Leiðandi í mælingum framfara

Fulltrúar Social Progress Imperative (SPI) og Kópavogsbæjar stilltu sér upp ...
Fulltrúar Social Progress Imperative (SPI) og Kópavogsbæjar stilltu sér upp fyrir myndatöku eftir kynningu á úttekt SPI á Kópavogsbæ. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta verkefni er bara byrjunin. Social Progress Imperative (SPI) hefur talað fyrir vísitölu félagslegra framfara (VFF) um allan heim. Ástæðan fyrir því er einföld – við erum þeirrar skoðunar að dugmikið fólk geti með góðu gagnasafni skipt sköpum fyrir samfélagið,“ sagði Michael Green, forstjóri stofnunarinnar SPI, á fundi sem haldinn var nýverið í Kópavogi.

Tilefni fundarins var að kynna niðurstöður greiningar sem SPI á Íslandi vann fyrir Kópavogsbæ með aðstoð frá SPI í Lundúnum. Þar er félagsleg framþróun í Kópavogi kortlögð samkvæmt aðferðum sem þróaðar hafa verið hjá Social Progress Imperative, en þær segja til um hæfni samfélaga til að mæta grunnþörfum borgaranna, stuðla að og viðhalda lífsgæðum þeirra og veita einstaklingum tækifæri til betra lífs. VFF endurspeglar um leið þá þætti sem skipta máli og eru samanburðarhæfir á milli landa, svæða og borga.

Það er hins vegar vandasamt verk að mæla félagslegar framfarir, en um er að ræða margþætt verkefni sem krefst þess að þau viðmið sem notuð eru séu bæði skýr og þekkt.

„Hér áður fyrr þurftum við að reiða okkur á ónákvæmar efnahagslegar mælingar á vellíðan okkar. En það sem vísitala félagslegra framfara gerir er að veita okkur færi á að sjá hin raunverulegu gæði lífs og greina þannig veikleika og styrki samfélagsins,“ sagði Green.

„Kortlagning félagslegra framfara (Social Progress Portrait, SPP) endurspeglar stöðuna í Kópavogi og lífsgæði fólks. Þessi leið sýnir okkur hvernig hægt er að skoða önnur minni svæði um heim allan með þessari aðferðafræði,“ sagði Green.

Fjölmargir vísar og víddir

Skorkort fyrir Kópavog í greiningu SPI (SPP) á Íslandi byggist á 56 breytum sem skiptast niður á þá þætti og víddir sem mælikvarðinn byggist á. Eru víddirnar þrjár talsins, þ.e. grunnþarfir einstaklingsins, grunnstoðir velferðar og tækifæri einstaklingsins til að bæta líf sitt.

Michael Green, forstjóri SPI, var meðal þeirra sem fluttu erindi,en ...
Michael Green, forstjóri SPI, var meðal þeirra sem fluttu erindi,en hann sér mikil tækifæri í notkun vísitölu félagslegra framfara (VFF). mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt niðurstöðu greiningar virðast grunnstoðir velferðar „traustar í Kópavogi og gildir það um flest atriði.“ Þegar litið er til tækifæra íbúa í Kópavogi „koma flestir mælikvarðar mjög vel út, með örfáum undantekningum.“ Þegar kemur að grunnþörfum virðist hins vegar hægt að bæta ýmislegt. „Hafa verður í huga að kröfur sem gerðar eru til grunnþarfa eru miklar, en engu að síður er ljóst að hvað varðar almennt heilbrigði og húsnæðismál þá er tækifæri til að gera betur,“ segir í niðurstöðum úttektarinnar.

Ármann Kr. Ólafsson er bæjarstjóri í Kópavogi. Hann segir niðurstöðurnar geta nýst þeim vel sem stjórntæki. „Við erum, með því að mæla sveitarfélag með þessum hætti, algerir frumkvöðlar á heimsvísu. Þessi mæling er í raun ekki einkunn heldur segir hvar við stöndum miðað við mælikvarðana og hvar finna megi sóknarfæri. Að því leytinu til mun þetta nýtast okkur sem stjórntæki,“ segir Ármann Kr. í samtali við Morgunblaðið.

„Markmiðið með þessu er að vera ekki feimin við að draga fram tölur og gera sér grein fyrir stöðunni svo hægt sé að bæta árangur,“ segir Ármann og bætir við að mikilvægt sé að önnur sveitarfélög geri einnig sambærilega úttekt. „Ég myndi vilja sjá Samband íslenskra sveitarfélaga fara í saumana á þessu verkefni, sjá hvernig það var unnið og hvetja önnur sveitarfélög til þátttöku. Þannig geta sveitarfélög landsins borið sig saman,“ segir hann.

Theódóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs, segir mikla áherslu vera lagða á góð vinnubrögð í Kópavogi og að módel VFF eigi eftir að nýtast vel til framtíðar.

„Helst viljum við auðvitað getað borið okkur saman við önnur sveitarfélög frá ári til árs. En það væri einnig mjög gagnlegt að bera sig saman við sveitarfélög í öðrum löndum. Við bindum því miklar vonir við að önnur sveitarfélög taki þetta upp,“ segir hún. „Þetta eru raunverulegir mælikvarðar og niðurstaðan er lögð á borð fyrir íbúa svo þeir geti fylgst með verkum kjörinna fulltrúa og sveitarfélagsins alls. VFF er mjög góður grunnur til að hefja umræðu um þá hluti sem þörf er á að bæta,“ segir hún enn fremur.

Samstarfið afar ánægjulegt

Rósbjörg Jónsdóttir er fulltrúi Social Progress Imperative á Íslandi. Hún segist afar ánægð með þá miklu vinnu sem liggur að baki úttektarinnar og að samstarfið við sérfræðinga Kópavogsbæjar hafi verið einkar ánægjulegt, en frumkvæðið að þessari úttekt og drifkrafturinn kemur frá verkefnastjóra stefnumótunar bæjarfélagsins.

Aðspurð segir hún það sífellt verða mikilvægara að sveitarfélög geti borið sig saman við önnur sveitarfélög og um leið fylgst með eigin árangri á milli ára. „Við munum nú á næstu vikum og mánuðum kynna þetta fyrir öðrum og vona ég að sem flestir taki þátt,“ segir hún. Frekari upplýsingar um aðferðafræðina og SPI á Íslandi má finna á www.socialprogress.is.

mbl.is

Innlent »

Kóprabjalla og lirfur finnast  í hundafóðri

15:58 Kóprabjalla og lirfur hafa fundist í innfluttu hundafóðri og vekur Matvælastofnun athygli á þessi á vef sínum. Um er að ræða kóprabjöllur (Necrobia rufibes) og lirfur þeirra, sem fundist hafa í tveimur lotum af Hill's gæludýrafóðrinu Prescription Diet, Canine Z/D. Meira »

Taki aðstöðu nemenda til endurskoðunar

15:57 Fræðsluráð Hafnafjarðar vill að stjórnendur Áslandsskóla taki til endurskoðunar aðstöðu nemenda í matarhléum. Þetta kemur fram í svari fræðslustjóra Hafnafjarðarbæjar, sem segir erindi umboðsmanns barna um mataraðstöðu barna í skólanum verða tekið fyrir á næsta fundi skólaráðs Áslandsskóla. Meira »

Minna álag með styttri vinnuviku

14:58 Stytting vinnuvikunnar hefur almennt haft jákvæð áhrif á starfsfólk Reykjavíkurborgar og ríkisins, en viðmælendur í skýrslu sem unnin var fyrir BSRB fundu almennt fyrir jákvæðum áhrifum á líkamlega og andlega líðan. Þá gerði stytting vinnuviku starf á vinnustöðum markvissara og dró úr veikindum. Meira »

Fái upplýsingar um lífshættulegt ástand

14:41 Ef nýtt frumvarp um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, nær fram að ganga, verður hægt að nálgast einstaklinga að fyrra bragði og veita þeim upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra sem kemur í ljós við vísindarannsóknir eða við framkvæmd gagnarannsókna. Meira »

Dæmdur fyrir að hóta lögreglu ítrekað

14:13 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta ítrekað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa ekið bifreið undir áhrifum vímuefna, en hann mældist með amfetamín, MDMA og slævandi lyf í blóði sínu. Meira »

Harmar alvarlegar ásakanir

14:03 Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar alvarlegar ásakanir sem hún segir hafa komið í garð félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin hefur sent fjölmiðlum en þar segir hún Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem boðað hefur framboð í komandi formannskosningum félagsins, hafa farið fram með órökstuddum staðhæfingum um að félagið hafi brotið gegn félagsmönnum. Meira »

Ætla að bæta stöðu barna innflytjenda

13:58 Tillaga um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfinu var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Tvær keimlíkar tillögur um þetta efni voru á dagskrá borgarstjórnar í gær, ein frá Sjálfstæðisflokki og önnur frá meirihluta borgarstjórnar. Að lokum náðist sátt um eina. Meira »

Stöldrum við á hamstrahjólinu

12:30 Félagslegur stöðugleiki er gríðarlega mikilvægur og jafnmikilvægur og efnahagslegur stöðugleiki. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Meira »

„Eðalsíld sem er þarna á ferðinni“

12:11 „Við fengum aflann í fjórum holum á einum sólarhring. Tvo hol gáfu 450 tonn, eitt 350 og eitt um 250. Aflinn fékkst norðaustast í færeysku lögsögunni og það er eðalsíld sem er þarna á ferðinni,“ segir Óli Hans Gestsson, stýrimaður á Berki NK, en von er á skipinu til Neskaupstaðar með 1.500 tonn af síld núna í hádeginu, eftir að hafa lagt af stað af síldarmiðunum í gærmorgun. Meira »

„Svei þér Eyþór Arnalds“

11:51 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það geri hana hrygga og hissa, en líka alveg „ótrúlega brjálaða“ að hlusta á Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, „hamast“ á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra vegna braggamálsins svokallaða á meðan hann er í veikindaleyfi. Meira »

Baldur: „Winter is coming“

11:50 „Winter is coming,“ eða vetur kemur, sagði Baldur Borgþórsson, borgarfulltrúi Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi í gær, þegar hann lagði til óháða úttekt á framkvæmdum við Hlemm. Þar vísaði hann til þess að fara þyrfti yfir mörg mál þar sem framúrkeyrsla í framkvæmdum borgarinnar yrði skoðuð. Meira »

Aðeins tveir fengið skattskrána

11:45 Einungis tveir aðilar hafa fengið skattskrá allra Íslendinga yfir 18 ára afhenta frá ríkisskattstjóra og koma þannig til greina sem aðilar á bak við vefsíðuna tekjur.is „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá starfsmönnum ríkisskattstjóra þá hafa bara tveir aðilar fengið þetta á pappír.“ Meira »

Staða geðsjúkra fanga grafalvarleg

11:40 „Í fyrsta lagi held ég að þetta ástand sé grafalvarlegt og búið að vera mjög lengi,“ segir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, um stöðu geðsjúkra fanga. Hann hefur gert forsætisráðherra viðvart vegna skorts á skýrum svörum frá dóms­mála- og heil­brigðisráðuneyt­i vegna málsins. Meira »

Fulltrúi ráðuneytis á fund vegna skýrslu

11:32 Starfshópur sem vann áfangaskýrslu um störf og starfshætti Samgöngustofu kom á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær til að fara yfir skýrsluna og þær athugasemdir sem settar eru fram í henni. Meira »

Eiga bætt kjör bara við suma?

11:19 „Yfirskrift þingsins er bætt kjör, betra samfélag,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í opnunarávarpi sínu á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Hún sagði að BSRB vildi gera allt til að bæta lífskjör launafólks í landinu. Meira »

32 milljónir fyrir aðkeypta vinnu

11:00 Forsætisráðuneytið hefur gert verksamninga um aðkeypta ráðgjöf, sérverkefni og verkefnisstjórn við 23 aðila frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við. 8. október síðastliðinn hafði ráðuneytið greitt 32.646.798 kr. vegna þessara verkefna. Meira »

Allt að 19 mánaða bið eftir svari

10:46 Lengsti tími sem embætti umboðsmanns Alþingis hefur þurft að bíða eftir svörum ráðuneytis við fyrirspurnum sínum við úrvinnslu kvartana frá almenningi er eitt ár og sjö mánuðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis. Meira »

Varað við óviðeigandi mannaferðum

10:33 Á Facebook-síðu Seltjarnarnesbæjar er varað við óviðeigandi mannaferðum sem sést hefur til á undanförnum dögum í bænum. Segir að þar hafi menn skimað inn í garða, götur og innkeyrslur og tekið ljósmyndir, jafnvel í rökkri. Meira »

Kvörtunum fækkar milli ára

10:09 389 kvartanir og erindi bárust umboðsmanni Alþingis í fyrra og eru það 6,9% færri mál en árið á undan. Kvörtunum hefur fækkað síðustu ár en á árunum 2011 til 2014 voru kvartanir að jafnaði í kringum 500. Langalgengasta umkvörtunarefnið, líkt og fyrri ár, er tafir á afgreiðslu mála hjá hinu opinbera eða rúmur fimmtungur. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið á: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cot...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðum, frá Isuzu/stamford Cummins Volvo Yanmar ...