Gæti snjóað norðvestanlands

Snjórinn er ekki alveg búinn að kveðja.
Snjórinn er ekki alveg búinn að kveðja. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spáð er austlægri eða breytilegri átt í nótt, 3-10 metrum á sekúndu og rigningu með köflum um sunnanvert landið, dálitlum éljum fyrir norðan.

Í fyrramálið dregur úr éljagangi en bætir í rigningu á Suðvesturlandi. Á höfuðborgarsvæðinu verður rigning með köflum í fyrramálið en úrkomumeira þegar kemur fram á daginn, einkum síðdegis. 

Þá má búast má við slyddu eða jafnvel snjókomu um landið norðvestanvert annað kvöld.

Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig að deginum, hlýjast sunnanlands, en víða næturfrost, einkum norðan til.

Veðurvefur mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert