Tóku ekki mið af íslenskum aðstæðum

Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins.
Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Hari

Ég hef fengið tölvupóst og símhringingar frá atvinnubílstjórum sem hafa verið á námskeiðum sem hafa verið haldin fimm helgar í röð. Hvert námskeið kostar um 20 þúsund krónur. Þetta var gert að lögum fyrir einhverjum árum, innleitt frá EES. Í þeirri innleiðingu var tekið fram að þetta ætti ekki við um eyland en það varð engu að síður að lögum í trássi við greinina. Þeir vilja meina að í raun sé ekkert gagn að þessu því að þetta eigi ekki við íslenskar aðstæður.“

Þetta sagði Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, á Alþingi í dag þar sem hann gerði meðal annars regluverk frá Evrópusambandinu, sem Ísland þarf að taka upp í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), sem tók gildi fyrir um aldarfjórðungi, að umtalsefni sínu. Sagði hann samninginn hafa haft jákvæð áhrif en velti upp þeirri spurningu hvort þingmenn væru alltaf upplýstir um hvað þeir væru að greiða atkvæði um á Alþingi þegar löggjöf frá sambandinu væri annars vegar.

„Kallað hefur verið eftir endurskoðun á honum [EES-samningnum] frá vissum aðilum og ábyrgð alþingismanna er mikil, en eru alþingismenn alltaf nógu vel upplýstir þegar þeir greiða atkvæði um þessi mál?“ spurði hann. Minnti hann á í því sambandi að fyrir þinginu lægi frumvarp um stofnun lagaráðs frá samflokksmanni hans Önnu Kolbrúnu Árnadóttur sem hugsað væri til þess að tryggja rétta lagasetningu. Frumvarpið hefði verið nokkrum sinnum flutt áður en ekki fengið framgang til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert