Geðfatlaður og býr í bíl

„Mér finnst ekki þægilegt að segja opinberlega frá aðstæðum föður ...
„Mér finnst ekki þægilegt að segja opinberlega frá aðstæðum föður míns, sem er veikur maður sem hefur átt erfitt líf og á sér fáa málsvara,“ segir hún. „Ég hef reynt, án árangurs, allt sem mér dettur í hug, til að ná til þeirra sem hafa um þessi mál að segja. Bréfið var síðasta úrræðið.“ Ljósmynd/Valgerður Björnsdóttir

„Með því að segja frá aðstæðum Steindórs í opnu bréfi vonar fjölskyldan að hver sá sem les þetta geti á einhvern hátt aðstoðað fjölskylduna við að koma Steindóri í öruggt viðeigandi frambúðarhúsnæði.“

Á þessum orðum endar opið bréf sem Aldís Steindórsdóttir sendi nýverið til um 120 viðtakenda; þingmanna, ráðherra, borgarstjórans í Reykjavík og yfirmanna velferðarmála.

Steindór Einarsson, faðir Aldísar, er geðfatlaður, hann hefur verið húsnæðislaus í um tvö ár og þrátt fyrir að hafa verið efstur á biðlista í marga mánuði eftir félagslegu húsnæði hjá þeirri þjónustumiðstöð borgarinnar sem fer með hans mál fær hann ekkert húsnæði úthlutað. Hann heldur nú að mestu leyti til í bifreið sinni.

Aldís er talsmaður föður síns og segist ekki hafa tölu á öllum þeim fundum sem hún hefur farið á vegna húsnæðisvanda hans. „Ég finn til með öllum þeim sem eru í sömu sporum og pabbi og eru ekki með neinn til að tala fyrir sig,“ segir hún í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »