Hann er allt annar maður

Daði Gunnlaugsson (t.h.) vinnur hjá Leturprenti og unir hag sínum ...
Daði Gunnlaugsson (t.h.) vinnur hjá Leturprenti og unir hag sínum vel hjá yfirmanni sínum Burkna Aðalsteinssyni. Ásdís Ásgeirsdóttir

Hjá Specialisterne er einstaklingsmiðuð áætlun gerð þar sem þjálfuð er tölvufærni, farið í líkamsrækt og mikil áhersla lögð á stundvísi og mætingu. Eitt helsta markmiðið er að koma fólki á einhverfurófi í atvinnu og vilja Specialisterne gjarnan fá fleiri fyrirtæki í lið með sér til að taka slíkan starfskraft í vinnu til sín.

„Rúmlega hundrað einstaklingar hafa náð að bæta líf sitt hjá okkur, yfir fimmtíu hafa þegar komist út á atvinnumarkaðinn og aðrir úr hópnum eru í startholunum,“ segir Eygló Ingólfsdóttir, einhverfuráðgjafi hjá Specialisterne. Í fullum störfum eru þau Bjarni Torfi Álfþórsson framkvæmdastjóri og Bjarndís Arnardóttir þjónustustjóri. 

Bjarndís Arnardóttir þjónustustjóri, Eygló Ingólfsdóttir einhverfurófsráðgjafi og Bjarni Torfi Álfþórsson ...
Bjarndís Arnardóttir þjónustustjóri, Eygló Ingólfsdóttir einhverfurófsráðgjafi og Bjarni Torfi Álfþórsson framkvæmdastjóri vinna hjá Specialisterne. Ásdís Ásgeirsdóttir

Ýmis störf henta vel

„Specialisterne voru stofnuð árið 2010 og hófu starfsemi ári síðar. Allir sem hafa farið héðan til vinnu fá launin í sinn vasa en okkar uppskera og gleði felst í því að hafa komið einhverjum út á vinnumarkaðinn,“ segir Bjarni og bætir við að flestir skjólstæðingarnir séu á aldrinum 25-35, en stofnunin er opin öllum átján ára og eldri. Um tuttugu manns mæta þar daglega í dagskrá hjá Specialisterne.


„Við setjum þetta þannig upp að við vonum að atvinnurekendur séu til í að prófa að fá einstakling á einhverfurófi í vinnu. Ef það gengur ekki upp í einhverjum tilvikum tökum við fólkið aftur til okkar,“ segir Eygló og bendir á að þau sendi ekki fólk í vinnu nema þau séu viss um að viðkomandi einstaklingur geti spjarað sig.


Þau segja ýmis fjölbreytt störf henta mörgum einhverfum, eins og lagerstörf, tölvuvinnsla, skönnunarverkefni og vinna í verslunum svo eitthvað sé nefnt.

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Leitið þið til fyrirtækja eða koma þau til ykkar?

„Við leitum mjög mikið til fyrirtækja. Við boðuðum eitt sinn til fundar og forstjórar og framkvæmdastjórar komu. Öllum leist frábærlega á hugmyndina. Við sendum póst á þá og þeir tóku vel í þetta. En svo eftir því sem það kemur nær þeim sem eiga að vinna með þessum einhverfa verður þröskuldurinn hærri og við komumst ekki yfir hann. Menn setja alltaf einhver spurningarmerki við þetta,“ segir Bjarni.


„Síðastliðið sumar ákvað Landsvirkjun að bjóða ungmennum okkar sumarstörf við garðyrkju og sýnir með því samfélagslega ábyrgð í verki og er það mjög jákvætt. Þetta er að mjakast í rétta átt. Einstaklingar frá okkur hafa til dæmis verið að vinna hjá Þjóðskrá í skönnunarverkefni öxl í öxl við háskólamenntað fólk og það gekk mjög vel. Þau voru kannski ekki að afkasta jafn miklu en sjáðu bara fegurðina í því að gefa þeim tækifæri,“ segir hann og nefnir að vel gangi hjá skjólstæðingum þeirra hjá öllum fyrirtækjum, t.d. hjá Leturprenti.


„Þar er okkar maður Daði búinn að vinna í mörg ár og hefur farið með þeim í margar ferðir til útlanda. Hann er tekinn þar inn sem fullgildur starfsmaður,“ segir Eygló.

Allt annar maður

Burkni Aðalssteinsson segist mjög ánægður með Daða Aðalsteinsson sem er á einhverfurófi.

„Það er ótrúlegt hvað hann hefur vaxið. Svo er hann búinn að kaupa sér íbúð og býr einn. Þvílík breyting, þetta er eins og lygasaga. Hann er allt annar maður. Tekur þátt í samræðum, sem hann gerði ekki áður. Þetta hefur breytt honum rosalega. Það er gaman að fylgjast með því,“ segir hann.

Daði finnur mikinn mun á sér eftir að hann hóf störf hjá Leturprenti. 

„Ég er mjög ánægður hér, ég kýs frekar að vinna en að vera atvinnulaus. Þegar maður er ekki að gera neitt kemur alltaf þessi hugsun; ég er ekki að gera neitt fyrir þjóðfélagið, ég er ekki að gera neitt fyrir landið. Ég er bara hér að lifa á kerfinu. Þá fær maður þessa hræðilegu tilfinningu að maður sé gagnslaus. Að vera ekki að gera neitt. Ég er aðallega að vinna af því að ég vil gera eitthvað fyrir landið, fyrir þetta fyrirtæki,“ segir Daði. 

Greinin í heild er í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Gengur ekki til lengdar

13:55 Varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi var mættur í Reynisfjöru um hálfsjöleytið í morgun til að setja upp nýja borða sem girða af austasta hluta fjörunnar eftir að stór skriða féll þangað úr Reynisfjalli aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Langir biðlistar vandræðaástand

13:27 Dóra Ingvadóttir, formaður Gigtarfélags Íslands, segir langa biðlista eftir því að fá tíma hjá gigtarlækni vera vandræðaástand. Hún bætir við að margir gigtarlæknar muni hverfa frá störfum á næstu árum sökum aldurs og hefur áhyggjur af því að ungir læknar sem sérmennta sig erlendis snúi ekki aftur til Íslands. Meira »

Líklega hæsta krafa allra tíma

13:19 Lögmaður Kristjáns Viðar Viðarssonar, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna árið 1980 en sýknaður í fyrrahaust, hefur lagt fram bótakröfu í máli hans sem hann áætlar að verði sú langhæsta í Íslandssögunni vegna óréttar í sakamáli. Meira »

Furðar sig á þeim sem gera lítið úr Ásgeiri

12:53 „Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í færslu á Facebook-síðu sinni. Dagur furðar sig á fólki sem hefur gert lítið úr Ásgeiri Jónssyni, sem tók við starfi Seðlabankastjóra í vikunni, sökum þess að hann stamar. Meira »

Kafbátur við leit í Þingvallavatni

12:50 Kafbátur hefur hafið leit að nýju í Þingvallavatni að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í vatnið í síðustu viku. Hann fer tvær ferðir í dag og kafar í fimm klukkustundir í senn. Myndefni úr honum verður svo skoðað í kvöld og næstu daga. Meira »

Ákvörðun Katrínar vekur heimsathygli

12:02 Er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sýna samnorrænum ráðherrum sínum stuðning með því að vera ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í byrjun næsta mánaðar? Meira »

Þeir sem vita gefi sig fram

11:45 „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Meira »

Ræða verklag lögreglu á borgarhátíðum

11:39 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur boðað komu sína á fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag, en þar verður verklag lögreglu á hátíðum á vegum borgarinnar til umræðu. Meira »

Þór dregur fiskibát í land

11:34 Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð. Meira »

CLN-máli áfrýjað til Landréttar

11:21 Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða, sem einnig hefur verið kallað Chesterfield-málið, til Landsréttar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að ráða í 98% stöðugilda

11:17 Búið var að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum 16. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Er ekki seinna vænna, enda hefst skólastarf í grunnskólum í dag. Meira »

Allt að árs bið eftir gigtarlækni

10:58 Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, sem er mun lengri tími en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Meira »

Styrkja félaga sem lenti í bílslysi

10:46 Annað kvöld fer fram leikur Knattspyrnufélagsins Elliða og Ægis á Würth-vellinum í Árbæ, þar sem fé verður safnað til styrktar Aroni Sigurvinssyni, ungum manni sem lenti í alvarlegu bílslysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Hann var tíu daga á gjörgæslu, en er nú á batavegi. Meira »

Á 200 km/klst. í hrauninu

09:42 „Það verður bara asnalegt að keyra bílinn hratt á almennum vegi,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, um útrásina sem fæst af því að keyra hratt í Kvartmílubrautinni. Í vikunni hefur fólki gefist kostur á að prufa nýjustu Porsche-bílana í brautinni og fá kennslu hjá finnskum ökuþór. Meira »

3,1% atvinnuleysi í júlí

09:13 3,1% atvinnuleysi var í júlí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Litlar breytingar voru á milli mánaða og var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Meira »

Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

08:18 Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja. Meira »

Pysjum fjölgar og stofn styrkist

07:57 Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið. Meira »

Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni

07:37 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálfboðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. Meira »

Allt að 18 stiga hiti

07:08 Búast má við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestanlands, í dag. Skýjað og dálítil væta fyrir austan, en bjartara yfir og þurrt að kalla vestan til. Þó einhverjar smáskúrir síðdegis. Meira »
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Stofuskápur úr furu
Skápur í sumarbúðstaðinn til sölu, hæð 2 m, breidd 0,71 m, dýpt 0,35 m. Kr: 10,...