Vill fá svör um hæfi sveitarstjórnarmanna og tilboð og aðkomu Vesturverks

VesturVerk hyggst reisa Hvalárvirkjun á Ófeigsfjarðarheiði með því að byggja ...
VesturVerk hyggst reisa Hvalárvirkjun á Ófeigsfjarðarheiði með því að byggja stíflur við fimm fjallavötn. mbl.is/Golli

Skipulagsstofnun hefur sent Árneshreppi á Ströndum erindi þar sem óskað er eftir svörum um atriði er varða form og afgreiðslu aðalskipulagsbreytinga vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Spyr stofnunin m.a. um hæfi fulltrúa í sveitarstjórn, tilboð framkvæmdaaðila um samfélagsverkefni og innviðauppbyggingu og hvort skipulagstillagan hafi verið unnin af þeim aðila.

Þá hefur stofnunin jafnframt til skoðunar efni og framsetningu skipulagsbreytinganna og mun ef tilefni er til kalla eftir frekari viðbrögðum sveitarfélagsins þar um þegar brugðist hefur verið við þeim spurningum sem þegar hefur verið til þess beint.

Aðalskipulagsbreyting vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar var samþykkt í sveitarstjórn Árneshrepps 30. janúar. Gert hefur verið ráð fyrir virkjun í aðalskipulagi hreppsins í nokkur ár en með breytingunum var iðnaðarsvæði fært til, heimild fyrir starfsmannabúðum bætt við, íbúðarsvæði innan virkjunarsvæðis fellt út og vegir um virkjunarsvæðið skilgreindir sem og efnistökusvæði.

Í Árneshreppi eru tæplega fimmtíu manns með lögheimili og er það fámennasta sveitarfélag landsins. Í sveitarstjórn eiga fimm fulltrúar sæti og greiddu þrír þeirra atkvæði með samþykkt tillögunnar en tveir voru á móti.

Vesturverk, sem er í meirihlutaeigu HS Orku, hyggst reisa 55 MW virkjun á Ófeigsfjarðarheiði í Árneshreppi. Hvalárvirkjun er í orkunýtingarflokki rammaáætlunar um nýtingu og verndun landssvæða og umhverfismat virkjunar hefur þegar farið fram. Enn liggur ekki fyrir hvernig rafmagnið yrði leitt frá virkjuninni og inná meginflutningskerfi raforku og því hefur umhverfismat á þeim þætti ekki farið fram.

Áður en hægt er að gefa út framkvæmdaleyfi, sem er í höndum sveitarstjórnar, þurfa aðalskipulagsbreytingar að liggja fyrir, staðfestar af Skipulagsstofnun.

mbl.is/Kristinn Garðarsson

Skipulagsstofnun barst í byrjun mars erindi Árneshrepps þar sem óskað var staðfestingar á aðalskipulagsbreytingunni. Með erindi sveitarfélagsins fylgdu bréf og umsögn sveitarstjórnar til þeirra sem gerðu athugasemdir við skipulagstillöguna á kynningartíma. Jafnframt fylgdu erindinu minnisblöð tveggja fulltrúa í sveitarstjórn hreppsins þar sem bent er á nokkur atriði varðandi umfjöllun og málsmeðferð aðalskipulagsbreytingarinnar. Fulltrúarnir tveir greiddu atkvæði gegn samþykkt skipulagstillögunnar á fundi sveitarstjórnar í lok janúar.

Þá barst Skipulagsstofnun einnig erindi frá Rjúkandi, samtökum um umhverfis,- náttúru- og minjavernd í Árneshreppi, í lok mars. Í erindinu kemur fram sú afstaða samtakanna að breytingin sé haldin alvarlegum ágöllum og að Skipulagsstofnun geti ekki staðfest hana óbreytta.

Á kynningartíma tillögunnar í haust bárust sveitarfélaginu athugasemdir frá Landvernd sem snúa m.a. að málsmeðferð og aðkomu framkvæmdaaðila Hvalárvirkjunar.

Ber að fara yfir afgreiðslu sveitarstjórnar

Stofnuninni ber samkvæmt skipulagslögum að fara yfir form og efni varðandi afgreiðslu sveitarstjórnar og gerð skipulagsins. Með hliðsjón af erindi Rjúkandi, athugasemdum Landverndar og minnisblöðum sveitarstjórnarfulltrúanna tveggja hefur Skipulagsstofnun nú óskað eftir svörum sveitarstjórnar um nokkur atriði.

Í erindi stofnunarinnar er bent á að í Árneshreppi fari sveitarstjórn með verkefni skipulagsnefndar. Stofnunin óskar því í fyrsta lagi eftir viðbrögðum sveitarstjórnar við því sem fram kemur í minnisblaði sveitarstjórnarfulltrúanna tveggja um að í fundarboði við upphaf málsins hafi ekki verið tekið fram að fjalla ætti um skipulagsmál, þar með talið að samþykkja skipulagslýsingu.

Einnig óskar stofnunin eftir því að gerð verði grein fyrri aðkomu skipulagsfulltrúa við meðferð málsins.

Aðkoma Vesturverks að skipulagsgerð

Skipulagsstofnun segir að í greinargerð Árneshrepps með svörum við athugasemdum sem komu á kynningartíma tillögunnar komi fram að framkvæmdaaðilinn, Vesturverk, hafi í október árið 2016 óskað eftir heimild sveitarstjórnar til að vinna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og deiliskipulag vegna Hvalárvirkjunar í samræmi við framlagða skipulagslýsingu. Heimilaði sveitarstjórn skipulagsgerðina og auglýsti í kjölfarið lýsinguna.

Fossinn Drynjandi fellur ofan af Ófeigsfjarðarheiði.
Fossinn Drynjandi fellur ofan af Ófeigsfjarðarheiði. mbl.is/Golli

Í minnisblöðum tveggja fulltrúa í sveitarstjórn Árneshrepps er gerð athugasemd við málsmeðferðina og afgreiðslu skipulagsbreytingarinnar. Líta fulltrúarnir svo á að ekki hafi verið heimilt að fela framkvæmdaaðila að vinna tillögu á breytingu á aðalskipulagi.

Óskar Skipulagsstofnun skýringa á þessari tilhögun og minnir um leið á að ekki er í skipulagslögum gert ráð fyrir að aðrir en sveitarfélagið standi að gerð tillagna á aðalskipulagi. Hinsvegar sé samkvæmt sveitarstjórnarlögum heimilt að innheimta tiltekinn kostnað vegna slíkrar skipulagsgerðar.

Hæfi fulltrúa í sveitarstjórn

Einnig óskar Skipulagsstofnun eftir því að sveitarstjórn bregðist við athugasemdum Rjúkandi þess efnis að oddviti Árneshrepps hafi að mati samtakanna verið vanhæfur við afgreiðslu breytingarinnar á aðalskipulagi vegna fyrri aðkomu að málinu. Einnig er óskað eftir því að veittar verði upplýsingar um inntak og umfang viðskipta eins sveitarstjórnarfulltrúans við Vesturverk.

Í athugasemdum Landverndar við auglýsta skipulagstillögu er því haldið fram að formannmarkar kunni að vera á umfjöllun sveitarstjórnarinnar. Var m.a. bent á að einn sveitarstjórnarfulltrúi, sem tekið hefði þátt í afgreiðslu skipulagsbreytingarinnar, kunni að hafa einstaklingslega og fjárhagslega hagsmuni af því að Hvalárvirkjun verði að veruleika.

Skipulagsstofnun minnir í þessu sambandi á að samkvæmt sveitarstjórnarlögum beri sveitarstjórnarmanni að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt megi ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af.

Tilboð um samfélagsverkefni

Í athugasemdum Landverndar kom einnig fram að framkvæmdaaðilinn Vesturverk hafi gefið til kynna opinberlega að hann hyggist veita beinum fjárframlögum til tiltekinna en ótengdra verkefna sveitarfélagsins og hafi þannig reynt að hafa bein áhrif á ákvarðanatöku sveitarstjórnar í skipulagsmálum er varðar hagsmuni sína.

Í fylgigögnum með athugasemd Landverndar er afrit af erindi Vesturverks til Árneshrepps þar sem kemur fram að fyrirtækið sé tilbúið að fara í samningagerð við sveitarstjórn um uppbyggingu ýmissa innviða í sveitarfélaginu samhliða byggingu virkjunarinnar. Þar segir m.a.: „Hér að neðan [er] listi yfir þau samfélagsverkefni semVV gæti komið að, komi til virkjunar Hvalár í Ófeigsfirði eða þegar framgangur virkjunarframkvæmda hefur verið tryggður.“ Á listanum er að finna ýmis verkefni, s.s. þriggja fasa rafmagnstengingu, ljósleiðaratengingu og hitaveituframkvæmdir.

Tæplega fimmtíu manns eru með lögheimili í Árneshreppi á Ströndum. ...
Tæplega fimmtíu manns eru með lögheimili í Árneshreppi á Ströndum. Innan við þrjátíu eru þar með vetursetu. mbl.is/Golli

Í minnisblaði sveitarstjórnarfulltrúanna tveggja er því haldið fram að tilraunir hafi verið gerðar af hálfu framkvæmdaaðila, sem hafi verulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta, til að hafa áhrif á kjörna fulltrúa í málinu. Tilboð framkvæmdaaðila til sveitarstjórnar um fjárhagslegan stuðning við tiltekin verkefni sem nefnd eru í tveimur bréfum (júní 2017 og janúar 2018) teljist óeðlileg, þar með talin hugmynd um byggingu svokallaðrar gestastofu í óbyggðum.

Í erindi náttúruverndarsamtakanna Rjúkandi til Skipulagsstofnunar er vísað til almennra hegningarlaga um að það sé refsivert að gefa, lofa eða bjóða opinberum starfsmanni, gjöf eða annan ávinning sem hann á ekki tilkall, í þágu hans eða annarra, til að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert sem tengist opinberum skyldum hans. Jafnframt kemur fram sú afstaða samtakanna að ljóst megi vera að hin svokölluðu samfélagsverkefni séu engin samfélagsverkefni heldur gjafir til fárra aðila.

Skipulagsstofnun óskar eftir upplýsingum um hvenær ofangreind erindi Vesturverks voru afgreidd af sveitarfélaginu og hvaða afgreiðslu þau hlutu. Koma þarf fram hvort og þá hvernig afstaða til þeirra og afgreiðsla tengdist afgreiðslu sveitarfélagsins á skipulagstillögum sem varða Hvalárvirkjun svo sem hvort erindin voru til umfjöllunar og afgreidd á sama fundi og skipulagstillögur varðandi virkjunina.

Getur lagt til synjun eða frestun

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir í skriflegu svari til mbl.is að ekki sé óalgengt að óskað sé eftir frekari gögnum frá sveitarfélögum áður en ákvörðun um staðfestingu skipulagsbreytinga er tekin hjá stofnuninni. „Það er þó algengara að slíkt varði efni eða framsetningu skipulagsins fremur en form og afgreiðslu,“ segir hún.

Afgreiðsla á aðalskipulagsbreytingum er með þeim hætti að Skipulagsstofnun þarf að samþykkja þær og birta til gildistöku í Stjórnartíðindum að fengnum fullnægjandi svörum og eftir atvikum breytingum á tillögunni. „Ef hinsvegar reynast vera form- eða efnisgallar sem hamla staðfestingu að mati stofnunarinnar ber henni að afgreiða málið til umhverfis- og auðlindaráðherra og leggja til synjun eða frestun á staðfestingu,“ segir Ásdís Hlökk í svari sínu til mbl.is.

mbl.is

Innlent »

Skipið náðist ekki á flot

22:00 Tilraun til þess að ná hollenska flutningaskipinu Amber á flot á flóðinu í kvöld heppnuðust ekki en skipið tók niðri á sandrifi í innsiglingunni til Hafnar í Hornafirði í morgun. Meira »

Hyggst sitja áfram í velferðarnefnd

21:07 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hyggst sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis sérfræðingar sem starfa við rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að vinna með nefndinni á meðan Anna Kolbrún á þar sæti. Meira »

„Maður er að gera eitthvað af sér“

19:20 „Maður er að gera eitthvað af sér,“ segir Helga Kolbrún Magnúsdóttir um íþróttina axarkast sem hún stundar af miklum móð. „Innri víkingur“ fólks brjótist fram þegar öxum er hent þéttingsfast í tréfleka svo hún festist. Stefnan hefur verið sett á að setja á fót deildarkeppni í axarkasti hérlendis. Meira »

Heiðra minningu Stefáns Karls

19:10 Á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í fyrra sungu þeir Stefán Karl saman lagið „Aleinn um jólin.” Lagið hefur nú verið gefið út og munu allar tekjur af laginu renna til barna Stefáns Karls. Máni Svavarsson, höfundur lagsins og Björgvin Halldórsson rifjuðu upp söguna á bak við lagið. Meira »

Hljóp 115 kílómetra á innan við sólarhring

18:40 „Þetta kennir manni hvað maður getur náð langt, hvað líkaminn er magnað fyrirbæri,“ segir Sigurjón sem hafnaði í þriðja sæti og varð jafnframt efsti Íslendingurinn í hindrunarhlaupinu Iceland Spartan Ultra World Championship, sem lauk í dag í Hveragerði. Meira »

Tóku ekki þátt í tali þingmannanna

18:04 „Það er ekki í frásögu færandi að kollegar fara á bar til að spjalla um daginn og veginn og hitta þar fyrir aðra kollega. Á Klaustri heilsaði ég líka öðrum sem ég þekki - eins og maður gerir,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í Reykjavík í kjölfar fullyrðingar vefsins Viljinn.is um að stjórnmálamennirnir sem hist hafi á barnum Klaustri í síðasta mánuði hafi ekki verið sex heldur átta. Meira »

Slösuð kona sótt í Reykjadal

17:31 Hjálparsveit skáta í Hveragerði var í dag kölluð út vegna konu sem tilkynnt var um að hefði slasast í Reykjadal ofan Hveragerðis. Meira »

Varað við kröftugum vindhviðum

15:40 Varasöm akstursskilyrði munu skapast sunnan- og vestanlands síðdegis á morgun samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, en þá gengur í suðaustanhvassviðri eða storm og jafnvel staðbundið rok með rigningu á láglendi en sjókomu á heiðum og fjallvegum. Meira »

Bílvelta við Hof á Akureyri

15:34 Bifreið valt á Glerárgötu við menningarhúsið Hof á Akureyri nú rétt fyrir kl. 15 í dag. Ekki er vitað hversu margir voru í bílnum en samkvæmt heimildum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra urðu engin meiðsli á fólki. Meira »

Ófært á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði

14:43 Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði á Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en annars hálka á flestum fjallvegum í landshlutanum og hálkublettir víða á láglendi. Meira »

Seldi aflaheimildir án vitneskju eigandans

13:58 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sigurð Frey Árnason, löggiltan skipasala og eiganda skipasölunnar S. Á. Firma ehf., til að sæta fangelsi í átján mánuði fyrir fjárdrátt. Hefur Sigurður verið fundinn sekur um að hafa dregið sér krókaaflahlutdeild í þorski og selt án heimildar fyrir 27.123.346 krónur, að meðtöldum sölulaunum og færslugjaldi. Meira »

Ljúf stemning í Heiðmörk

12:02 Það er ljúf jólastemning í skógræktinni í Heiðmörk nú um helgina á hinum sívinsæla jólamarkaði.   Meira »

Fjölbreytni skilar betri vinnustað

11:45 Á annað hundrað einstaklingar hafa fengið vinnu í gegnum starfsendurhæfingu fyrir fólk með geðrofssjúkdóma á síðustu árum. Hlynur Jónasson, atvinnuráðgjafi í IPS samstarfsverkefni VIRK og Laugaráss meðferðargeðdeildar, segir mikilvægt í rekstri allra fyrirtækja að horfa til fjölbreytni starfsfólks. Meira »

117% nýting sjúkrarúma

11:41 „Enn þyngist róðurinn hjá okkur á spítalanum,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli á vef sjúkrahússins. Hann segir að í nýliðinni viku hafi rúmanýtingin náð 117% á bráðalegudeildum en á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum sé gert ráð fyrir að hún sé um 85%. Meira »

Flutningaskip strand á sandrifi

10:41 Hollenskt flutningaskip strandaði á litlu sandrifi í Hornafjarðarhöfn um áttaleytið í morgun. Ólíklegt er að skipið hafi skemmst og vonast er til þess að það losni af strandstað á næsta flóði í kvöld. Meira »

Hvernig munu spilin leggjast?

08:53 Eftir storminn í íslenskri pólitík undanfarna viku vegna Klausturmálsins ætla þau Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, og Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill hjá KOM, að fara yfir pólitíska landslagið og framhaldið á þingi. Þau verða gestir á Þingvöllum klukkan 10 á K100. Meira »

„Alls engin“ viðbrögð við neyðarkalli

08:44 Aðeins sautján manns eru nú með vetursetu í Árneshreppi. Sex íbúar hafa flutt frá þessu fámennasta sveitarfélagi landsins síðustu mánuði. Oddvitinn hefur nú sent ráðamönnum enn eitt bréfið um úrbætur en sem fyrr hafa viðbrögðin látið á sér standa. Meira »

Veðurstofan spáir stormi

08:05 Veðurstofan varar við því að á morgun muni ganga á með hvassviðri og stormi síðdegis. Rigning verður á láglendi en snjókoma á heiðum. Meira »

Ráðist á dyravörð

07:57 Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fylltust í nótt. Þegar þær í Reykjavík voru orðnar fullar var byrjað að vista fólk, sem handtekið var vegna ýmissa meintra brota, í Hafnarfirði. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...