Frásagnir úr einstökum undraheimi

Margt hefur að undanförnu sett Vatnajökul í kastljós athyglinnar.
Margt hefur að undanförnu sett Vatnajökul í kastljós athyglinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölmenni var á svonefndu Háfjallakvöldi sem Vinir Vatnajökuls og Ferðafélag Íslands stóðu fyrir í gærkvöldi í Háskólabíói í samvinnu við Félag íslenskra fjallalækna.

„Vatnajökull er undraveröld,“ segir Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir sem með Ólafi Má Björnssyni sýndi myndir úr Vatnajökulsþjóðgarði, svo sem úr Vonarskarði, af Hvannadalshnjúki og Snæfelli.

Þá sýndi Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins myndir af Vatnajökli, en hann vinnur nú að ljósmyndabók um jökla og saman hafa þeir Tómas farið víða um Vatnajökulsslóðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert