Enginn greinarmunur gerður á farþegum

Farþegar í Leifsstöð.
Farþegar í Leifsstöð. mbl.is/Eggert

„Starfsmaðurinn vann sína vinnu í samræmi við reglur og gerði engan greinarmun á því hvort viðkomandi væri þingmaður eða ekki. Öryggisleit gengur best þegar góð samvinna er á milli flugöryggisvarða og farþega.“

Þetta ritar Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, m.a. í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar er Björn Óli að svara grein sem birtist nýverið í blaðinu eftir Jan-Erik Messmann, danskan þingmann, þar sem hann lýsir óánægju með framkomu starfsmanns í öryggisleit í sinn garð.

Messmann var þá á leið frá Keflavík til Danmerkur, að loknum fundi Norðurlandaráðs hér á landi. Björn Óli segir Isavia taka allar svona ábendingar farþega alvarlega og mál þingmannsins sé þar engin undantekning.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert