Leiðandi í mælingum framfara

Fulltrúar Social Progress Imperative (SPI) og Kópavogsbæjar stilltu sér upp ...
Fulltrúar Social Progress Imperative (SPI) og Kópavogsbæjar stilltu sér upp fyrir myndatöku eftir kynningu á úttekt SPI á Kópavogsbæ. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta verkefni er bara byrjunin. Social Progress Imperative (SPI) hefur talað fyrir vísitölu félagslegra framfara (VFF) um allan heim. Ástæðan fyrir því er einföld – við erum þeirrar skoðunar að dugmikið fólk geti með góðu gagnasafni skipt sköpum fyrir samfélagið,“ sagði Michael Green, forstjóri stofnunarinnar SPI, á fundi sem haldinn var nýverið í Kópavogi.

Tilefni fundarins var að kynna niðurstöður greiningar sem SPI á Íslandi vann fyrir Kópavogsbæ með aðstoð frá SPI í Lundúnum. Þar er félagsleg framþróun í Kópavogi kortlögð samkvæmt aðferðum sem þróaðar hafa verið hjá Social Progress Imperative, en þær segja til um hæfni samfélaga til að mæta grunnþörfum borgaranna, stuðla að og viðhalda lífsgæðum þeirra og veita einstaklingum tækifæri til betra lífs. VFF endurspeglar um leið þá þætti sem skipta máli og eru samanburðarhæfir á milli landa, svæða og borga.

Það er hins vegar vandasamt verk að mæla félagslegar framfarir, en um er að ræða margþætt verkefni sem krefst þess að þau viðmið sem notuð eru séu bæði skýr og þekkt.

„Hér áður fyrr þurftum við að reiða okkur á ónákvæmar efnahagslegar mælingar á vellíðan okkar. En það sem vísitala félagslegra framfara gerir er að veita okkur færi á að sjá hin raunverulegu gæði lífs og greina þannig veikleika og styrki samfélagsins,“ sagði Green.

„Kortlagning félagslegra framfara (Social Progress Portrait, SPP) endurspeglar stöðuna í Kópavogi og lífsgæði fólks. Þessi leið sýnir okkur hvernig hægt er að skoða önnur minni svæði um heim allan með þessari aðferðafræði,“ sagði Green.

Fjölmargir vísar og víddir

Skorkort fyrir Kópavog í greiningu SPI (SPP) á Íslandi byggist á 56 breytum sem skiptast niður á þá þætti og víddir sem mælikvarðinn byggist á. Eru víddirnar þrjár talsins, þ.e. grunnþarfir einstaklingsins, grunnstoðir velferðar og tækifæri einstaklingsins til að bæta líf sitt.

Michael Green, forstjóri SPI, var meðal þeirra sem fluttu erindi,en ...
Michael Green, forstjóri SPI, var meðal þeirra sem fluttu erindi,en hann sér mikil tækifæri í notkun vísitölu félagslegra framfara (VFF). mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt niðurstöðu greiningar virðast grunnstoðir velferðar „traustar í Kópavogi og gildir það um flest atriði.“ Þegar litið er til tækifæra íbúa í Kópavogi „koma flestir mælikvarðar mjög vel út, með örfáum undantekningum.“ Þegar kemur að grunnþörfum virðist hins vegar hægt að bæta ýmislegt. „Hafa verður í huga að kröfur sem gerðar eru til grunnþarfa eru miklar, en engu að síður er ljóst að hvað varðar almennt heilbrigði og húsnæðismál þá er tækifæri til að gera betur,“ segir í niðurstöðum úttektarinnar.

Ármann Kr. Ólafsson er bæjarstjóri í Kópavogi. Hann segir niðurstöðurnar geta nýst þeim vel sem stjórntæki. „Við erum, með því að mæla sveitarfélag með þessum hætti, algerir frumkvöðlar á heimsvísu. Þessi mæling er í raun ekki einkunn heldur segir hvar við stöndum miðað við mælikvarðana og hvar finna megi sóknarfæri. Að því leytinu til mun þetta nýtast okkur sem stjórntæki,“ segir Ármann Kr. í samtali við Morgunblaðið.

„Markmiðið með þessu er að vera ekki feimin við að draga fram tölur og gera sér grein fyrir stöðunni svo hægt sé að bæta árangur,“ segir Ármann og bætir við að mikilvægt sé að önnur sveitarfélög geri einnig sambærilega úttekt. „Ég myndi vilja sjá Samband íslenskra sveitarfélaga fara í saumana á þessu verkefni, sjá hvernig það var unnið og hvetja önnur sveitarfélög til þátttöku. Þannig geta sveitarfélög landsins borið sig saman,“ segir hann.

Theódóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs, segir mikla áherslu vera lagða á góð vinnubrögð í Kópavogi og að módel VFF eigi eftir að nýtast vel til framtíðar.

„Helst viljum við auðvitað getað borið okkur saman við önnur sveitarfélög frá ári til árs. En það væri einnig mjög gagnlegt að bera sig saman við sveitarfélög í öðrum löndum. Við bindum því miklar vonir við að önnur sveitarfélög taki þetta upp,“ segir hún. „Þetta eru raunverulegir mælikvarðar og niðurstaðan er lögð á borð fyrir íbúa svo þeir geti fylgst með verkum kjörinna fulltrúa og sveitarfélagsins alls. VFF er mjög góður grunnur til að hefja umræðu um þá hluti sem þörf er á að bæta,“ segir hún enn fremur.

Samstarfið afar ánægjulegt

Rósbjörg Jónsdóttir er fulltrúi Social Progress Imperative á Íslandi. Hún segist afar ánægð með þá miklu vinnu sem liggur að baki úttektarinnar og að samstarfið við sérfræðinga Kópavogsbæjar hafi verið einkar ánægjulegt, en frumkvæðið að þessari úttekt og drifkrafturinn kemur frá verkefnastjóra stefnumótunar bæjarfélagsins.

Aðspurð segir hún það sífellt verða mikilvægara að sveitarfélög geti borið sig saman við önnur sveitarfélög og um leið fylgst með eigin árangri á milli ára. „Við munum nú á næstu vikum og mánuðum kynna þetta fyrir öðrum og vona ég að sem flestir taki þátt,“ segir hún. Frekari upplýsingar um aðferðafræðina og SPI á Íslandi má finna á www.socialprogress.is.

mbl.is

Innlent »

Nýjar neftóbaksdósir í notkun

08:25 ÁTVR hefur tekið í notkun nýjar dósir undir íslenskt neftóbak. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að hugsunin að baki hinum nýju dósum sé að þær megi innsigla. Meira »

„Lítill lundi með stórt hjarta“

07:57 Hinn víðfrægi Tóti lundi hefur kvatt þennan heim fyrir fullt og allt. Tóti bjó á Sæheimum, fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja, frá því að hann var pysja, en hann var sjö ára þegar hann féll frá. Meira »

Laxnesssetur í farvatninu

07:37 Ríkisstjórnin samþykkti á ríkisstjórnarfundi á föstudag að hefja mætti viðræður við eigendur Jónstóttar, vestan Gljúfrasteins og Kaldárkvíslar, með það að markmiði að þar verði í framtíðinni byggt upp Laxnesssetur. Meira »

Rigning á landinu sunnanverðu

06:58 Austanátt, 5-10 m/s, verður víðast hvar á landinu í dag, en 10-15 m/s með suðurströndinni fram eftir morgni. Rigning verður á landinu sunnanverðu, en norðan heiða þykknar upp og fer að rigna síðdegis. Hiti verður á bilinu 9 til 16 stig. Meira »

Fundað með tannlæknum

05:30 Tannlæknafélag Íslands og Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) munu eiga sinn fyrsta samningafund kl. 17 í dag, en stefnt er að nýjum samningi um tannlækningar aldraðra og öryrkja sem á að taka gildi 1. september nk. Meira »

Metfjöldi á Fiskideginum í ár

05:30 Aldrei hafa fleiri verið á Fiskideginum mikla á Dalvík en um síðustu helgi sé tekið mið af talningu á ökutækjum, segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Þrífa með sérstökum vélum

05:30 Að mörgu er að hyggja í höfuðborg. Ýmis tæki og tól létta starfsmönnum lífið þegar kemur að því að þrífa fjölmargar gangstéttir í henni Reykjavík. Meira »

Vilja koma í veg fyrir að sníkjudýr berist

05:30 „Við viljum vera á tánum til þess að koma í veg fyrir að sníkjudýr berist til landsins með innfluttum dýrum og geti haft áhrif á heilbrigði dýra á Íslandi.“ Meira »

Lækka um 88 milljarða á einu ári

05:30 Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um rúma 88 milljarða á síðustu 12 mánuðum. Skuldirnar hafa því lækkað um rúmar 240 milljónir á dag, eða um 10 milljónir á klukkustund. Meira »

Kæra borgina vegna samningagerðar

05:30 Ómar R. Valdimarsson, lögmaður AFA JCDecaux, segir upplýsingar um samning Reykjavíkurborgar við félagið Dengsa sýna fram á ágalla. Meira »

Reka hvalina lengra út á haf

Í gær, 22:29 25 manns vinna að því að reka grindhvalavöðuna, sem hefur haldið sig innan brúar í Kolgrafafirði, annan daginn í röð. „Þeir voru að fara út fyrir brúna og nú á að reyna að reka þá svolítið langt út,“ segir Ein­ar Strand, formaður svæðis­stjórn­ar Lands­bjarg­ar á Snæ­fellsnesi. Meira »

„Hættum í rauninni aldrei“

Í gær, 21:30 Íslenska rokkhljómsveitin Jeff Who? hefur ákveðið að halda tvenna endurkomutónleika í lok september.  Meira »

„Ég gerði mitt allra besta“

Í gær, 20:25 „Íslensku dæturnar eru mínar helstu fyrirmyndir,“ segir Birta Líf Þórarinsdóttir, fimmtán ára crossfit-kappi sem keppti nú í ágúst á heimsleikunum í crossfit í aldurshópnum 14-15 ára. Alls kepptu þrjú íslensk ungmenni á leikunum en Íslendingar hafa ekki áður komist á leikana í þessum aldursflokki. Meira »

Mesta púðrið fer í að leiðbeina fólki

Í gær, 20:06 „Þetta hefur gengið vel,“ segir Grétar Óskarsson, flokksstjóri hjá Vegagerðinni á Selfossi, við mbl.is. Ölfusárbrú var lokað klukkan fjögur síðdegis en reiknað er með að hún verði lokuð í viku. Hjáleið er um Þrengsli og Óseyrarbrú. Meira »

Fatahönnun framtíðar

Í gær, 19:25 „Mig langaði alltaf að prófa eitthvað nýtt og krefjandi. Ég hef lengi haft áhuga á fatahönnun og langaði að prófa að fara utan til þess að læra. Að mínu mati er London besti staðurinn fyrir slíkt,“ segir Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir, 23ja ára gamall Akureyringur. Meira »

Stór sprunga í skriðusárinu

Í gær, 19:19 Stór sprunga hefur myndast innan við skriðusárið í Fagradalsfjalli í Hítardal. Efnið mun líklega falla ofan á framhlaupsurðina sem myndaðist þegar skriðan féll 7. júlí. Þetta kemur fram í frétt á vef Veðurstofunnar. Meira »

Umhverfis Langjökul hjólandi á 12 klst.

Í gær, 18:59 Um helgina fór fram fjallahjólakeppnin Glacier 360, en það er eina fjöldaga fjallahjólakeppnin sem haldin er hér á landi. Þetta er í fjórða skipti sem keppnin er haldin, en hjólað er hringinn í kringum Langjökul, samtals 290 kílómetra. Meira »

„Þeir eru bara hérna“

Í gær, 18:25 Grind­hvala­vaðan sem björg­un­ar­sveit­ar­menn ráku úr Kolgrafaf­irði í gær kom aftur inn fjörðinn í morgun og hefur haldið sig þar í dag. Ekki er búið að ákveða hvort þeir verði reknir úr firðinum í kvöld. Meira »

Forstjórinn segir völd sín ofmetin

Í gær, 18:00 Valdheimildir orkustofnunar Evrópu eru ofmetnar, segir Alberto Pototschnig, forstjóri ACER, í samtali við mbl.is. „Það er mikilvægt að taka umræðuna, það er auðvitað stórt skref að taka þátt í innri orkumarkaði Evrópu. Þessi umræða verður þó að byggja á réttum upplýsingum,“ segir hann. Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...