Vinnuvél í ljósum logum við malarnámu

Eldur kom upp í vélarrými vinnuvélarinnar.
Eldur kom upp í vélarrými vinnuvélarinnar. Ljósmynd/Skagafréttir

Eldur kom upp í vélarrými á stórri vinnuvél við malarnámu við Hólabrú, rétt norðan við Hvalfjarðargöngin, í morgun.

„Það logaði vel í henni en við vorum fljótir að ná að kæla þetta niður,“ segir Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, í samtali við mbl.is.  

Slökkvistarf stóð yfir í um klukkustund og segir Þráinn að allt hafi gengið að óskum. Það sem skiptir mestu máli er að engin slys urðu á fólki. Mikill hiti var í vélinni og því vaktaði slökkviliðið svæðið fram eftir degi til að tryggja að eldur kæmi ekki upp að nýju.

Á vef Skagafrétta er greint frá því að viðgerð hafi staðið yfir á vélinni þegar eldur blossaði upp í henni. Vélin, sem er rúmlega 10 ára gömul, er mikið skemmd og líklega ónýt.

Slökkvistarf stóð yfir í um klukkutíma.
Slökkvistarf stóð yfir í um klukkutíma. Ljósmynd/Skagafréttir
Vinnuvélin er mikið skemmd og líklega gjörónýt.
Vinnuvélin er mikið skemmd og líklega gjörónýt. Ljósmynd/Skagafréttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert