Þjóðkjörnir leiða launahækkanir

Þingflokksformenn funda með Steingrími J. Sigfússyni forseta þingsins.
Þingflokksformenn funda með Steingrími J. Sigfússyni forseta þingsins. mbl.is/Hari

Meðallaun þjóðkjörinna fulltrúa hækkuðu um tæp 27% milli ára 2016 og 2017. Þá hækkuðu laun presta um tæpt 21%. Þetta er meðal þess sem má lesa úr nýjum tölum á vef Stjórnarráðsins en þar eru reglulega birtar upplýsingar um meðallaun ýmissa hópa ríkisstarfsmanna.

Sé litið til meginfélaga, sem ýmsir hópar og stéttarfélög eiga aðild að, kemur í ljós að meðallaun þeirra sem heyra undir kjararáð hækkuðu um 9,6% milli ára 2016 og 2017. Næst komu félagsmenn í BSRB en meðallaun þeirra hækkuðu um 9,3% milli ára.

Sé launaþróunin skoðuð frá ársbyrjun 2014 til ársloka 2017 kemur í ljós að meðallaun þjóðkjörinna fulltrúa hafa hækkað um 55,8% og laun presta um 41,5%. Báðir hópar heyra undir kjararáð. Sé litið til meginhópa ríkisstarfsmanna hækkuðu laun mest hjá kjararáði á tímabilinu 2014 til 2017, eða um 35,8%. Næst kom Kennarasamband Íslands en þar hækkuðu laun að meðaltali um 34,3%, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þróun kjaramála í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert