Starr í lagi en ekki Hjartar

Richard Starkey, betur þekktur sem Ringo Starr, er sennilega sá …
Richard Starkey, betur þekktur sem Ringo Starr, er sennilega sá þekktsti sem ber nafnið Starr. En það hefur nú verið samþykkt sem millinafn af íslenskri mannanafnanefnd. AFP

Millinafnið Starr er í lagi en ekki millinafnið Hjartar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úrskurði mannanafnanefndar.

Á fundi sínum í síðustu viku samþykkti nefndin beiðni um kvenmanns eiginnöfnin Ísdögg, Arntinna og Emely.

Aftur móti var beiðni um millinafnið Araminta hafnað en beiðni um eiginnafnið Araminta  er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá. Í úrskurðinum segir að millinafnið Araminta er ekki dregið af íslenskum orðstofni og hefur nefnifallsendingu. Það fullnægir þess vegna ekki skilyrðum laga um mannanöfn. Eiginnafnið Araminta (kvk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Aramintu, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga  um mannanöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert