Mæla með miðlægri skrá um sykursýki

Áætlað er að einstaklingum með sykursýki hafi fjölgað um rúm ...
Áætlað er að einstaklingum með sykursýki hafi fjölgað um rúm 30% á tíu ára tímabili. Getty Images/Zoonar RF

Miðlæg skrá um sykursýki á Íslandi og aukin áhersla á forvarnir og eftirfylgni eru meðal þeirra tillagna sem starfshópur um viðbrögð við vaxandi nýgengi sykursýki leggur til. Hópurinn mælir hins vegar ekki með almennri skimun fyrir sykursýki.

Starfshópurinn skilaði nýlega skýrslu sinni um málið til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og að því er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins fjallar skýrslan m.a. um faraldsfræði sykursýki, afleiðingar sjúkdómsins, um skráningu upplýsinga um sykursýki í gagnagrunna og kosti og galla slíkrar skráningar. Einnig er fjallað um skimun fyrir sykursýki 2 og hvaða skilyrði verði að vera til staðar til að slík skimun sé réttlætanleg, sem og hvað hafi verið gert erlendis í þessum efnum.

Áætlað er að einstaklingum með sykursýki hafi fjölgað um rúm 30% á tíu ára tímabili. Kemur fram í skýrslunni að þeir hafi verið um 333 milljónum árið 2005 og 435 milljónir árið 2015, en talið er að á milli 9-10% fullorðinna einstaklinga í Evrópu séu með sykursýki.

„Hér á landi skortir rannsóknir á faraldsfræði sykursýki en vísað er til úrtaksrannsóknar sem byggð var á nokkrum hóprannsóknum Hjartaverndar á árunum 1967 – 2007 sem benti til þess að á tímabilinu hefði algengi sykursýki tvöfaldast hjá körlum en fjölgað um 50% hjá konum. Að mati starfshópsins eru engin augljós rök fyrir öðru en að sú fjölgun sykursýkistilfella sem spáð hefur verið erlendis muni einnig eiga sér stað hér á landi,“ að því er segir í frétt um skýrsluna.

Þá segir í niðurstöðum starfshópsins að sykursýki sé alvarleg vá sem geti leikið Íslendinga grátt. Mikilvægt sé og tímabært að meta stöðuna og skipuleggja innviði til framtíðar.

Mælir starfshópurinn með að sett verði saman miðlæg skrá um sykursýki á Íslandi sem vistuð verði hjá Landlæknisembættinu. Einnig verði komið á fót virkri ritstjórn klínískra leiðbeininga um sykursýki sem starfi innan Embættis landlæknis.

Þá er það samdóma álit starfshópsins að mæla ekki með almennri skimun fyrir sykursýki, heldur áframhaldandi vinnu að heilsueflingu og forvörnum sem Landlæknisembættið verði látið leiða.

mbl.is

Innlent »

Nýjar neftóbaksdósir í notkun

08:25 ÁTVR hefur tekið í notkun nýjar dósir undir íslenskt neftóbak. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að hugsunin að baki hinum nýju dósum sé að þær megi innsigla. Meira »

„Lítill lundi með stórt hjarta“

07:57 Hinn víðfrægi Tóti lundi hefur kvatt þennan heim fyrir fullt og allt. Tóti bjó á Sæheimum, fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja, frá því að hann var pysja, en hann var sjö ára þegar hann féll frá. Meira »

Laxnesssetur í farvatninu

07:37 Ríkisstjórnin samþykkti á ríkisstjórnarfundi á föstudag að hefja mætti viðræður við eigendur Jónstóttar, vestan Gljúfrasteins og Kaldárkvíslar, með það að markmiði að þar verði í framtíðinni byggt upp Laxnesssetur. Meira »

Rigning á landinu sunnanverðu

06:58 Austanátt, 5-10 m/s, verður víðast hvar á landinu í dag, en 10-15 m/s með suðurströndinni fram eftir morgni. Rigning verður á landinu sunnanverðu, en norðan heiða þykknar upp og fer að rigna síðdegis. Hiti verður á bilinu 9 til 16 stig. Meira »

Fundað með tannlæknum

05:30 Tannlæknafélag Íslands og Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) munu eiga sinn fyrsta samningafund kl. 17 í dag, en stefnt er að nýjum samningi um tannlækningar aldraðra og öryrkja sem á að taka gildi 1. september nk. Meira »

Metfjöldi á Fiskideginum í ár

05:30 Aldrei hafa fleiri verið á Fiskideginum mikla á Dalvík en um síðustu helgi sé tekið mið af talningu á ökutækjum, segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Þrífa með sérstökum vélum

05:30 Að mörgu er að hyggja í höfuðborg. Ýmis tæki og tól létta starfsmönnum lífið þegar kemur að því að þrífa fjölmargar gangstéttir í henni Reykjavík. Meira »

Vilja koma í veg fyrir að sníkjudýr berist

05:30 „Við viljum vera á tánum til þess að koma í veg fyrir að sníkjudýr berist til landsins með innfluttum dýrum og geti haft áhrif á heilbrigði dýra á Íslandi.“ Meira »

Lækka um 88 milljarða á einu ári

05:30 Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um rúma 88 milljarða á síðustu 12 mánuðum. Skuldirnar hafa því lækkað um rúmar 240 milljónir á dag, eða um 10 milljónir á klukkustund. Meira »

Kæra borgina vegna samningagerðar

05:30 Ómar R. Valdimarsson, lögmaður AFA JCDecaux, segir upplýsingar um samning Reykjavíkurborgar við félagið Dengsa sýna fram á ágalla. Meira »

Reka hvalina lengra út á haf

Í gær, 22:29 25 manns vinna að því að reka grindhvalavöðuna, sem hefur haldið sig innan brúar í Kolgrafafirði, annan daginn í röð. „Þeir voru að fara út fyrir brúna og nú á að reyna að reka þá svolítið langt út,“ segir Ein­ar Strand, formaður svæðis­stjórn­ar Lands­bjarg­ar á Snæ­fellsnesi. Meira »

„Hættum í rauninni aldrei“

Í gær, 21:30 Íslenska rokkhljómsveitin Jeff Who? hefur ákveðið að halda tvenna endurkomutónleika í lok september.  Meira »

„Ég gerði mitt allra besta“

Í gær, 20:25 „Íslensku dæturnar eru mínar helstu fyrirmyndir,“ segir Birta Líf Þórarinsdóttir, fimmtán ára crossfit-kappi sem keppti nú í ágúst á heimsleikunum í crossfit í aldurshópnum 14-15 ára. Alls kepptu þrjú íslensk ungmenni á leikunum en Íslendingar hafa ekki áður komist á leikana í þessum aldursflokki. Meira »

Mesta púðrið fer í að leiðbeina fólki

Í gær, 20:06 „Þetta hefur gengið vel,“ segir Grétar Óskarsson, flokksstjóri hjá Vegagerðinni á Selfossi, við mbl.is. Ölfusárbrú var lokað klukkan fjögur síðdegis en reiknað er með að hún verði lokuð í viku. Hjáleið er um Þrengsli og Óseyrarbrú. Meira »

Fatahönnun framtíðar

Í gær, 19:25 „Mig langaði alltaf að prófa eitthvað nýtt og krefjandi. Ég hef lengi haft áhuga á fatahönnun og langaði að prófa að fara utan til þess að læra. Að mínu mati er London besti staðurinn fyrir slíkt,“ segir Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir, 23ja ára gamall Akureyringur. Meira »

Stór sprunga í skriðusárinu

Í gær, 19:19 Stór sprunga hefur myndast innan við skriðusárið í Fagradalsfjalli í Hítardal. Efnið mun líklega falla ofan á framhlaupsurðina sem myndaðist þegar skriðan féll 7. júlí. Þetta kemur fram í frétt á vef Veðurstofunnar. Meira »

Umhverfis Langjökul hjólandi á 12 klst.

Í gær, 18:59 Um helgina fór fram fjallahjólakeppnin Glacier 360, en það er eina fjöldaga fjallahjólakeppnin sem haldin er hér á landi. Þetta er í fjórða skipti sem keppnin er haldin, en hjólað er hringinn í kringum Langjökul, samtals 290 kílómetra. Meira »

„Þeir eru bara hérna“

Í gær, 18:25 Grind­hvala­vaðan sem björg­un­ar­sveit­ar­menn ráku úr Kolgrafaf­irði í gær kom aftur inn fjörðinn í morgun og hefur haldið sig þar í dag. Ekki er búið að ákveða hvort þeir verði reknir úr firðinum í kvöld. Meira »

Forstjórinn segir völd sín ofmetin

Í gær, 18:00 Valdheimildir orkustofnunar Evrópu eru ofmetnar, segir Alberto Pototschnig, forstjóri ACER, í samtali við mbl.is. „Það er mikilvægt að taka umræðuna, það er auðvitað stórt skref að taka þátt í innri orkumarkaði Evrópu. Þessi umræða verður þó að byggja á réttum upplýsingum,“ segir hann. Meira »