Leiðandi í mælingum framfara

Fulltrúar Social Progress Imperative (SPI) og Kópavogsbæjar stilltu sér upp ...
Fulltrúar Social Progress Imperative (SPI) og Kópavogsbæjar stilltu sér upp fyrir myndatöku eftir kynningu á úttekt SPI á Kópavogsbæ. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta verkefni er bara byrjunin. Social Progress Imperative (SPI) hefur talað fyrir vísitölu félagslegra framfara (VFF) um allan heim. Ástæðan fyrir því er einföld – við erum þeirrar skoðunar að dugmikið fólk geti með góðu gagnasafni skipt sköpum fyrir samfélagið,“ sagði Michael Green, forstjóri stofnunarinnar SPI, á fundi sem haldinn var nýverið í Kópavogi.

Tilefni fundarins var að kynna niðurstöður greiningar sem SPI á Íslandi vann fyrir Kópavogsbæ með aðstoð frá SPI í Lundúnum. Þar er félagsleg framþróun í Kópavogi kortlögð samkvæmt aðferðum sem þróaðar hafa verið hjá Social Progress Imperative, en þær segja til um hæfni samfélaga til að mæta grunnþörfum borgaranna, stuðla að og viðhalda lífsgæðum þeirra og veita einstaklingum tækifæri til betra lífs. VFF endurspeglar um leið þá þætti sem skipta máli og eru samanburðarhæfir á milli landa, svæða og borga.

Það er hins vegar vandasamt verk að mæla félagslegar framfarir, en um er að ræða margþætt verkefni sem krefst þess að þau viðmið sem notuð eru séu bæði skýr og þekkt.

„Hér áður fyrr þurftum við að reiða okkur á ónákvæmar efnahagslegar mælingar á vellíðan okkar. En það sem vísitala félagslegra framfara gerir er að veita okkur færi á að sjá hin raunverulegu gæði lífs og greina þannig veikleika og styrki samfélagsins,“ sagði Green.

„Kortlagning félagslegra framfara (Social Progress Portrait, SPP) endurspeglar stöðuna í Kópavogi og lífsgæði fólks. Þessi leið sýnir okkur hvernig hægt er að skoða önnur minni svæði um heim allan með þessari aðferðafræði,“ sagði Green.

Fjölmargir vísar og víddir

Skorkort fyrir Kópavog í greiningu SPI (SPP) á Íslandi byggist á 56 breytum sem skiptast niður á þá þætti og víddir sem mælikvarðinn byggist á. Eru víddirnar þrjár talsins, þ.e. grunnþarfir einstaklingsins, grunnstoðir velferðar og tækifæri einstaklingsins til að bæta líf sitt.

Michael Green, forstjóri SPI, var meðal þeirra sem fluttu erindi,en ...
Michael Green, forstjóri SPI, var meðal þeirra sem fluttu erindi,en hann sér mikil tækifæri í notkun vísitölu félagslegra framfara (VFF). mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt niðurstöðu greiningar virðast grunnstoðir velferðar „traustar í Kópavogi og gildir það um flest atriði.“ Þegar litið er til tækifæra íbúa í Kópavogi „koma flestir mælikvarðar mjög vel út, með örfáum undantekningum.“ Þegar kemur að grunnþörfum virðist hins vegar hægt að bæta ýmislegt. „Hafa verður í huga að kröfur sem gerðar eru til grunnþarfa eru miklar, en engu að síður er ljóst að hvað varðar almennt heilbrigði og húsnæðismál þá er tækifæri til að gera betur,“ segir í niðurstöðum úttektarinnar.

Ármann Kr. Ólafsson er bæjarstjóri í Kópavogi. Hann segir niðurstöðurnar geta nýst þeim vel sem stjórntæki. „Við erum, með því að mæla sveitarfélag með þessum hætti, algerir frumkvöðlar á heimsvísu. Þessi mæling er í raun ekki einkunn heldur segir hvar við stöndum miðað við mælikvarðana og hvar finna megi sóknarfæri. Að því leytinu til mun þetta nýtast okkur sem stjórntæki,“ segir Ármann Kr. í samtali við Morgunblaðið.

„Markmiðið með þessu er að vera ekki feimin við að draga fram tölur og gera sér grein fyrir stöðunni svo hægt sé að bæta árangur,“ segir Ármann og bætir við að mikilvægt sé að önnur sveitarfélög geri einnig sambærilega úttekt. „Ég myndi vilja sjá Samband íslenskra sveitarfélaga fara í saumana á þessu verkefni, sjá hvernig það var unnið og hvetja önnur sveitarfélög til þátttöku. Þannig geta sveitarfélög landsins borið sig saman,“ segir hann.

Theódóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs, segir mikla áherslu vera lagða á góð vinnubrögð í Kópavogi og að módel VFF eigi eftir að nýtast vel til framtíðar.

„Helst viljum við auðvitað getað borið okkur saman við önnur sveitarfélög frá ári til árs. En það væri einnig mjög gagnlegt að bera sig saman við sveitarfélög í öðrum löndum. Við bindum því miklar vonir við að önnur sveitarfélög taki þetta upp,“ segir hún. „Þetta eru raunverulegir mælikvarðar og niðurstaðan er lögð á borð fyrir íbúa svo þeir geti fylgst með verkum kjörinna fulltrúa og sveitarfélagsins alls. VFF er mjög góður grunnur til að hefja umræðu um þá hluti sem þörf er á að bæta,“ segir hún enn fremur.

Samstarfið afar ánægjulegt

Rósbjörg Jónsdóttir er fulltrúi Social Progress Imperative á Íslandi. Hún segist afar ánægð með þá miklu vinnu sem liggur að baki úttektarinnar og að samstarfið við sérfræðinga Kópavogsbæjar hafi verið einkar ánægjulegt, en frumkvæðið að þessari úttekt og drifkrafturinn kemur frá verkefnastjóra stefnumótunar bæjarfélagsins.

Aðspurð segir hún það sífellt verða mikilvægara að sveitarfélög geti borið sig saman við önnur sveitarfélög og um leið fylgst með eigin árangri á milli ára. „Við munum nú á næstu vikum og mánuðum kynna þetta fyrir öðrum og vona ég að sem flestir taki þátt,“ segir hún. Frekari upplýsingar um aðferðafræðina og SPI á Íslandi má finna á www.socialprogress.is.

mbl.is

Innlent »

Leit við Ölfusá hætt í bili

Í gær, 21:21 Leit að manni sem talið er að hafi stokkið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags hefur ekki borið árangur. Um 30 björgunarsveitarmenn leituðu meðfram ánni og í grennd við hana í dag. Meira »

Alltaf á hjólum í vinnunni

Í gær, 21:16 Gegnt Heilbrigðisstofnuninni við Merkigerði á Akranesi má sjá mörgum reiðhjólum, nýjum og notuðum, raðað upp framan við einbýlishús á góðviðrisdögum. Meira »

„Tvö skref áfram og eitt aftur á bak“

Í gær, 20:58 Samninganefndir ríkisins og ljósmæðra komu saman á óformlegum vinnufundi í dag. Fundurinn stóð í tæpa fjóra klukkutíma og lauk með þeirri niðurstöðu að formlegum fundi hjá ríkissáttasemjara sem átti að fara fram á föstudag hefur verið frestað fram á þriðjudag. Meira »

Kaffitíminn er heilagur hjá körlunum

Í gær, 20:55 „Við fengum þetta húsnæði fyrir um tveim vikum síðan og þeir hafa verið duglegir við að setja upp veggi og undirbúa allt,“ segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði. Meira »

Talinn hafa ekið öfugum megin

Í gær, 20:52 Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir erlendum ferðamanni sem var ökumaður bifreiðar sem lenti í árekstri við bifreið sem kom úr gagnstæðri átt skammt vestan gatnamóta við Landeyjahafnarveg í Rangárþingi eystra með þeim afleiðingum að ökumaður hinnar bifreiðarinnar lét lífið. Meira »

Flogið um allt samfélagið á töfrateppi

Í gær, 20:34 „Ég hafði ekki búið hér sem fullorðin manneskja og ég hafði ekki fengið móðurmálskennslu í íslensku í uppvextinum í Danmörku,“ segir Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Borgarbókasafninu. Meira »

Lögheimili bæjarfulltrúa ólöglegt

Í gær, 20:19 Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sat ekki fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag þar sem Þjóðskrá hefur úrskurðað lögheimili hans í Hafnarfirði ólöglegt. Meira »

Falið vald yfir íslenskum málum

Í gær, 20:15 Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, sem taka á gildi í lok vikunnar, gerir ráð fyrir því að Evrópudómstólnum, æðsta dómstóli sambandsins, verði falin völd til þess að úrskurða með beinum hætti gagnvart Noregi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum. Sama á við um Ísland. Meira »

Málið tekið fyrir í september

Í gær, 19:52 „Maður hefur verið að bíða eftir þessari dagsetningu. Það hefur verið gert ráð fyrir því í nokkurn tíma að koma málinu á dagskrá Hæstaréttar í september og það virðist hafa tekist,“ segir Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

Í gær, 18:56 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi unnustu sinni á hrottafenginn hátt á heimili þeirra í desember 2016. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í lok mars en þinghaldið var lokað. Dómur var kveðinn upp í málinu á föstudag. Meira »

Sagði Landsréttarmálið dæmi um spillingu

Í gær, 18:44 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, nefndi Landsréttarmálið og umræðuna um ferðakostnað þingmanna sem dæmi um hve hægt gengi að vinna gegn spillingu á Íslandi á opinni málstofu í Hörpu í dag undir yfirskriftinni Reynsla Íslands af baráttu gegn spillingu á meðal þingmanna. Meira »

Tveir fá 14 milljónir króna

Í gær, 18:44 Fyrsti vinningurinn í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld, en hann hljóðaði upp á tæplega 1,4 milljarða króna.  Meira »

Eldur í potti í mannlausu húsi

Í gær, 18:34 Tilkynning barst slökkviliðinu á Akureyri skömmu fyrir klukkan fimm um að reykur kæmi út úr íbúðarhúsi við Höfðahlíð. Kom í ljós að eldur var í potti á eldavél en húsið var mannlaust. Meira »

Sýna frá HM á risaskjá á Akureyri

Í gær, 17:44 Sýnt verður frá leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á risaskjá neðst í Gilinu á Akureyri í sumar. Það er Vikudagur sem greinir frá þessu, en þar segir að settur verður upp 15 fermetra risaskjár neðst í gilinu, rétt eins og þegar Akureyrarvaka er. Þar geta Akureyringar safnast saman og horft á leiki Íslands. Meira »

Rifu niður asbest án hlífðarbúnaðar

Í gær, 17:24 Byggingarvinnustaðnum við Grensásveg 12 var lokað 9. maí síðastliðinn og öll vinna bönnuð á verkstað eftir að í ljós kom að asbest hafði verið fjarlægt úr húsinu, án þess að sótt hefði verið um tilskilin leyfi og viðeigandi búnaður væri til staðar. Meira »

Staða skólameistara VA enn ekki auglýst

Í gær, 17:15 „Ef allt væri eðlilegt þá ætti að vera búið að ráða nýjan skólameistara um þessar mundir svo hann gæti eytt júní og fram að starfslokum skrifstofunnar í það að koma sér inn í nýtt starf og vera klár þegar skólastarfið byrjar aftur,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson sem fyrir hönd Kennarafélags Verkmenntaskóla Austurlands hefur sent mennta- og menningarmálaráðuneytinu bréf. Meira »

St. Jósefsspítali breytist í Lífsgæðasetur

Í gær, 17:10 „Þarna ætlum við að auka lífsgæði fólks,“ segir Eva Michelsen, nýráðinn verkefnastjóri Lífsgæðaseturs í hinum fornfræga St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. St. Jósefsspítali er eitt af þekktari kennileitum bæjarins en hefur staðið auður síðan 2011. Meira »

Atvinnuleysisbætur hækkuðu um 19%

Í gær, 16:59 Atvinnuleysisbætur hækkuðu 1. maí síðastliðinn um tæp 19%. Hækkunin er í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika frá 27. febrúar síðastliðinn sem gerð var í tengslum við mat á kjarasamningnum á almennum vinnumarkaði. Meira »

Stálu og veltu bifreið

Í gær, 16:33 Tvær ungar konur voru handteknar í Vestmannaeyjum að morgni dags í gær, þriðjudaginn 22. maí, vegna gruns um ölvun við akstur og nytjastuld á bíl. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar í Vestmannaeyjum á Facebook. Meira »
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Fjórir leikþættir
ti lsölu Fjórir leikþættir eftir Odd Björnsson með teikningum Dieter Roth, Gott ...
Stimplar
...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. ...
Sérfræðingar forsætisráðuneytið
Sérfræðistörf
Sérfræðingar Forsætisráðuneytið auglý...
Tónlistarkennari
Önnur störf
Það vantar tónlistarkennara norður Tó...