Fyrsta bikarmótið á morgun

Frá keppni í Morgunblaðshringnum í fyrra.
Frá keppni í Morgunblaðshringnum í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsta fjallahjólamót ársins fer fram á morgun klukkan 18.00, en mótið er jafnframt fyrsta bikarmót sumarsins. Keppt verður í meistaraflokki karla og kvenna(elite), U23 og ungmennaflokki (junior). Þá verða einnig almenningsflokkur og U15 flokkur, en þeir telja ekki til stiga í bikarkeppninni.

Brautin sem keppt er í er 6,8 km að lengd og fara keppendur 2 til 4 eftir flokki. Mótið er haldið af HFR í samvinnu við Morgunblaðið, en í lok keppni verður boðið upp á ljúfar veitingar. Um er að ræða sömu braut og undanfarin ár, en smávægilegar breytingar hafa þó verið gerðar frá því í fyrra til að tvista upp á hana.

Það var ekkert gefið eftir í Morgunblaðshringnum.
Það var ekkert gefið eftir í Morgunblaðshringnum. mbl.is/Árni Sæberg

Sem bikarkeppni er keppnin hluti af Íslandsbikarmóti Hjólreiðasambands Íslands, en auk Morgunblaðshringsins eru það fjallahjólamót Krónunnar í Öskjuhlíð 12. maí og KIA-hringurinn í Leirdal á Hólmsheiði 30. ágúst sem flokkast sem bikarmót.

Í fyrra var það Ingvar Ómarsson sem fór með sigur af hólmi í karlaflokki og Hafsteinn Ægir Geirsson var í öðru sæti. Í kvennaflokki var Erla Sigurlaug Sigurðardóttir hlutskörpust og Anna Kristín Pétursdóttir varð í öðru sæti.

Keppendur í halarófu á Morgunblaðshringnum.
Keppendur í halarófu á Morgunblaðshringnum. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert