Rangt að ráðherra vilji leggja Karitas niður

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fullyrðingar um að hún sé að …
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fullyrðingar um að hún sé að leggja Karitas niður úr lausu lofti gripnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það var hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustan Karitas sem sleit samningi sínum við ríkið, ekki öfugt, samkvæmt svörum sem mbl.is fékk frá heilbrigðisráðuneytinu. Segir ráðuneytið  forsvarsmenn Karitasar hafa sagt samningi sem gilda átti fram í ágúst upp í febrúar á þessu ári.

Hrafn­hild­ur Agn­ars­dótt­ir lýsti því í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra, sem mbl.is birti í gær, að hún væri ósátt við ákvörðun Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra um að slíta sam­starfi við Ka­ritas. Lýsti hún því m.a. þeirri þjón­ustu sem Ka­ritas hef­ur veitt móður henn­ar eft­ir að hún greind­ist með 4. stigs krabba­mein í eggja­stokk­um í fyrra, og biðlaði til heil­brigðisráðherra um að end­ur­skoða ákvörðun­ina.

„Mér skilst að hún sé að reyna að færa mikið af þess­um einka­reknu fyr­ir­tækj­um und­ir ríkið en mér finnst þetta stór­mál þar sem þetta veld­ur miklu óör­yggi,“ sagði Hrafnhildur.

Þess má geta að Landspítalinn sinnir einnig líknandi meðferð í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu.

Heilbrigðisráðherra segir í samtali við mbl.is að hún hafi hitt forsvarsmenn Karitasar. „Þær hafa komið á fund til mín í ráðuneytinu. Mér er kunnugt um að þær hafa verið að funda með Sjúkratryggingum um sinn samning, en ég hef enga aðra aðkomu haft að því máli,“ segir Svandís. „Þannig að allar fréttir um að ég sé að leggja þetta úrræði niður eru úr lausu lofti gripnar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert