Vinnustöðvun er boðuð

Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni sjá um viðgerðir, viðhald og skoðanir á …
Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni sjá um viðgerðir, viðhald og skoðanir á þyrlum og flugvélum sem eru mikilvæg öryggistæki mbl.is/Árni Sæberg

Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins, í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni, sem haldinn var hjá Ríkissáttasemjara í gær lauk án árangurs.

Annar fundur hefur verið boðaður í dag, en ef þá semst ekki kemur til ótímabundinnar vinnustöðvunar, sem hæfist kl. 7:30 á morgun, miðvikudag.

„Ég er vongóður um að við náum að ljúka málinu áður en til vinnustöðvunar kemur, en er raunsær samt, “ segir Gunnar Rúnar Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, í Morgunblaðinu í dag. Tæplega tuttugu flugvirkjar starfa hjá Landhelgisgæslunni og annast þeir viðgerðir, viðhald og skoðanir á þyrlum hennar og flugvél. Er ljóst að útgerð þeirra myndi raskast strax ef flugvirkjar leggja niður störf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert