Nú á ég erfitt með að drekka vont kaffi

Líffræðingurinn Hrafnhildur á náttúruverndarsvæði fyrir Kempur-eðlur, en þar ganga þær …
Líffræðingurinn Hrafnhildur á náttúruverndarsvæði fyrir Kempur-eðlur, en þar ganga þær frjálsar.

„Ég fór ekki í þessa ferð til að djamma og ég vildi ekki vera í einhverjum lúxus, ég vildi hafa þetta hrátt og frumstætt. Ég er af þeirri kynslóð þar sem samfélagsmiðlar stjórna lífi manns og mig langaði til að kúpla mig út úr því. Netsamband var sem betur fer takmarkað svo ég lagðist í bóklestur, hafði loksins tíma til að lesa bækur sem mig hafði lengi langað að lesa, en aldrei gefið mér tíma,“ segir Hrafnhildur Agnarsdóttir sem gerðist kaffibóndi um hríð og skoðaði undirdjúpin.

„Ég vildi fá smá menningarsjokk og mig langaði til að fara í algerlega nýtt umhverfi, svo þessi heimshluti hentaði vel,“ segir líffræðingurinn Hrafnhildur sem er nýkomin heim úr sjö vikna ferðalagi til Mið-Ameríku þar sem hún dvaldi í Kosta Ríka og Hondúras.

„Fyrstu vikuna slakaði ég á í strandbænum Jaco í Kosta Ríka, en síðan hélt ég til fjalla til að starfa sem sjálfboðaliði á kaffibýli í tvær vikur. Að því loknu skellti ég mér til Hondúras í fjórar vikur, í heimsókn til frænku minnar sem þar býr.“ Hrafnhildur segist hafa viljað ferðast ein til að geta haft hlutina algerlega eftir sínu höfði.

Sjá viðtal við Hrafnhildi í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert