Þyrlan flutti vélsleðamanninn á spítala

Þyrla gæslunnar lendir við Landspítalann. Mynd úr safni.
Þyrla gæslunnar lendir við Landspítalann. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir skömmu við Landspítalann með mann sem slasaðist í vélsleðaslysi á Fjalla­baki nyrðra nú í morgun. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðslin eru.

Björg­un­ar­sveit­ir á Suður­landi voru kallaðar út á tólfta tím­an­um í dag vegna slyssins, sem átti sér stað í nágrenni Steingils.

Það voru sam­ferðamenn manns­ins sem til­kynntu um slysið og voru björg­un­ar­sveit­ir, sjúkraflutningamenn og þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar í kjölfarið send á vettvang.

Eftir að þyrlunni tókst að lenda á slysstað var öllum björgunarsveitum, utan einnar, snúið við, en sú sveit hélt áfram á slysstað til að aðstoða samferðamenn mannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert