Starf upplýsingafulltrúa auglýst aftur

mbl.is/Ófeigur

Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að auglýsa starf upplýsingafulltrúa ráðuneytisins á nýjan leik. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að umsækjendum um starfið hafi verið tilkynnt um þetta með tölvupósti í dag frá mannauðsfyrirtækinu Attentus.

Enn fremur segi í tölvupóstinum að einungis 24 umsóknir hafi borist um starfið og aðeins hluti þeirra uppfyllt þau hæfisskilyrði sem tilgreind hafi verið í auglýsingunni. Fyrir vikið hafi enginn umsækjandi verið boðaður í viðtal vegna starfsins.

„Ráðuneytið telur vegna þessa rétt að útvíkka hæfisskilyrði og gera ítarlegri grein fyrir því í hverju starfið felst, til að freista þess að hafa úr stærri hópi umsækjenda að velja,“ segir áfram og að ný auglýsing birtist væntanlega á laugardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert