Samkomulag um lífeyrismál

Halldór B. Þorbergsson frá SA og Gylfi Arnbjörnsson frá ASÍ …
Halldór B. Þorbergsson frá SA og Gylfi Arnbjörnsson frá ASÍ undirrita samkomulagið.

Gengið var frá samkomulagi í gær um breytingar á kjarasamningi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um lífeyrismál frá 12. desember 1995. Samningurinn á uppruna sinn í samkomulagi frá árinu 1969.

Í samkomulaginu felst breyting á stjórnkerfiskafla kjarasamningsins sem fjallar um ársfundi, fulltrúaráð og stjórnir lífeyrissjóðanna á samningssviði aðila, auk skipan formlegs samráðsvettvangs samningsaðila um lífeyrismál.

Helstu nýmæli samkomulagsins varða skipan og samsetningu stjórnarmanna, uppstillingarnefndir tilnefningaraðila, hámarkssetu í stjórn, hæfisreglur og hagsmunaárekstur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert