Meta hæfi umsækjenda um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra

Nefnd hefur verið skipuð til að meta hæfi 11 umsækjenda …
Nefnd hefur verið skipuð til að meta hæfi 11 umsækjenda sem hafa sótt um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Forsætisráðherra skipaði í dag þriggja manna hæfnisnefnd til að meta hæfni umsækjenda um embætti aðstoðarseðlabankastjóra.

Nefndin er skipuð í samræmi við ákvæði laga um Seðlabanka Íslands og hana skipa Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins, Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður, tilnefnd af bankaráði Seðlabanka Íslands, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. 

Embætti aðstoðarseðlabankastjóra var auglýst laust til umsóknar þann 21. febrúar og sóttu 14 um embættið. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að tveir umsækjendur hafa dregið umsókn sína til baka og einn umsækjandi uppfyllti ekki almenn hæfisskilyrði laga um Seðlabanka Íslands. 

Áætlað er að endanleg niðurstaða hæfnisnefndar liggi fyrir eigi síðar 30. maí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert