Sveitarfélögin taki við

Sjúkraflutningamenn þurfa að glíma við ýmsar aðstæður.
Sjúkraflutningamenn þurfa að glíma við ýmsar aðstæður. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Best færi á því að forræði sjúkraflutninga yrði að nýju hjá sveitarfélögum líkt og forðum. Þannig yrði tryggt öflugt og samræmt viðbragð á vegum slökkviliðanna.

Þetta segir í ályktun Félags slökkviliðsstjóra sem hélt aðalfund sinn nýlega. Slökkviliðsstjórar vitna í ályktun sinni til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem sagði í Morgunblaðinu nýlega að endurskipuleggja þyrfti utanspítalaþjónustu.

Ríkisendurskoðun hafi einnig bent á að heildarstefnu í sjúkraflutningum vanti. Í dag sinni slökkviliðin um 80% sjúkraflutninga á Íslandi. Samkvæmt lögum beri sveitarfélögum að reka slökkvilið en ríkinu að reka sjúkraflutninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert