Aukið álag í sjúkraflutningum

Í öruggum höndum sjúkraflutningsmanna.
Í öruggum höndum sjúkraflutningsmanna. mbl.is/Golli

Útköllum vegna sjúkraflutninga á Suðurlandi fjölgaði um 4,8% milli áranna 2016 og 2017. Hlutfall erlendra ríkisborgara í sjúkraflutningum var 10,7% á árinu 2017 og eknir kílómetrar í sjúkraflutningum á Suðurlandi einu voru 600.000 á árinu 2017.

Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í sérstakri umræðu um framtíð og fyrirkomulag utanspítalaþjónustu og sjúkraflutninga á Alþingi í gær.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem var málshefjandi, fór yfir nauðsyn þess að tryggja öllum landsmönnum bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu óháð búsetu, en fjöldi ferðamanna hefur meðal annars aukið álag á sjúkraflutninga. „Mikilvægi, hlutverk og áskoranir í utanspítalaþjónustu hafa aukist jafnt og þétt síðustu ár. Íbúum er að fjölga um allt land og mun fleiri ferðamenn sækja landið heim,“ sagði Vilhjálmur. Talaði hann fyrir því að setja ætti á fót miðstöð utanspítalaþjónustu til þess að halda utan um málaflokkinn og vinna að gæðamálum og samræmingu þjónustunnar um allt land. Einnig væri mikilvægt að taka í notkun sérhæfða sjúkraþyrlu, sem mönnuð væri sérhæfðum lækni og bráðatækni auk flugmanna líkt og í nágrannalöndunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert