Lýðræðið látið undan síga hér á landi

Sigmundur Davíð setti fyrsta landsþing Miðflokksins í morgun.
Sigmundur Davíð setti fyrsta landsþing Miðflokksins í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Yfirskrift þingsins er upphaf nýrra tíma og það er vel við hæfi af því við ætlum að innleiða nýja tíma í íslenskum stjórnmálum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður í setningarræðu sinni á fyrsta landsþingi Miðflokksins sem haldið er um helgina.

Í setningarræðunni vildi hann nota tækifærið og ræða um stöðuna í stjórnmálum nú um stundir. Hann sagði miklar breytingar kalla á viðbrögð stjórnmálamanna, og að bestu viðbrögðin væru að endurvekja virkni lýðræðisins.

Sigmundur Davíð sagði að hér á landi hefði lýðræðið látið undan síga og að kjósendur væru farnir að taka eftir því að ekki skipti máli hvaða flokkur væri kosinn. „Niðurstaðan er æ oftar stjórnarmyndun um stólaskipti þar sem stjórnmálamenn fallast á að gefa eftir helstu áherslumál sín, helstu kosningaloforð gegn því að samstarfsflokkarnir geri slíkt hið sama. Kerfinu er svo eftirlátið að stjórna.“

Fjölmargir hlýddu á ræðu Sigmundar Davíðs í morgun.
Fjölmargir hlýddu á ræðu Sigmundar Davíðs í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann tók svo fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar til umræðu, og sagði ríkisstjórnina stefna á að eyða miklum peningum, fjármagni sem varð til með markvissri stefnu, og að því fylgdi engin sýn um það hvernig ætti að halda áfram efnahagslegri uppbyggingu.

„Hugmyndin virðist vera sú að það sé óhætt að hætta að róa, báturinn muni áfram færast í sömu átt. En þegar það gerist er ekki aðeins er hætta á að báturinn staðnæmist, straumurinn mun bera hann með sér, jafnvel upp á sker.“

Við þessu segir hann Miðflokkinn ætla að bregðast við með skýrri sýn á framtíðina, með því að leggja fram lausnir og með því að endurvekja það besta í lýðræðishugsjóninni.

Á 100 ára afmæli fullveldisins sagði hann ekki veita af því að verja fullveldið, en að að því hefði verið sótt undanfarið, með reglugerðum erlendis frá og erlendum vogunarsjóðum sem ráða för á íslenskum fjármálamarkaði.

„En fyrst og fremst þurfum við að verja það sem krafan um fullveldi fól raunverulega í sér. Það að íslenskur almenningur, hver einasti borgari landsins fengi rétt, og jafnan rétt, til að ákveða hvernig samfélaginu okkar skyldi stjórnað.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
Gunnar Bragi Sveinsson býður sig fram sem varaformaður Miðflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson býður sig fram sem varaformaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins í Hafnarfirði.
Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins í Hafnarfirði. mbl.is/Kristinn Magnússon
Geir Þorsteinsson, oddviti Miðflokksins í Kópavogi.
Geir Þorsteinsson, oddviti Miðflokksins í Kópavogi. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Lilja Rannveig gefur kost á sér hjá SUF

07:03 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hefur tilkynnt um að hún gefi kost á sér til embættis formanns Sambands ungra framsóknarmanna á komandi sambandsþingi sem fram fer daganna 31. ágúst til 1. september. Meira »

Landið er á milli tveggja lægða

06:50 Landið er milli tveggja lægða, annarrar hægfara norðaustur af Langanesi, en hinnar suðvestur í hafi á fleygiferð til austurs og veldur því að fer að rigna syðra í dag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun. Meira »

Samkeppnin er að harðna

05:30 Útlit er fyrir að um 335 þúsundum færri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár en Isavia áætlaði í nóvember síðastliðnum. Það samsvarar rúmlega 900 farþegum á dag. Meira »

Enginn fyllir skarð lundans Tóta

05:30 Merlin Entertainment mun á næsta ári taka við rekstri Sæheima, fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja.   Meira »

Áhugi á heimilislækningum

05:30 Ásókn í sérnám í heimilislækningum hefur aukist í kjölfar aðgerða sem farið var í árið 2011. Nú eru 47 læknar í náminu sem fram fer í Reykjavík og á Akureyri. Meira »

Kortleggja Íslendingahópa á Facebook

05:30 Íslendingar sem búsettir eru utan landsins hafa stofnað með sér hundruð Facebook-hópa til þess að halda tengslum við samlanda sína og hjálpa þeim að setjast að á nýjum stað. Meira »

Gandálfsmörk og Móðsognismörk

05:30 Götunafnanefnd á vegum borgarráðs hefur komið með tillögur að götuheitum í þremur mismunandi hverfum í Reykjavík, þar á meðal á Hólmsheiði og við Landspítala. Meira »

Brýndi mikilvægið fyrir ráðamönnum

05:30 Utanríkisráðherra Noregs, Ine Marie Eriksen Søreide, segist hafa gert Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, og íslenskum þingmönnum grein fyrir mikilvægi þess að þriðji orkupakki ESB verði innleiddur sem hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Meira »

Ullað í borgarráði Reykjavíkur

Í gær, 22:36 Fulltrúar minnihlutans í borgarráði Reykjavíkur bókuðu í dag „alvarlegar athugasemdir“ við það að Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri græna, hefði ullað framan í annan borgarráðsfulltrúa í upphafi fundar. Meira »

95 ára skellti sér í fallhlífarstökk

Í gær, 22:07 Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, varð í dag ef til vill elsti Íslendingurinn til að fara í fallhlífarstökk. „Ljómandi huggulegt,“ segir Páll um upplifunina. Meira »

Staðsetning Íslands mikilvæg á ný

Í gær, 21:55 Ísland hefur orðið mikilvægari samstarfsaðili á sviði öryggis- og varnarmála vegna breyttrar stöðu í heimsmálunum og tengist það landfræðilegri legu landsins í Norður-Atlantshafi, segir Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, í samtali við blaðamann. Meira »

Andarnefjan komin á flot

Í gær, 21:25 „Hún er komin af stað og byrjuð að synda. Það er bátur að fylgja henni og við ætlum að reyna að hafa hann að fylgja henni þar til við missum sjónar af henni,“ segir Sverrir Tryggvason skipstjóri. Önnur andarnefjanna sem festust í sjálfheldu á Engey er komin til sjávar. Hin drapst fyrr í kvöld. Meira »

Datt illa nærri Glym

Í gær, 20:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ungan karlmann á Landspítala í kvöld, en sá hafði hrasað og dottið illa á gönguleiðinni að fossinum Glym í botni Hvalfjarðar. Meira »

Fiskidagurinn litli í boði mikla

Í gær, 20:50 „Það var mikil veðurblíða og fólkið á heimilinu horfði á Fiskidagstónleikana. Svo var súpa og fiskborgarar og KK spilaði, hann ætlaði ekki að geta hætt að því þau vildu alltaf meira,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdarstjóri Fiskidagsins mikla. Fiskidagurinn litli var haldinn í Mörkinni í dag. Meira »

Vill hjálpa öðrum með sama sjúkdóm

Í gær, 20:40 Um 15.000 manns reima á sig hlaupaskóna nú á laugardag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Á meðan margir láta sér nægja að hlaupa fyrir sjálfa sig þá vilja aðrir láta gott af sér leiða. Meðal þeirra er hinn 13 ára Sebastian Örn Adamsson sem hleypur til styrktar Andartaki. Meira »

Vaðlaugin vekur lukku

Í gær, 20:15 Nýlega var tekin í notkun vaðlaug með volgu vatni í Hljómskálagarðinum. Laugin fékk kosningu í íbúakosningu í verkefninu: Hverfið mitt, hjá Reykjavíkurborg. Laugin höfðar greinilega til yngstu kynslóðarinnar sem var þar við leik í dag. Meira »

Tæknifræðinám í Hafnarfirði

Í gær, 20:14 Hafnarfjarðarbær og Háskóli Íslands hafa komist að samkomulagi um að skólinn komi upp aðstöðu fyrir tæknifræðinám í Menntasetrinu við Lækinn nú í haust. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti samninginn á fundi sínum í morgun. Meira »

Tvíburar á alþjóðlegri hátíð

Í gær, 19:45 „Við erum saman öllum stundum og oft veit ég hvað systir mín er að hugsa. Og eins og þú heyrir á tali okkar þá botna ég oft setningarnar sem systir mín kemur með og hún það sem ég segi. Oft er talað við okkur tvær sem eina manneskju sem getur verið pirrandi. Við hins vegar þekkjum ekkert annað líf en þetta og tökum þessu bara létt,“ segir Elín Hrönn Jónsdóttir í Hveragerði. Meira »

Brýtur í bága við dýravelferð

Í gær, 19:30 „Það sem við skiljum ekki og höfum ekki fengið haldbær rök fyrir, er hvers vegna lengri einangrun en 10 dagar er nauðsynleg þegar strangasta löggjöfin utan Íslands er 10 dagar,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ. Sjálf þekki hún dæmi þess að hundar hafi farið illa út úr einangrunarvistinni. Meira »
Svarthvít axlabönd
Til sölu fyrsta ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Svarthvít axlabönd. Árituð og ástand...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...