84% ferðuðust innanlands í fyrra

mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

Ferðamálastofa hefur birt niðurstöður úr nýrri könnun meðal Íslendinga um ferðalög þeirra á árinu 2017, ferðaáform þeirra á þessu ári og viðhorf til nokkurra þátta í tengslum við ferðamennsku á Íslandi. Könnunin hefur verið framkvæmd árlega frá árinu 2010.

Meðal annars kemur fram að 84% Íslendinga ferðuðust innanlands á síðasta ári. Tæpur helmingur greiddi fyrir gistinætur sínar en annars gistu flestir í sumarhúsi í einkaeign eða hjá vinum og ættingjum. 68% fóru í dagsferð og fóru þeir að jafnaði 4,7 ferðir.

Fleiri Íslendingar hafa ekki farið til útlanda áður en tæp 80% svarenda ferðuðust utan á síðasta ári. Bretlandseyjar voru vinsælasti áfangastaðurinn en Spánn, þar með taldar Kanaríeyjar, og Portúgal komu þar á eftir.

Þá áforma níu af hverjum tíu svarendum ferðalög á yfirstandandi ári og eru ferðaáform fjölbreytt sem fyrr. Þannig nefndi um helmingur sumarbústaðaferð og borgarferð erlendis, litlu færri heimsókn til vina og ættingja og 37% stefna á sólarlandaferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert