Eldurinn kviknaði út frá logsuðutæki

Slökkviliðið að störfum í Perlunni á þriðjudaginn.
Slökkviliðið að störfum í Perlunni á þriðjudaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eldurinn sem kviknaði í klæðingu í heitavatnstanki við Perluna á þriðjudag kom upp eftir að gat var brennt á tankinn með logsuðutæki.

Þetta er niðurstaða rannsóknar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á upptökum eldsins.

mbl.is/Valli

Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns voru iðnaðarmenn að gera við inngang í tankinn þegar eldurinn kviknaði.

Áður hafði komið fram að elds­upp­tök­in mætti lík­lega rekja til vinnu iðnaðarmanna í Perlunni og í kvöld­frétt­um RÚV á miðvikudag kom fram að talið var að notk­un logsuðutæk­is hafi komið þar við sögu.

Rannsókn lögreglunnar á eldsvoðanum er lokið og núna er málið í höndum tryggingafélaga.

mbl.is/Valli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert