Næturfrost á Norðurlandi

Það kólnar í veðri næsta sólarhringinn.
Það kólnar í veðri næsta sólarhringinn. mbl.is/​Hari

Það kólnar heldur í veðri næsta sólarhringinn. Von er á norðlægri eða breytileg átt, 5-13 metrum á sekúndu, hvassast vestanlands. Búast má við rigningu með köflum sunnan til en stöku éljum fyrir norðan, einkum inn til landsins. 

Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig að deginum, hlýjast sunnanlands en næturfrost í innsveitum norðaustan til.

Á morgun verður skýjað um mestallt land og von er á lítils háttar snjókomu en skúrum með suðurströndinni. Á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir austlægri átt, 3-8 metrum á sekúndu, skýjuðu og stöku skúrum, einkum síðdegis. Hiti verður á bilinu 3 til 8 stig.

Veðurvefur mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert