Vann 330.000 kr. í lottó

Enginn var með allar aðaltölurnar réttar í lottóútdrætti kvöldsins og verður því aðalvinningurinn þrefaldur í næstu viku. Einn heppinn miðaeigandi var hins vegar með bónusvinninginn og hlýtur hann rúmlega 330.000 kr. í vinning.

Miðinn var keyptur í Bifreiðastöð Oddeyrar á Akureyri. Vinningstölur dagsins eru 2, 21, 22, 32 og 35. Bónustalan er 3. 

Fimm voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá 100 þúsund krónur hver.

mbl.is