Skapar mikinn vanda

Velferðarráðuneytið hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu …
Velferðarráðuneytið hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur þar til deilan leysist. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það skapar mikinn vanda að ljósmæður sem sinnt hafa þjónustu við sængurkonur og börn þeirra hafi lagt niður störf. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef Landspítalans.

95 ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu við sængurkonur lögðu niður störf í gær þar til gengið verði frá samningi þeirra við Sjúkratryggingar Íslands.

Velferðarráðuneytið hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur í millitíðinni og kveðst spítalinn munu sinna verkefninu eins og unnt er þar til deilan leysist.

„Þetta mun skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið,“ segir í yfirlýsingunni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert