20 kjarasamningar gerðir frá áramótum

Semja þarf fyrir nær allan vinnumarkaðinn áður en ár er …
Semja þarf fyrir nær allan vinnumarkaðinn áður en ár er liðið. mbl.is/Golli

Frá áramótum hefur verið lokið við gerð alls 20 nýrra kjarasamninga, sem samþykktir hafa verið í atkvæðagreiðslum félagsmanna sem þeir ná til. Þetta má lesa út úr yfirliti embættis Ríkissáttasemjara.

Nýgerður kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara og Samninganefndar ríkisins, sem skrifað var undir sl. laugardagskvöld er sá 21. í röðinni en eftir er að bera hann undir atkvæði, sem á að vera lokið 11. maí.

Í umfjöllun um kjarasamninga í Morgunblaðinu í dag kemur m.a. fram, að langflestir þessara samninga eru því marki brenndir að gilda aðeins í stuttan tíma eða til 31. mars á næsta ári og kveða þ.a.l. á um minni launahækkanir en samið var um í kjaraviðræðum á umliðnum árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert