlegar þreifingar í gangi

Í gær, 21:25 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist telja að góður meirihluti sé í borgarstjórn fyrir þeim málum sem fyrri meirihluti í borgarstjórn hefur sett á oddinn síðustu ár, m.a. þéttingu byggðar og borgarlínu. Meira »

Áreitti starfsfólk með ógnandi háttarlagi

Í gær, 20:34 Tilkynning barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu skömmu fyrir klukkan 16:00 í dag um karlmann sem var að áreita starfsfólk verslunar í miðbæ Reykjavíkur með ógnandi háttarlagi og framkomu. Meira »

Til í allt nema Sjálfstæðisflokkinn

Í gær, 20:32 Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata segir að enn liggi ekki fyrir hvaða meirihlutamynstur Pírötum hugnist best að taka þátt í. Þó sé alveg ljóst að Píratar vinni ekki með Sjálfstæðisflokki. Meira »

Selkópur fékk lögregluaðstoð

Í gær, 19:52 Lögreglumenn á Akureyri björguðu í morgun selkóp, sem hafði náð að skorða sig á milli tveggja steina í fjörunni við Drottningarbraut. Meira »

„Hefð að stærsti flokkurinn leiði“

Í gær, 19:28 „Sjálfstæðisflokkurinn er langstærstur og það hefur verið svona hefð að stærsti flokkurinn leiði borgarstjórnina. Það var þegar Jón Gnarr vann sinn sigur og svo Samfylkingin og nú erum við með þennan sigur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Bifreið skemmd fyrir utan kosningaskrifstofu

Í gær, 18:26 Skemmdarverk var framið á jeppabifreið sem lagt hafði verið fyrir utan kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins við Kirkjubraut á Akranesi. Meira »

Allt galopið á Fljótsdalshéraði

Í gær, 18:24 Það er allt opið varðandi myndun meirihluta í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs, að sögn Önnu Alexandersdóttur, sem leiddi lista Sjálfstæðisflokks og óháðra. Hún segir engar formlegar viðræður hafa farið fram, en „einhver samtöl“ hafi þó átt sér stað. Meira »

Óbreytt staða eftir endurtalningu

Í gær, 18:05 Fjöldi bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð er óbreyttur eftir endurtalningu atkvæða. Þetta staðfestir fulltrúi yfirkjörstjórnar í samtali við mbl.is. Meira »

Sama samstarf og áður í skoðun

Í gær, 17:34 „Mér finnst eðlilegast í ljósi útkomu kosninganna að skoðað verði hvort þeir geti unnið saman áfram áður en aðrir möguleikar verða kannaðir,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, í samtali við mbl.is. Meira »

Talið aftur í Hafnarfirði á morgun

Í gær, 17:18 Endurtalning atkvæða fer fram í Hafnarfirði á morgun, að beiðni Samfylkingar og Vinstri grænna. Bæði framboðin misstu einn bæjarfulltrúa með örfáum atkvæðum samkvæmt lokatölum. Meira »

Eðlileg staða í ljósi úrslitanna

Í gær, 16:36 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það hið eðlilega í stöðunni að Fyrir Heimaey og Eyjalistinn ræði saman í dag. Það sé það sem búast hafi mátt við eftir úrslit kosninganna, sem sjálfstæðismenn túlki sem skýr skilaboð um að vilji kjósenda sé að breyta til í bænum. Meira »

Staða Ástu óljós

Í gær, 16:32 „Þegar fjórir flokkar standa saman að meirihluta getur það svo sem verið mjög flókið,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar, í samtali við mbl.is. Odd­vit­ar Fram­sóknar og óháðra, Miðflokksins, Áfram Árborg og Sam­fylk­ing­arinnar í Árborg hafa ákveðið að hefja viðræður um mynd­un nýs meiri­hluta í Árborg. Meira »

Viðreisn með pálmann í höndunum

Í gær, 15:53 Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við blaðamann mbl.is tvísýnt hvort Dagur B. Eggertsson nái að halda áfram sem borgarstjóri, jafnvel þótt Samfylkingin myndi ná að mynda meirihluta. Meira »

Sólarhringstöf á flugi Icelandair frá Helsinki

Í gær, 15:48 Vél Icelandair frá Helsinki sem átti að lenda í Keflavík í gærkvöldi stendur enn sem fastast á flugvellinum í Helsinki. Samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, kom upp bilun þegar vélin átti að fara í gærkvöldi. Meira »

Vigdís sér fyrir sér meirihluta

Í gær, 14:56 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, telur að Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Flokkur fólksins eigi margt sameiginlegt og geti myndað meirihluta í borgarstjórn á málefnalegum grundvelli. Meira »

Ræða síðdegis við Eyjalistann

Í gær, 14:38 Framboðið Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjum fundar þessa stundina um niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna sem skiluðu þeim þremur bæjarfulltrúum, en sjö fulltrúar skipa bæjarstjórnina. Meira »

Talið aftur í Fjarðabyggð

Í gær, 13:42 Kjörstjórn í Fjarðabyggð hefur ákveðið að endurtelja atkvæðin í sveitarstjórnarkosningunum frá því í gær.  Meira »

„Hættið að röfla um borgarlínu“

Í gær, 13:24 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að slæmt gengi Vinstri grænna í sveitarstjórnarkosningunum megi rekja til þess að flokkurinn hafi brugðist þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Meira »

Reyna á myndun nýs meirihluta

Í gær, 12:23 Oddvitar fjögurra flokka hafa ákveðið að hefja viðræður um myndun nýs meirihluta í Árborg eftir að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í sveitarfélaginu. Meira »
Ertu með ristilkrabba á byrjunarstigi?
Eftir hægðir setur þú eitt Ez Detect prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð...
VAÐNES - sumarbústaðalóð
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Bækur til sölu
Bækur til sölu 400 ljóðabækur til sölu. Seljast saman á kr. 60 þús. Einnig ævisa...
Stimplar
...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Gön...
Skólastjóri tónlistarskólans
Listir
Laus störf í Skaftárhreppi Starf ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. ...