Hálendisþjóðgarður sterk skilaboð til heimsins

Landslag og jarðminjar innan miðhálendisins eru gríðarlega fjölbreyttar og eintsakar ...
Landslag og jarðminjar innan miðhálendisins eru gríðarlega fjölbreyttar og eintsakar á alþjóðlegan mælikvarða. Mörg svæðanna eru nú þegar friðuð. Hér gefur að líta Þjórsárver úr lofti. mbl.is/RAX

„Ef að okkur Íslendingum tekst að stofna miðhálendisþjóðgarð þá yrðu það gríðarlega sterk skilaboð til heimsins um að Íslandi og Íslendingum sé full alvara með því að vera land sem kynnir sig sem land náttúru og land tækifæra fyrir fólk til þess að njóta hennar,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra á málþinginu Máttur víðernanna á Kirkjubæjarklaustri í gær.

Guðmundur Ingi sagði að þar með væri ekki öll sagan sögð um gildi miðhálendisþjóðgarðs. „Burt séð frá náttúruverndinni þá myndi miðhálendisþjóðgarður skapa gríðarlega mikil tækifæri fyrir byggðirnar í jaðri hans. Það eru raunveruleg tækifæri til staðar fyrir ímynd landsins með aðgerð sem þessari og fyrir atvinnuuppbyggingu í hinum dreifðari byggðum.“

Ráðherrann skipaði í dag þverpólítíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar allra þingflokka á Alþingi auk tveggja fulltrúa sveitarfélaga. Þá sitja fulltrúar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu í nefndinni.

Nefndinni er m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka. Einnig er henni ætlað að fjalla um hugsanlegar aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar, svæðisskiptingu og rekstrarsvæði og greina tækifæri með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf. 

Nefndina skipa:

• Óli Halldórsson, formaður, skipaður af umhverfis- og auðlindaráðherra án tilnefningar
• Líneik Anna Sævarsdóttir, tilnefnd af þingflokki Framsóknarflokks,
• Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, tilnefnd af þingflokki Samfylkingar,
• Halldóra Mogensen, tilnefnd af þingflokki Pírata,
• Bergþór Ólason, tilnefndur af þingflokki Miðflokks,
• Ólafur Ísleifsson, tilnefndur af þingflokki Flokks fólksins,
• Hanna Katrín Friðriksson, tilnefnd af þingflokki Viðreisnar,
• Steingrímur J. Sigfússon, tilnefndur af þingflokki Vinstrihreyfingar - græns framboðs,
• Vilhjálmur Árnason, tilnefndur af þingflokki Sjálfstæðisflokks,
• Valtýr Valtýsson og Dagbjört Jónsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
• Margrét Hallgrímsdóttir, tilnefnd af forsætisráðuneyti.

Með nefndinni starfar Steinar Kaldal verkefnisstjóri, starfsmaður umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

Við störf nefndarinnar verður haft samráð við helstu hagsmunaaðila og almannasamtök, s.s. náttúruverndarsamtök, útvistarsamtök og samtök hagsmunaaðila s.s. í ferðaþjónustu, landbúnaði og orkumálum.

Sérstaðan liggur í fjölbreytninni

Að málþinginu sem Guðmundur Ingi hélt erindi á í gær um miðhálendisþjóðgarðinn stóðu Eldvötn – náttúruverndarsamtök í Skaftárhreppi og var það vel sótt. Þar fluttu m.a. erindi fólk úr Skaftárhreppi sem nýtir víðernin með einhverjum hætti til atvinnusköpunar, s.s. göngu og fjallahjólaferða og útsýnisflugs.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ræddi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á málþingi ...
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ræddi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á málþingi í Skaftárhreppi á sumardeginum fyrsta. mbl.is/Sunna

Guðmundur Ingi sagði margar ástæður fyrir því að Íslendingar ættu að vernda miðhálendi Íslands. Gerði hann orð Þóru Ellenar Þórhallsdóttur, prófessors í grasafræði við Háskóla Íslands, sem lýsir hálendingu með þessum orðum, að sínum:

„Sérstaða miðhálendis Íslands liggur í fjölbreytni landslagsins, framandleika þess og í andstæðunum sem þar birtast í ólíkum náttúrufyrirbærum, litum, formum, mynstrum, þögnum og hljóðum, kyrrð og hreyfingu.“

Guðmundur segir þessi orð Þóru Ellenar ná vel utan um það sem reynt er að ná fram með verndun miðhálendisins. „Það er akkúrat þetta.“

Á miðhálendi Íslands er til dæmis fjöldi jarðfræðifyrirbæra sem finnast hvergi í heiminum á einu og sama svæðinu. Nefndi Guðmundur Ingi einnig stór lindasvæði á jaðri þess sem eru þau stærstu í Evrópu. „Þarna eru miklar andstæður í landslaginu. Á hálendinu sjáum við gróðurvinjar sem kallast á við svarta sanda.“

Guðmundur minnti á að nú þegar eru stór svæðis innan miðhálendisins vernduð eða á náttúruminjaskrá. Þá er stór hluti þess líka þjóðlenda, þ.e. í eigu ríkisins.

„En það má ef til vill leggja helstu áhersluna á víðernin,“ sagði Guðmundur og tók stór óbyggð svæði í Kanada og Bandaríkjunum sem dæmi til samanburðar. „Þegar maður talar um hálendið við Kanadamenn og Bandaríkjamenn þá þarf maður að minna á að í raun eru víðernin okkar merkileg, ekki síst í evrópskum skilningi. Vegna þess að í hinni þéttbyggðu Evrópu er búið að umbylta stórum hluta af landinu.“

Á hálendinu kennir margra grasa, bæði í bókstaflegri merkingu og ...
Á hálendinu kennir margra grasa, bæði í bókstaflegri merkingu og óeiginlegri. Hér blæs gufu úr jörð á Hveravöllum. mbl.is/Rax

Á síðustu árum og áratugum hafa víðerni á Íslandi minnkað verulega eða í kringum 70%, samkvæmt skilgreiningu á stærð þeirra. Því hefur verið spáð að þau muni ekki fyrirfinnast, með sama áframhaldi, eftir hundrað ár. „Að þessu leyti til berum við náttúrlega ábyrgð á því að halda utan um þessi verðmæti sem fólgin eru í því að vernda þessi víðerni. [...] Þetta gerir okkar víðerni og miðhálendið verðmætara.“

Guðmundur minnti á að víðerni væru ekki aðeins lagalegt hugtak heldur einnig huglægt. Það komi m.a. fram í niðurstöðum rannsókna Önnu Dóru Sæþórsdóttur, ferðamálafræðings við Háskóla Íslands. Í rannsókninni var spurt hvaða mannvirki fólki finnst geta verið á svæði án þess að það hafi áhrif á víðernisupplifun þeirra. Í ljós kom að fjallaskálar trufli ekki þessa upplifun en hótel gera það hins vegar sem og háspennulínur og uppistöðulón svo dæmi séu tekin.

En hvaða skref hafa verði stigin í því að stofna miðhálendisþjóðgarð á Íslandi?

Hugmyndin er nokkurra ára gömul en árið 2015 komu fram þingsályktunartillögur bæði Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Viljayfirlýsing frjálsra félagasamtaka í náttúruvernd og útvist, sem og Samtaka ferðaþjónustunnar, sem gefin var út árið 2016, olli svo ákveðnum straumhvörfum að mati Guðmundar Inga. Hún breytti viðhorfum margra og hreyfði við hinu pólitíska landslagi.

Af­mörk­un miðhá­lend­is­ins miðast við línu dregna á milli heimalanda og ...
Af­mörk­un miðhá­lend­is­ins miðast við línu dregna á milli heimalanda og af­rétta sem var aðlöguð í sam­ráði við viðkom­andi sveit­ar­stjórn­ir og aðra hags­munaaðila við vinnslu svæðis­skipu­lags miðhá­lend­is­ins sem tók gildi árið 1999.

Í framhaldi af henni setti Sigrún Magnúsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, á stofn nefnd sem átti að kanna forsendur fyrir því að stofna þjóðgarð á miðhálendinu. Hér er skýrsla hennar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar árið 2017 var tekið fram að vinna ætti áfram að vernd miðhálendisins.

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er svo gengið skrefinu lengra og þar tekið fram að það eigi að stofna miðhálendisþjóðgarð. „Í raun hefur þetta gerst ótrúlega hratt, tvö ár eru núna frá því að viljayfirlýsingin var undirrituð.“

Í skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið um stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu hefur komið fram að um 60% landsmanna styðji hana. Um 12% landsmanna eru á móti stofnun hans.

En hvar stendur vinna við undirbúning að stofnun miðhálendis þjóðgarðs núna?

 Í dag skipaði umhverfisráðherra eins og fyrr segir svo í þverpólitíska nefnd um stofnun garðsins.

Nefndinni er ætlað að leggja til mörk þjóðgarðsins og koma með tillögu að skiptingu svæðisins í ólíka verndarflokka. „Það er mjög mikilvægt, því það að friðlýsa miðhálendið þýðir ekki að við ætlum að loka því og að þangað eigi enginn að koma. Heldur er tilgangurinn einmitt sá að búa til tækifæri fyrir náttúruvernd og fyrir ferðaþjónustu, svo hægt sé að vera þar áfram með hefðbundnar nytjar og þar fram eftir götunum. Þess vegna eru þessir verndarflokkar mikilvægir,“ sagði Guðmundur Ingi.

Móbergsstapinn Herðubreið er einstakur á heimsvísu.
Móbergsstapinn Herðubreið er einstakur á heimsvísu. mbl.is/Árni Sæberg

Mikil áhersla verður lögð á að fjalla um hugsanlegar aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar og að greina tækifæri í byggðaþróun og fyrir atvinnulíf. Hin þverpólitíska nefnd mun svo skila tillögum að lagafrumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs og er ætlunin að þeirri vinnu verði lokið haustið 2019.

En hvað er þá þjóðgarður? Guðmundur sagði að mikilvægt væri að skipta landssvæðum innan hans  upp með tilliti til þess hvers konar nýting á sér stað eða mun eiga sér stað. „Þannig má skipta þjóðgarðinum upp í mismunandi verndarflokka og reyna með þeim hætti að ná meiri sátt um fyrsta lagi náttúruverndina, í öðru lagi atvinnustarfsemi, hefðbundnar nytjar, útivist og fleira.“

Farið verður að flokkun Alþjóðlega náttúruverndarsambandsins en samkvæmt henni gilda ákveðnar reglur um hvern og einn verndarflokk. Á sumum svæðum er meiri friðun og vernd og á öðrum minni.

Guðmundur Ingi sagðist leggja mikla áherslu á valddreifingu og aðkomu heimamanna við vinnu að stofnun garðsins. „Þetta er algjört lykilatriði.“ Nefndi hann Vatnajökulsþjóðgarð í því samhengi en í svæðisráðum hans er aðkoma heimamanna að ákvarðanatöku tryggð.

„Í öðru lagi er mikilvægt að athafnir sem eiga sér stað innan þjóðgarðsins séu með náttúruvernd að leiðarljósi. Þannig að við tryggjum náttúruverndina á sama tíma og við fáum heildstætt skipulag á nýtingu og aðgengi í takt við mismunandi verndarflokka.“

Samspil elds og íss er okkur Íslendingum kunnugt en á ...
Samspil elds og íss er okkur Íslendingum kunnugt en á heimsvísu er það einstakt að slíkir kraftar sjáist að verki við myndun og mótun lands. mbl.is/RAX

Í þriðja lagi þurfi að leggja áherslu á atvinnustarfsemi í tengslum við garðinn. Tók hann sem dæmi niðurstöður nýlegrar rannsóknar á efnahagslegum áhrifum Snæfellsjökulsþjóðgarðs. „Þar komst rannsakandinn að þeirri niðurstöðu að þjóðgarðurinn væri að skila 3,9 milljörðum króna í þjóðarbúið árlega og þar yrðu 1,8 milljarðar króna eftir á Snæfellsnesinu sjálfu.“

 Samkvæmt rannsókninni eru margir þeir sem heimsækja Snæfellsjökulsþjóðgarð að koma þangað í dagsferðum frá Reykjavík. Ætla mætti að annað yrði uppi á tengingum varðandi miðhálendisþjóðgarð vegna fjarlægðar frá  höfuðborginni og gestir hans því frekar sækja þjónustu, s.s. gistingu, í nágrenni garðsins. „Eftir því sem komið er lengra frá Reykjavík ættu þessi [efnahagslegu] áhrif að geta orðið meiri, það er meira orðið eftir hlutfallslega í héraði.“

Guðmundur sagði því mikla möguleika til staðar. „Við þurfum að huga að því að við erum með stórt verðmætt svæði í höndunum. Ég tel að okkur beri siðferðisleg skylda til að passa upp á þessi víðerni okkar fyrir komandi kynslóðir, fyrir okkur sjálf og fyrir gesti okkar. En við eigum líka að búa til tækifæri úr þessu. Og þarna eru fjölmörg efnahagsleg tækifæri sem við eigum að nýta okkur fyrir byggðaþróun í landinu.“

mbl.is

Innlent »

Íhuga nýja málsókn gegn veiðiþjófum

20:44 „Veiðifélagið íhugar það alvarlega að fara í einkamál við þessa þjófa. Sérstaklega á grundvelli þess að þeir hafa nú þegar verið sakfelldir fyrir þjófnað,“ segir formaður veiðifélags Þverár og Kjarrár. Veiðiþjófar sem játuðu sök fyrir dómi voru sýknaðir af skaðabótakröfum og þurftu einungis að greiða 50 þúsund króna sekt. Landssamband veiðifélaga vill að refsirammi slíkra brota verði hækkaður. Meira »

„Allir jafn stressaðir yfir þessu“

20:10 „Maður hefur lent í slæmum sumrum en engu eins og þessu,“ segir Ívar Þór Hilmarsson, framkvæmdastjóri Stjörnumálunar, sem hefur starfað í málningarbransanum í nítján ár. Allt sem tengist útivinnu er á eftir áætlun, að sögn Ívars Þórs, og óvíst er hvort það náist allt að klárast á þessu ári. Meira »

Lækka laun bæjarstjóra Garðabæjar

19:25 Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í gær að lækka laun Gunnars Einarssonar bæjarstjóra. Eftir að Gunnar tók sæti sem bæjarfulltrúi í kjölfar sveitarstjórnarkosninga sagðist hann líklega ætla að afþakka laun sem fylgdu þeirri stöðu. Samkvæmt lögum er það óheimilt og voru bæjarstjóralaun hans því lækkuð. Heildarlaun Gunnars eru kr. 2.213.799 á mánuði auk bifreiðahlunninda. Meira »

Kambarnir lokaðir á morgun

19:05 Kambarnir á Hellisheiði verða lokaðir á morgun vegna malbikunarvinnu. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að stefnt er á malbika um það bil tveggja kílómetra kafla á báðum akreinum í vestur upp Kamba. Meira »

Vann eina og hálfa milljón

18:46 Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út í Víkingalottóútdrætti kvöldsins. Einn heppinn miðaeigandi fékk hins vegar hinn alíslenska þriðja vinning og hlýtur hann 1.454.440 krónur. Miðinn var keyptur í Kúlunni, Réttarholtsvegi 1 í Reykjavík. Meira »

Stríð milli stjórnsýslu og kjörins fulltrúa

18:35 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segist ekki ætla að tjá sig efnislega um bréf sem Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra, sendi forsætisnefnd. Helga fjallar þar um alvarleg og meiðandi ummæli borgarfulltrúa en umræddur borgarfulltrúi er ekki nefndur á nafn. Meira »

Hipphopphátíðin orðin fastur liður

18:30 Hipphopphátíð Menningarnætur í Reykjavík verður haldin í þriðja skiptið á laugardaginn á Ingólfstorgi og mætti þar með segja að hún sé orðin fastur liður. Hún hefur frá upphafi verið afar vel sótt og það sem kemur e.t.v. mest á óvart er að hún var hugarfóstur manns sem fæddist árið 2001. Meira »

„Yrði aldrei smíðuð í dag“

18:29 Þetta er mjög sérstakt mannvirki. Menn myndu aldrei byggja svona brú í dag sem treystir aðeins á eitt stag,“ segir forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar um Morandi-brúna í Genúa á Ítalíu sem hrundi í gærmorgun. Hann telur hrun brúarinnar ekki kalla á breytt verklag á Íslandi. Meira »

Óljóst hver á rústir herstöðvar

18:25 Fasteignir á Straumnesfjalli, sem eru rústir herstöðvar, eru ekki skráðar í fasteignaskrá og því er eignarhald þeirra ekki ljóst. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttir, þingkonu VG. Meira »

Stjórn SUS mótfallin myndavélaeftirliti

18:18 Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) andmælir harðlega tillögum sjávarútvegsráðherra um víðtækt og umfangsmikið myndavélaeftirlit Fiskistofu með sjávarútvegi. Meira »

Ásthildur sækist eftir formennsku

18:05 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Neytendasamtakanna. Meira »

Settu upp „leikrit fyrir fjölmiðla“

17:23 „Þetta er í rauninni ótrúlegt og virðist hafa verið ákveðið leikrit fyrir fjölmiðla,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, um þá ákvörðun fulltrúa Sjálfstæðisflokks að ganga út af fundi ráðsins í morgun. Meira »

Þriðjungur á biðlista fer ekki í meðferð

16:43 Það sem af eru þessu ári hefur þriðjungur þeirra sem hafa verið skráðir á biðlista á Vogi ekki skilað sér í meðferð þegar rými losnaði. Hlutfallið hefur haldist svipað síðustu þrjú ár. Um miðjan júlí voru 534 skráðir á biðlista eftir innlögn. Meira »

„Meiðandi og alvarleg“ ummæli fulltrúa

16:37 Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg hefur óskað eftir því við forsætisnefnd borgarinnar að tekið verið til skoðunar hvort ákvæði sveitarstjórnarlaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur þeirra hafi verið brotin í umræðu þeirra um að hún hafi lagt undirmann sinn í einelti. Meira »

Kæra ákvörðun meirihlutans um Kaplakrika

15:40 Minnihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hyggst kæra samþykkt meirihluta bæjarstjórnar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Umrædd samþykkt lýtur að þeirri ákvörðun meirihlutans að falla frá áætlunum um byggingu knatthúss í Kaplakrika og kaupa þess í stað aðrar eignir á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu minnihlutans. Meira »

55 dekk ónýt eftir flugeldasýningu

15:39 Við flugeldasýninguna sem var haldin í lok Fiskidagsins mikla á laugardaginn komst eldur í dekkjaþybbur á Suðurgarði við Dalvíkurhöfn. Meira »

„Brutu trúnað til að ná fínni mynd“

15:25 „Þetta er hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem ég hef orðið vitni að á mínum 8 ára ferli í pólitík,“ skrifar borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir á Facebook. Þar á hún við það þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipu­lags- og sam­gönguráði Reykja­vík­ur­borg­ar gengu af fundi í morgun. Meira »

„Notkun glýfosats óæskileg“

14:15 Umhverfis- og auðlindaráðherra segir notkun glýfosats, sem finna má í flestum illgresiseyðum, óæskilega. Hann segir mikilvægt að fólk hugsi um hvaða efni það notar og spyrji sig að því hvort sú notkun sé nauðsynleg. Meira »

Láta gott af sér leiða eftir Fiskidaginn

14:09 Kræsingar sem urðu afgangs eftir Fiskidaginn mikla verða nýttar til góðra málefna svo ekkert fari til spillis. Samhjálp fær veglegar matargjafir og eins verður slegið til veislu á hjúkrunarheimilinu Mörkinni. Samskip flytur matinn frítt til Reykjavíkur. Meira »