Perlan ekki opnuð í dag

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnti slökkvistarfi við Perluna síðdegis …
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnti slökkvistarfi við Perluna síðdegis og fram á kvöld í gær. mbl.is/Valli

„Við erum að ganga frá og tína saman tæki og svona,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvistarfi við Perluna lauk um klukkan tvö í nótt en slökkviliðið verður við frágang í dag.

„Við erum ekki í neinu slökkvistarfi, bara að safna saman okkar dóti,“ segir Jón Viðar. Hann segir að slökkvistarf í gær hafi gengið betur en búist var við í fyrstu en eldurinn kviknaði í klæðningu í heita­vatnstanki við bygg­ing­una síðdegis í gær.

Þetta var orðið frekar mikið undir þessum útsýnispalli en við þurftum að rífa okkur þar niður til að komast niður á klæðningu sem var yfir tanknum,“ segir Jón Viðar. Hann bætir við að slökkvistarfið hafi reynt á en þrengsli hafi verið á þeim svæðum sem unnið var á og því tók talsverðan tíma að ráða niðurlögum eldsins. 

Svona er staðan í Perlunni í dag.
Svona er staðan í Perlunni í dag. mbl.is/Valli

Talið er að elds­upp­tök megi rekja til iðnaðarmanna sem voru að störf­um við tank­inn.

Gunn­ar Gunn­ars­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Perlu norðurs­ins, sagði í gær að tjón á sýningum fyrirtækisins sem settar höfðu verið upp í Perlunni væri minna en óttast var í fyrstu. Perlan verður ekki opnuð í dag þar sem þar þarf að reykræsta og losa vatn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert