Lýðræðið látið undan síga hér á landi

Sigmundur Davíð setti fyrsta landsþing Miðflokksins í morgun.
Sigmundur Davíð setti fyrsta landsþing Miðflokksins í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Yfirskrift þingsins er upphaf nýrra tíma og það er vel við hæfi af því við ætlum að innleiða nýja tíma í íslenskum stjórnmálum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður í setningarræðu sinni á fyrsta landsþingi Miðflokksins sem haldið er um helgina.

Í setningarræðunni vildi hann nota tækifærið og ræða um stöðuna í stjórnmálum nú um stundir. Hann sagði miklar breytingar kalla á viðbrögð stjórnmálamanna, og að bestu viðbrögðin væru að endurvekja virkni lýðræðisins.

Sigmundur Davíð sagði að hér á landi hefði lýðræðið látið undan síga og að kjósendur væru farnir að taka eftir því að ekki skipti máli hvaða flokkur væri kosinn. „Niðurstaðan er æ oftar stjórnarmyndun um stólaskipti þar sem stjórnmálamenn fallast á að gefa eftir helstu áherslumál sín, helstu kosningaloforð gegn því að samstarfsflokkarnir geri slíkt hið sama. Kerfinu er svo eftirlátið að stjórna.“

Fjölmargir hlýddu á ræðu Sigmundar Davíðs í morgun.
Fjölmargir hlýddu á ræðu Sigmundar Davíðs í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann tók svo fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar til umræðu, og sagði ríkisstjórnina stefna á að eyða miklum peningum, fjármagni sem varð til með markvissri stefnu, og að því fylgdi engin sýn um það hvernig ætti að halda áfram efnahagslegri uppbyggingu.

„Hugmyndin virðist vera sú að það sé óhætt að hætta að róa, báturinn muni áfram færast í sömu átt. En þegar það gerist er ekki aðeins er hætta á að báturinn staðnæmist, straumurinn mun bera hann með sér, jafnvel upp á sker.“

Við þessu segir hann Miðflokkinn ætla að bregðast við með skýrri sýn á framtíðina, með því að leggja fram lausnir og með því að endurvekja það besta í lýðræðishugsjóninni.

Á 100 ára afmæli fullveldisins sagði hann ekki veita af því að verja fullveldið, en að að því hefði verið sótt undanfarið, með reglugerðum erlendis frá og erlendum vogunarsjóðum sem ráða för á íslenskum fjármálamarkaði.

„En fyrst og fremst þurfum við að verja það sem krafan um fullveldi fól raunverulega í sér. Það að íslenskur almenningur, hver einasti borgari landsins fengi rétt, og jafnan rétt, til að ákveða hvernig samfélaginu okkar skyldi stjórnað.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
Gunnar Bragi Sveinsson býður sig fram sem varaformaður Miðflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson býður sig fram sem varaformaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins í Hafnarfirði.
Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins í Hafnarfirði. mbl.is/Kristinn Magnússon
Geir Þorsteinsson, oddviti Miðflokksins í Kópavogi.
Geir Þorsteinsson, oddviti Miðflokksins í Kópavogi. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Grunaður um innbrot í bíla

06:13 Maður sem er grunaður um að hafa verið að brjótast inn í bíla í Breiðholtinu í nótt var handtekinn skammt frá vettvangi og er vistaður í fangageymslu lögreglunnar. Meira »

Andlát: Jón Þórarinn Sveinsson

05:30 Jón Þórarinn Sveinsson, tæknifræðingur og fyrrverandi forstjóri Stálvíkur, er látinn. Hann lést 18. maí sl. á Hrafnistu í Hafnarfirði. Meira »

Tafirnar eru dýrar

05:30 Í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á vegamálum er áætlað að 15.000 klukkustundum sé sóað í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á degi hverjum, sem samsvarar um 25 klukkustundum á hvern íbúa á ársgrundvelli. Meira »

Deila vegna laxveiða

05:30 Netaveiðirétthafar innan Veiðifélags Árnesinga ætla að kæra til Fiskistofu samþykkt aðalfundar félagsins frá 26. apríl um að netaveiðar verði bannaðar á vatnasviði Ölfusár og Hvítár sumarið 2019. Meira »

Ferðamaður lenti í snjóflóði

05:30 Erlendur ferðamaður slasaðist í snjóflóði í Grænagarðsgili í Skutulsfirði í gær. Þorkell Þorkelsson, vaktstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði, segir að ekki hafi verið um mikið flóð að ræða. Hann geti þó ekki fullyrt hvernig líðan mannsins sé. Meira »

Háhýsabyggð á ís

05:30 Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir skipulag Borgartúns 24 verða tekið fyrir á næsta fundi ráðsins. Sá fundur fari fram í byrjun júní. Meira »

Íbúðarhús í nýju orlofshverfi Eflingar

05:30 Efling stéttarfélag er að hefja framkvæmdir við byggingu sex íbúðarhúsa á landi sínu í Stóra-Fljóti í Reykholti í Bláskógabyggð. Húsin verða leigð út sem sumarbústaðir. Meira »

Mál í gíslingu ríkisstofnana

05:30 Um hundrað Vestfirðingar komu saman við Gilsfjarðarbrú um miðjan dag í gær á samstöðufundi, sem haldinn var af grasrótarhreyfingu íbúa á Vestfjörðum til þess að minna stjórnvöld á þrjú stór hagsmunamál Vestfirðinga, raforkuöryggi, fiskeldi í sjó og bættar samgöngur. Meira »

Íþróttahús fyrir 4,2 milljarða

05:30 Ráðgert er að framkvæmdir vegna byggingar fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri í Garðabæ hefjist í haust. Áætlaður kostnaður við verkið er um 4,2 milljarðar króna, en Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að bygging hússins sé hluti af mikilli uppbyggingu á svæðinu við Vífilsstaði. Meira »

Varað við ferðalögum vegna veðurs

Í gær, 22:46 Spáð er allhvassri eða hvassri suðaustanátt með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi næsta sólarhringinn samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

BRCA genin ekki einu skaðvaldarnir

Í gær, 20:43 Undanfara daga hefur mikil umræða verið um aðgang að erfðaupplýsingum og þá helst aðgang að upplýsingum um ákveðna meinvaldandi breytingu í BRCA2 geni, sem eykur margfalt líkur á brjóstakrabbameini hjá þeim sem ber hana. Breytingin erfist frá einni kynslóð til annarrar. Meira »

Skipulagsstofnun óskar eftir upplýsingum

Í gær, 20:25 Skipulagsstofnun hefur óskað eftir upplýsingum um samskipti sveitarstjórnar Árneshrepps við fyrirtækin sem hyggjast reisa Hvalárvirkjun. Greint var frá beiðninni í kvöldfréttum Rúv. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir í samtali við mbl.is að samskiptin sem stofnunin óskar eftir að skoða varði afgreiðslu á breytingum á aðalskipulagi Árneshrepps. Meira »

Þyrlan gat ekki sinnt útkallinu

Í gær, 19:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar gat ekki sinnt útkalli vegna tveggja ferðamanna sem lentu í Þingvallavatni í gær vegna þess að vakthafandi þyrlusveit uppfyllti ekki kröfur um lágmarkshvíld og því ekki hægt að kalla þyrluna út. Meira »

„Þetta er algjört hrun“

Í gær, 19:39 Lítil ásókn í strandveiðar á svæði B, sem nær frá Strandabyggð á Vestfjörðum að Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, þykir sláandi að mati Landssambands smábátaeigenda. Alls hafa 66 leyfi verið gefin út til strandveiða á svæðinu í ár, saman borið við 105 leyfi á sama tíma í fyrra. Meira »

Voru dýralæknir og tæknifræðingur

Í gær, 19:36 Ferðamennirnir sem létust eftir að þeir voru við veiðar í Þingvallavatni voru frá borginni La Crescent í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum að því er segir í bandarískum fjölmiðlum. Meira »

Tvær bifreiðar lentu saman

Í gær, 18:59 Tvær bifreiðar lentu saman á Suðurlandsvegi við Steina um klukkan sex í dag. Sex voru í bifreiðunum sem lentu utan vegar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Meira »

Leit hætt við Ölfusá

Í gær, 18:21 Leit að karlmanni sem talið er að hafi stokkið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags var hætt á sjötta tímanum í dag, samkvæmt upplýsingum frá svæðismiðstöð björgunarsveita. Meira »

Breytingar gerðar í kjölfar ólgu

Í gær, 16:12 Tekin var ákvörðun um breytingar á yfirstjórn Víkurskóla í kjölfar talsverðrar ólgu sem upp kom í sveitarfélaginu Mýrdalshreppi í vor. Í því fólks að gert var samkomulag við Þorkel Ingimarsson skólastjóra að hann léti af störfum við skólann. Meira »

Tveir reyndust sviptir ökuréttindum

Í gær, 15:42 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumönnum þriggja bifreiða í dag vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða að hafa þau undir höndum. Meira »
Til leigu
Til leigu Rekstur á söluturni í Grafarvogi upplýsingar snot ra1950@gmail.com...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á lager 37 og 58 hp bátavélar frá TD Með gír og mælaborði og motorpúðum...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Jessenius Faculty inntökupróf
Jessenius Faculty of Medicine Martin, Slóvakíu Inntökupróf verða haldin í læknis...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Gön...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Utankjörfundaratkvæðisgreiðsla
Tilkynningar
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagre...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nú ...