Verkfalli afstýrt

Þyrla landhelgisgælsunnar, TF-SYN.
Þyrla landhelgisgælsunnar, TF-SYN. mbl.is/​Hari

Skrifað var undir kjarasamning flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni um klukkan 6:30 í morgun og því verður ekkert af boðuðu verkfalli sem hefjast átti klukkan 7:30 ef ekki næðust samningar.

Að sögn Gunnars Rúnars Jónssonar, formanns samninganefndar Félags flugvirkja, er samninganefndin sátt við niðurstöðuna og verður samningurinn nú kynntur fyrir félagsmönnum. Búast megi við að atkvæðagreiðslu um samninginn ljúki í næstu viku.

Tæp­lega tutt­ugu flug­virkj­ar starfa hjá Land­helg­is­gæsl­unni og ann­ast þeir viðgerðir, viðhald og skoðanir á þyrl­um henn­ar og flug­vél.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert